Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 1
1939 5. folad Sunnudaginn 29. janiiar Hirohito keisari í Japan. Ameríski læknirinn Dr. Wheley Groves er ef til vill eini hviti maðurinn sem fær að um- gangast Japanskcisara persónu- lega og án hinna margbreyti- legu hirSsiSa, sem valda því aS keisarinn stendur eins og utan viS alt mannlíf, en meir í ljóma guSlegrar dýrSar, sem Japanir tigna og tilbiSja gagnrýnislaust. ÁstæSan er sú, aS Groves er læknir barna keisarans. Hann lýsir heimsókn sinni hjá keisar- anum á þessa leiS: Sólbjartan sumardag i Tokio beiS skrautleg bifreiS fyrir framan gistihúsiS sem eg bjó í. 1 henni sátu tveir þjónar, kiæddir livítum einkennisbún- ingum. Ekki sáust nein skjald- armerki á hifreiSinni, sem gáfu þaS til kynna aS hún kæmi frá hirSinni. Keisarinn vænti mín kl. hálf fjögur. ÞaS er fyrsta heimsókn mín til hans, síSan eg kom til Tokio. ErfSaprinsinn, Akihito, hefir oflcælt sig og þaS er or- sökin til þess aS eg er kaUaSur. ÞaS álit sem eg nýt sem sér- fræSingur i barnasjúkdómum verSur þess valdandi aS mín er vænst viS hirSina. Á minútunni klukkan þrjú ökum viS inn i hallargarS keisarans. ÞaS er víSáttumikil garSur meS tjörnum, leikvöllum, grasflöt- um, reiSvegum og trjárunnum. MeSfram vegunum eru kirsu- berjatré gróSursett, en á tjörn- unum synda tamdir svanir milli fagurra vatnarósa. AS lokum keinur höllin sjálf i ljós, vegleg bygging, dökk aS lit og í aSal- dráttum áþekk þeim konungs- höllum sem til eru í Evrópu. Svartklæddur embættismaSur kemur út aS bifreiSinni og opn- ar fyrir mig hurSina. Hann fylgir mér í gegnum langan og breiSan gang alsettan speglum, og inn í skrautlegan og gamal- dags sal, Þar standa f jórir þjón- ar á verSi. Þeir eru klæddir fjólubláum einkennisfötum, í andlitum þeirra lireyfist ekki einn einasti dráttur og þeir standa eins og af steini gerSir. í salnum eru þunglamalegir stólar og stór skrautker gerS af dásamlegri list. í einu hominu stendur klukka í stílLúSvikslö., en skífa hennar er skreytt meS japönsku myndaletri. Um leiS og klukkan slær hálf- fjögur, opnast dyr og inn kem- ur annar embættismaSur — þektur stjórnmálamaSur sem talar mörg tungumál, öli prýS- isvel. Hann fylgir mér inn í vinnustofu keisarans, og á leiS- inni þangaS segir hann mér, aS eg verSi aS hneigja mig tvisvar sinnum mjög djúpt fyrir syni himinsins. Keisarinn stendur á bak viS skrifborSiS sitt og brosir á móti mér þegar eg kem inn. Þegar hann hefir IioSiS mér aS setj- ast, byrjar hann strax aS tala um son sinn. Hann talar ensku ágætlega, en ber hana fram meS þunglyndislegum áherslum. Stóru liorngleraugun hans minna eiginlega meira á pró- fessor en þjóShöfSingja, fhbb- inn lians er gamaldags og bindiS er illa hnýtt. En hirSuleysi lians í ldæSaburSi gerir liann eSlileg- an og aSlaSandi. MaSur hefir þaS á tilfinningunni, aS maSur standi fjTÍi' framan prúSmenni, sem geri persónulega lillar kröf- ur. Iveisarinn lætur lcalla á konu sína svo hún geti fylgt mér aS sjúkrabeSi sonar þeirra. Ung glæsileg kona kemur inn og heilsar mér meS látlausum al- úSleik. Sonur þeirra, ríkiserf- inginn, var fjögra ára gamall. Andlitssvipur lians er gáfulegur og réttlætir vonir um glæsilega framtíS. Með næstum föSurlegri umhyggju vakir hann yfir lát- æSi og hreyfingum yngra bróS- ur síns, sem er aS eins tveggja ára gamall. Keisarahjónin eiga alks fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Eldri dóttirin, Teru, er tólf ára aS aldri, en hin, Taka, er sjö ára, og þær hafa báSar sérstakan áhuga fyrir kvikmyndum og kvik- myndalist. Drotningin sjálf er aS eins þrítug aS aldri, og viS fyrstu sýn sá eg aS hjónabandiS myndi vera mjög hamingju- samt. Þegar eg hafSi skoSaS prins- inn og fuIlvissaS foreldrana um, aS hætta væri ekki á ferSum, áleit eg aS heimsókn minni væri lokiS og fór burt. Keisar- inn fylgdi inér sjálfur út og baS mig aS koma aftur eftir tvo daga svo viS gætum kynst betur. Þetta atvik út af fyrir sig, væri engan veginn markvert, ef þaS liefSi ekki veriS hvítur maSur sem í hlut átti. Þetta er í fyrsta skifti sem maSur af hvítum kynstofni er leiddur inn í fjölskyldulíf keisarans, og í þau örfáu skifti, sem keisarinn veitir fulltrúum evrópiskra ríkja álieyrn, þá skeSur þaS meS þeim hætti, aS alt sem tal- aS er, hefir áSur veriS ákveSiS og lært þvi sem næst utanbólcar. En þeir eru heldur alls ekki. margir — þeir gulu — sem komiS hafa á heimili keisarans. Og þó er hann álitinn nokkurs- konar heimilisfaðir 66 milj. Japana. 30 milj. Kóreubúa og 30 milj. Manchukuobúa, eSa samtals yfir 120 milj. manna. Hirohito Teikoku Tenno er 124. keisara í Japan og afkom- andi elstu þjóShöfSingjaættar sem til er á jörSunni, en hana segjast Japanir geta rakiS alla leiö aftur til gySjunnar Sól. Þegar fyrsti keisarinn, sem var sonarsonur Sólar, komst til valda í Japan, félck amma hans honum guSlega stjórnarskrá í HIROHITO. liendur, og enn í dag byggist stjórnmálagi-undvöllur jap- önsku þjóSarinnar aS allveru- legu leyti á þeirri stjórnai’slcrá, skipar keisarann m. a. sem yf- irmann trúarbragSanna. Þessi göfga staSa mitt á milli himins og jaröar lyftir keisar- anum hátt yfir jarSlífiS og ann- að fólk. Framkoma lians gagn- vai’t þegnunum er afar ströng og regluhundin. Hann verSur aS koma 21 sinni opinherlega fram á ári, og þá talar hann sömu orðin og sömu setning- arnar og faðir hans, afi og lang- afi gerðu. Þegar hann fer um borgina í einkabifreið sinni, eru göturnar ruddar áður, svo að engin manneskja má láta sjá sig á vegi hans. ÞaS er þaS sama og að guðlasta. Fyi-ir skömmu síðan gerSu múrarar í Tokio, sem unnu þar aS stórhýsi, verkfall. Og til þess að aðrir væru ekki fengnir til vinnunnar, hópuSust þeir sam- an fyrir framan bygginguna og vörnuðu öSrum að vinna. Þá var þaS ráS tekiS, aS tilkynna þeim komu keisarans þar fram- lijá, og þá liypjuSu þeir sig óð- ara á brott. Hin mikla virðmg sem Jap- anskeisari nýtur meðal j>egna sinna skapar að miklu leyti grundvöllinn fyrir daglegu lífi þeirra. Sérhver embættismaöur sem les lagaboð eða aörar ákvarðanir samþyktar eða ákveðnr af Japanskeisara, verð- ur, hvar sem hann er staddur á

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.