Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 8
8 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. ILausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Á 11EIMSSÝNING LJNNI í NEW YORIÍ verður „model“ af gríðarstórum járnbrautarbyggingum, sem eru samtals 1130 fet á lengd, en úti- leikliús er tilheyrandi og rúmar það 4000 manns. Þarna verða daglega sýningar, til þess að gefa mönnum hugmynd um járnbrautaferðalög frá því þau fyrst liófust og alt til vora daga. 27 járn- brautafélög í Austur-Bandaríkjunum taka þátt í sýningunum og mörg úr Vesturríkjunum, svo og nokkur járnbrautafélög frá Evrópu. Bara páfagaukurinn! Reginald skrifstofustjóri kemur lieim og heyrir einlivern gjallanda inni í stofunni. Segir við þernuna: — Er konan mín komin heim nú þegar? — Nei, herra skrifstofustjóri. Þetta er nú bara páfagaukur- inn! Norðanstormurinn. Gamall skipstjóri situr við borðið og drekkur heita romm- blöndu. Ðóttursonur hans er kominn i lieimsókn til karls og kerlingar, liorfir á afa sinn og spyr: Af hverju er nefið á þér svona rautt, afi minn? — Og skipstjórinn svarar: Það er norðanstorminum að kenna, góði minn! Hann hefir farið svona með mig. — Þá segir húsfreyjan, amma drengsins: — Já, þeir geta verið nokkuð á- fengir, þessir norðanvindar! Ekki blóta! — Mamma mín — má eg ekki blóta strákunum, ef þeir hrekkja mig? — Nei, væni minn. Lithr drengir mega eklci blóta. — En stórir strákar — mega þeir gera það? — Nei — ekki heldur. — En stelpur? — Nei, börn og unglingar mega eldki tala Ijótt. — En fullorðið fólk? — Nei. Enginn, hvorki ung- ur né gamall, ætti að blóta. Guð lieyrir alt, sem við segjum. — Heyrir hann afskaplega vel? — Já. — Heldurðu að hann heyri til mín, ef eg blóta í huganum? — Já, það er áreiðanlegt. Og svo les liann lika allar okkar liugrenningar. — Hvernig fer hann að lesa þær? — Eins og við lesum á bók. — Mamma! Hvað á eg þá að gera, þegar strákamir sparka í mig og berja mig og eg þori ekki til við þá, ef eg má ekki blóta? — Þá áttu að koma heim til hennar mömmu þinnar, væni minn! HENRY WILCOXON og JOAN WOODBURY. Þegar þau voru gefin saman íhjónaband, breski kvikmyndaleik- arinn Henry Wilcoxon (33 ára) og Joan Woodbury (22), var brúðurin í brúðarkjól móður sinnar. Brúðkaupið fór frarn á af- mælisdegi brúðarinnar, en það er venja í liennar ætt, að konur ættarinnar inngangi í heilagt hjónaband á afmælisdegi sínum. — Meiri líkur. — Hvers son ertu, drengur minn ? — Ekki gott að segja! Eg er skrifaður hjá Jóni fjósamanni, en allir segja, að eg sé lifandi eftirmynd Jóns sauðamanns.. — — Mér skilst þá, að sam- kvæmt þessu sé eins og heldur meiri líkur til, að þú sért Jóns- son! Hálfgert ranglæti. — Bróðir minn varð stein- blindur af brennivins-þambi, sagði vínsvelgur nokkur, en eg sé alt tvöfalt og auk þess ósköp- in öll af flugum, sem livergi eru til. Þetta kalla eg liálfgert rang- læti og þætti eins og viðkunn- anlegra, að heldur jafnara væri skift! Kom ekki dúr á auga. Presturinn: Það voru meiri ósköpin, sem á gengu í nótt, frú Mortensen — þrumur og elding- ingar og steypiregn! Eg man varla önnur eins læti. Frú Mortensen: Og minnist þér ekki á það, prestur minn! Svei mér sem eg hélt ekki, að heimurinn væri að farast. Og ekki kom mér dúr á auga alla liðlanga nóttina. En nú er eg að vona, að eg geti blundað eitt- livað ofurlítið í kirkjunni í dag! Ómerkilegt fólk. — Segðu mér eitt, Lars: Er það satt, að hún dóttir þin sé farin úr góðu vistinni í borg- inni? — Ójá, ekki ber á öðru! Þetta var ákaflega ómerkilegt fólk, þegar til kom. Síðast bar það upp á hana, aumingjann, að hún hefði. stohð gullhring frúarinnar. Það er ekki verandi hjá svona fólki! — Þú ert spariklæddur, Lars Larsen. Hvert á nú að halda? — Til borgarinnar. Eg kann sem sé betur við að láta rann- saka, hvort liring-skrattinn er úr gulli! — En hvað þú ert orðinn stór og fallegur drengur! Og hvað ertu nú gamall? — Veit það ekki með neinni vissu, skal eg segja þér. Mamma var 29 ára þegar eg fæddist, en nú er liún ekki nema 27!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.