Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ustu tísku og með öllum þæg- indum. Eru Hamborgarar mjög hreyknir af þesum skógarþorp- um sínum, og mega það. Eg hugsa, að varla finnist elsku- legri smápláss í norðurhluta álfunnar. Kemur fólk þangað gjarnan á sumrin til að njóta góða loftsins og náttúrunnar. Veitingahús eru þar á víð og dreif, og sumstaðar hljóðfæra- sláttur og dans. Þangað kemur unga fólkið. Þegar því er heitt orðið af dansinum, reikar það um skuggsæla skógarstíga og nýtur einverunnar. Einvera er annars dálítið skritið hugtak þar í landi, og nokkuð með öðru móti en hjá okkur. Mæti þáð ekki manni oftar en aðra liverja mínútu, finst þvi það vera aleitt í nátt- úrunni, en líði fimm mínútur án þess að sjá mannlega veru, fer það að tala um öræfatöfra. Hvað skyldi því finnast inni á Þórsmörlc eða Sprengisandi? En þetta er skiljanlegt; land- ið er svo htið og fólkið svo margt. þar húa 145 á hverjum ferkm. Það er liægt að fara um landið þvert og endilangt, án þess að hús eða fólk hverfi aug- um. Maður er aldrei einn. Einveran er fólki þar álíka raunverulegur hlutur og fólki hér að standa í halarófu. Það hefir lesið um þetta í bókum, og finst þvi skilja þetta til fulls, hvorutveggja. Við StadtwassermUhle. Þess var áður getið, að Alster- á rennur i gegn um bæinn. Þegar niður i bæinn kemur, verða menn þess eklci mikið var- ir, að um á sé að ræða, þvi þar verður hún að stórri móðu, um B km. á lengd og líklega 1 km. á breidd, þar sem breiðast er, og er aðal stefnan norður og suður. Ekki er samt svo frá náttúr- unnar hendi, lieldur er áin stifl- uð, og jiess gætt að lokum, að ætíð sé jafnhátt i vatninu. Eru lokurnar líka skipgengar prömmum og smábátum. Vatnið og stíflan eru æfagöm- ul, og notuðu menn fallið fyrr á öldum til að knýja vatns- myllu. Heitir enn svolítið götu- kríli „Bei der Stadtwasser- muhle“. I Hamborg — Feneyjar Norður-Evrópu. Alsterá er tvent í senn: Heilsulind fyrir bæinn og hin mesta prýði. PHILIP MUSICA-COSTER heitir einn af fjárglæframönnum Bandaríkjanna, sem nýlega réði sér bana, af þeim sökum, að fjársvik lians komust upp. Coster var framkvæmdastjóri í þektu firma, er nefndist „McKesson & Robbins“, og hafði þar með höndum stórfeldan rekstur. Coster var ítalskur að ætt og hafði snemma verið dæmdur f\TÍr afbrot og þar sem hann vissi upp á sig skömmina, liafði hann listi- snekkju sína ávalt til taks i 3 ár, til þess að flýja. Heitir húnCaro- lita og er 123 fet á lengd og hin vandaðasta. Svo illa vildi til, er svik Costers komust upp, að skipstjórinn hafði látið tæma olíu- geyma skipsins, vegna viðgerðar undir veturinn og tók Coster því það til bragðs, að ráða sér bana. Á hinni myndinni sést kona hans, sem ekki vissi um svikin. Beggja vegna er plantað trjám, en þó mun meira að vest- an, eru þar á löngu svæði trjá- garðar fram á bakkanum. Mest ber á grápíl, teygir hann grein- arnar út yfir bakkann og niður í vatnsskorpuna. Er einatt liálfrokkið undir þeim, þó sól sé á lofti, en þegar tunglsskin er villist rétt einn og einn fölur geisli gegn um laufið. Á austurbakka vatnisns, norð- an við miðju, var fyrrum ferju • staður. Heitir þar enn Ulilen- horster Fálirhaus. Nú er þar gott veitingahús, stórt, og mik- ið sótt. Á suinrum er veitt úti, og ómar þaðan skemtilegur hljóðfærasláttur út yfir vatnið. Nokkuð norðar stendur greifahöll gömul, þeirra frá Oldenborg. Þar býr nú borgar- stjórinn. |Út frá Alster ganga viða skurðir, og aftur aðrir út frá þeim, og mynda net af skurð- um og álum. Er Hamborg stundum nefnd Feneyjar Norður-Evrópu, og ekki með óréttu, þvi skurðir hennar samanlagðir eru lengri en í Feneyjum. Víðast hvar er trjágróður á bökkunum, og einatt ber mest á grápílnum, enda sómir hann sér þar einkar vel, slútandi yfir lygnt vatnið. Alster er heilsulind Hamborgar. Vatnið bindur í fyrsta lagi mikið ryk, og gefur loftinu þægilegan raka, og í öðru lagi er það notað mikið til sportiðk- ana og skemtunar. Þar er mikið siglt á litlum bátum, fimm róðrarklúbbar liafa þar aðsetur, og auk þess úir og grúir af kanóum og kaj- ökum. Sérslaklega er mikið um eintrjáningana. Síðari hluta dags í góðu veðri og á hlýjum kvöldum er krökt af þeim, ekki einasta á vatninu sjálfu, heldur og lika frekar úti um alla skurði og ála. Fólkið nýtur veðurblíðunnar, og þess, að vera til. Kannske leitar það hælis hjá pílunum stutta stund....... Heima er best. Loftslagið i Hamborg er betra en hér heima, hlýrra og þurrara. En mest saknar land- inn þar hauststormanna og slag- veðursins, þegar vindurinn hvin um hornin og regnið lemur á glugganum. Hér blaktir aldrei hár á höfði, og þegar rignir, þá lekur vatnið úr loftinu með ó- lund. Eg get þó vel skilið Hamborg- arann, þegar hann segir: „Ob im Osten oder Westen, doch im Hamburg ist’s am besten.“ En þó Tjörnin i Reykjavik sé óverulegri en Alster, er hún mér kærari, og þó grápill og eik séu háreistari en lyng og lambagras, þá er ilmurinn af fjallajurtunum betri. Og fegri er Esjan þó nakin sé, og skall- inn á Snæfellsjökli, heldur en ásarnir suður þar, þó vaxnir séu blómlegum skógi. — Ilvað er að frétta af fund- inum hjá ykkur í gærkveldi? — Þeir samþyktu, trúi eg, að hreppurinn væri skuldlaus og báðu svo um hallærislán! — Alt af lifir þú, Jón minn, og það við bærilega heilsu. — Jú-jú, lifandi er eg að nafn- inu til — ekki ber eg á móti þvi. En livað heilsuna snertir, þá er hún nú svoleiðis, að það er engin heilsa! Eg skrimti þetta, sem maður segir — xneð aðra löppina í gröfinni, en hina hérna í flórnum!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.