Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Orlög miljónamæringa Eftir HANS HEUER. 2. Van Gogh vill breyta til. Adriaan van Gogh var tvi- mælalaust ríkasti maður Hol- lands. Á Java átti hann geypi- landflæmi og í Hollandi sjálfu átti liann eignir sem jafnvel skattstjórnin hafði ekki hug- mynd um, hvers virði voru. Adriaan van Gogh var 69 ára gamall piparsveinn. Hann hafði aldrei haft neinn tíma lil þess að hugsa um konur, og þótt hann hefði haft tíma til þess, var hann allof vantrúaður á konur til að kvænast þeim, þvi hann hefði grunað þær um, að það væri pyngjan hans en ekki hann sjálfur, sem þær girntust. Hann saknaði ekki kvenfólks og hafði aldrei gert það. Hann helgaði sig allan einu einasta á- hugamáli — það voru peningar — ávalt meiri peningar. Og til þess að græða peninga varð hann að vinna. Alt hans lif var vinna — eilíf vinna. Á síðustu árunum hafði liann sjaldan sof- ið meir en þrjár stundir á nóttu, og hann formælti deginum vegna þess hve hann var stutt- ur — altof stuttur. Hann vann, keptist við, liamaðist i 21 klukkustund á liverjum einasta degi — og það dugði samt ekki til. Sextíu og sjö ára gamall fékk hann slag, sem lamaði allan vinstri liluta líkamans. 1 tvo daga lá Adriaan van Gogh í rúminu, en mátti svo ekki vera að þeim fjanda lengur. Hægri hliðin var jú í stakasta lagi og með henni hélt hann áfram að hamast í 21 klst. á dag. Nú var hann orðinn 69 ára að aldri, var sestur við skrif- borðið kl. 6 á morgana, hugs- aði um ný gróðafyrirtækí, end- urbætti þau, sem fyrir voru, skipaði fyrir, skrifaði, sendi undirtyllur sínar i allar áttir — og hamaðist sjálfur eins og bandóður væri. x Það var venja hans að hringja á þjóninn sinn nákvæmlega á sömu mínútunni á hverjum morgni — á mínútunni sex. Og hann var ekki fyr búinn að hringja en dyrnar opnuðust og gamalt, hrukkótt og skrælnað mannsandht hirtist í gættinni og spurði eftir óskum og boð- um Mijnheer van Goghs. Hann tók á móti nokkrum tylftum af fyrirskipunum og hvarf svo jafn skyndilega og hann kom. í tuttugu ár hafði þetta verið þannig. Svo bar það við einn morgun, að hjallan hringdi á venjulegum tíma. Hálf mínúla leið og eng- inn kom. Adriaan van Gogh leit óþolinmóðlega upp. Svo opnuð- ust dyrnar —- inn kom ungur piltur, staðnæmdist á miðju gólfi, hneigði sig og beið eftir fyrirskipunum. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði van Gogh. „Fyrirgefið þér Mijnheer, Jan er veikur“. Veikur? Hugsanir van Goghs snérust i nokkrar sekúndur um þetta skritna — óskiljanlega orð: Veikur. Til hvers fjandans þurfti Jan endilega að veikjast? I tuttugu ár liafði hann gægst með sinn hrukkótta haus inn um dyragættina — og aldrei veikst. Og í dag tók hann upp á því að veikjast — það var ó- skiljanlegt. „Svo!“ sagði van Gogh, tók bunka af skjölum og fékk pilt- inum þau. „Gangið þér frá þeim!“ skip- aði hann. Pilturinn hneigði sig aftur, snéri sér við og gekk til dyr- anna. Adriaan van Gogh horfði á eftir honum. En til þess að geta það, varð hann vegna lömunar- innar að snúa sér öllum. Hann gat ekki hreyft hálsinn. „Bíðið þér!“ kallaði hann skyndilega á eftir piltinum. Hann nam staðar og snéri sér við. Hreyfingar hans voru fjað- urmagnaðar og mjúkar og það hvíldi ró yfir öllu fasi hans. Adriaan van Gogh virti hann fyrir sér. „Ilvað eruð þér gamlir?“ spurði hann. „Átján ára, Mijnheer.“ „Hvað heitið þér?“ „Piet Buur!“ „Hvað starfið þér?“ „Sendisveinn, Mijnheer!“ — svaraði Piet svo ánægjulegur á svip, sem þetta væri eftirsótt- asta starfið í öllum heiminum. Það kom steingervingssvipur á skorpnað og innfallið andlit Adriaan van Gogh’s. Hann var brúnaþungur og brúnirnar voru gráar og hrúskandi, en augun sjálf láu ljúpt inni i höfðinu. Þegar hann sá piltinn ganga þarna eftir gólfinu, rólegan og öruggan, skaut alt i einu öfund niður í sál lians. Eða hvaða rétt hafði þessi ungi maður til að vera svona djarflegur og þrótt- mikill i framkomu, rétt eins og að veröldin öll tilheyrði honum ? Og þó var þetta ekkert annað en einn hinna óteljandi, fátæku vesalinga, sem barðist ómjúkri baráttu fyrir húsnæði og fæði, fyrir sama og ekkert kaup. Mijnheer van Gogh virti Piet Buur fyrir sér með fjandsam- legu augnaráði. Þunnar varirn- ar herptust saman, og í fljótu bragði sýndist manni andlilið vera glottandi. „Eigum við að skifta á hlut- verkum okkar?“ spurði hann alt i einu. Piet Buur glápti undrandi á miljónamæringinn. Það var lík- ast því sem hann skildi ekki hvað gamli maðurinn átti við. Loks áttaði hann sig. „Nei, Mijnheer!“ svaraði hann ákveðinn. Augnaráð van Gogh’s skaut eldingum. „Og hvers vegna ekki?“ Piet Buur svaraði ekki. Gamli maðurinn reis á fætur, tók hækjuna, sem hann studd- ist við, og Iialtraði með erfiðis- munum fram á gólfið i áttina til piltsins. „Eg var einu sinni ungur eins og þú. Skilurðu það? Eg var át- ján ára eins og þú ert nú. Ef að miljónamæringur hefði komið til mín i þá daga og spurt mig hvort eg vildi skifta við sig, hefði eg sagt já“. Piet Buur brosti. „Mér finst lífið vera svo fall- egt eins og það er“, svaraði hann hlátt áfram. „Þig skortir vilja til að brjóta þér hraut“, sagði Adriaan van Gogh nokkuð hörkulega. „Nei, Mijnheer! Mig langar til að eignast lítið þokkalegt hús með fallegum hlómgarði. Þegar eg má vera að, ætla eg að sitja þar með Antje .... Antje er æskuvina mín .... svo ætlum við að eignast börn, og .... og .... og“. Honum fipaðist, því van Gogli horfði svo hvast á hann. „Og ríkur hefirðu enga löng- un til að verða?“ Piet Buur liristi höfuðið. „Það geta ekki allir verið auð- menn, Mijnheer! Auk þess segir Antje altaf, að sá sem eigi milda peninga, hafi einnig miklar á- hyggjur .... og Antje segir alt- af satt. Og sá sem er ríkur hefir aldrei frið — hann hefir aldrei tíma til að vera hamingjusam- ur, því liann er allaf að hugsa um meiri peninga, og að verða enn ríkari“. „Hver liefir sagt þér það?“ „Enginn. Eg held þetta bara“. Yan Gogh horfði undrandi á unga manninn---------„Já, lítiS hús og blómgarð------og konu. og börn“, tautaði hann við sjálf- an sig, og það var ásökunar- hreimur í röddinni. „Eru þetta: allar þínar framtíðaróskir?“ ,,Já“. Á þessum örfáu mínútum, sem van Gogh stóð frammi fyrir þessum saklausa, nægjusama unglingi, brutust fram nýjar hugsanir í lieila hans, sem hann hafði aldrei fundið til áður. Strákurinn er svívirðilega ung- ur, og svívirðilega ánægður! Hann á engar aðrar óskir en þær, sem geta rætst. Og hvernig er þetta með mig? Eg hefi þrælkað í lieilan mannsaldur —- — hefi aldrei unt mér nokk- urrar hvíldar. Já, þræll var eg — þræll vinnunnar, sem aldrei gaf mér frið. — Þannig hugsaði Adriaan van Gogh. En Adriaan van Gogh hélt á- fram að hugsa. Hann hugsaði um það, hvað liann væri þrátt fyrir allan sinn auð. Hann var ekki annað en gamall maður, hrumur og vesæll, sem gat dáið hvenær sem væri. Strákurinn þarna ,ljómandi af æskufjöri og lífsorku sýnir mér raunverulega hvað og hvernig eg er orðinn: Gleðisnautt gamalmenni, sem ekkert megnar framar nema að hugsa um peninga. Það er sví- virðing! Hann á alla sína fram- tíð fyrir höndum — en eg enga. Alt er glatað. Angnaráð gamla mannsins varð mildara, hann greip með hægri hendinni utan um hand- legg Piet Buur’s. Það var sterk- legur handleggur, vöðvamikill —- og það var æskublóð sem streymdi eftir honum. Alt minti á æsku, á lífskraft og ánægju — augnaráðið líka. Það voru brennandi augu — augu eins og, í ungum guði, sem allur heim- urinn tilbað með lotningu og aðdáun. „Eg vildi skifta við þig í al- vöru talað“ sagði Adriaan van Gogh lágum, hásum rómi og slepti handlegg piltsins. Svo snéri hann sér við og haltraði að skrifborðinu sínu aftur. „Farðu út!“ sagði hann. Piet Buur fór. Adriaan van Gogh horfði á hurðina lokast eftir sendisvein- inum. Ef hann gæti horfið fim- tíu ár aftur í tímann, og byrjað

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.