Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 HAMBORO Niðurl. Það er þægilegt að koma að Siillberg', en erfitt að komast þangað. Hamborgarinn kann að meta Blankenese. Um lielgar er þar margt um manninn, þegar vel viðrar. Og Siillberg er ekki ein- asti veitingastaðufinn, heldur úir og grúir af þeim, aðallega niður við ströndina og i brekk- unnm, auslan hvylftarinnar. En að Siillberg er best að koma. Það er og sögulegur stað- ur, og eins er þaðan besta út ■ sýnið. Það spillir ekki heldur til, að þangað kemur skársta fólkið, en sú orsök er til þess, að þetta er dýrasti staðurinn, og líka það, að þægilegt er að koma þang- að akandi. Sé farið í lest, eða ferju, þarf maðurinn að sveitast blóðinu til að komast þangað upp, sérstak- lega ef heitt er í veðrinu. Milli Altona og Blankenese er nær samfeldur skógur, en milli trjánna glittir i smáhallir, en sumar standa fram á árbalckan- um. Þar er gott að búa, en ekki fyrir allra pyngju. Og skógurinn er ekki fyrir almenning, lieldur tómir einka- garðar. Aðalsmaðurinn, sem gerðist sjóræningi. Við nefndum Störtebecker. Hann var af aðli, hár og digur, og ákaflega sterkur, ófyrirleit- inn, og þoldi drykkju hverjum manni betur. Hann fór ungur til Hamborg- ar, lagðist þar í óreglu og svall, drakk um nætur og lét einatt dólgslega. Var bæjarbúum illa við hegð- an þeirra svallbræðra, en létu þó kyrt. Brátt bafði Störtebecker sóað fé sínu. Tók hann þá upp kaup- lif sitt að nýju! Það yrði annað líf en það, sem hann hafði lifað til þessa .... nýtt hús .... stór blómgarður .... kona .... og hörn! Van Gogh hló. Það var bitur, liás hlátur — síðasti hláturinn. Klukkustund siðar félck hann heilablóðfall. Þegar læknirinn lcom, var miljónamæringurinn dáinn — miljónamæringur, sem ekkert varð annað en ólífrænn steinn, harður og miskunnar- laus. liöndlun í óleyfi ráðsins. Það vildu kaupmenn ekki þola, og var honum vísað úr bænum. í þann tíð voru sjóræningjar í Norðursjó og Eystrasalti, og voru nefndir Likedeler; þeir skiftu öllu fangi jafnt. Var Störtebecker velkominn í þeirra hóp, vann sig brátt upp og fékk skip til forráða. Um þær mundir átti Margrét drotning í erjnm við Hansa- kaupmenn og gengu þeir félagar á mála hjá henni, en er liún samdi frið, urðu þeir á burtu úr Eystrasalti og lögðust við Helgoland. Tóku þeir þar hvert kauplar. Þótti nú kaupmönnum ilt í efni, þNd búist var við landauðn í Hamborg, ef þessu héldi á- frarn. Víkingarnir teknir höndum og hálshöggnir. Gerðu þeir þvi út flota, og liét sá Simon frá Utrecht, sem fyrir var, en flaggskipið „De bunte Ko“. Fundust þeir við Helgoland. En um nóttina hafði einn róið á kænu til sjóræningja og helt bræddu blýi í stýrislamirnar á skipi Störtebeckers, „De dalle Hund“, og lét það ekki að stjórn, þegar til atlögu kom. Var nú liörð orusta og stóð í þrjá daga. Voru þá flestir falln- ir af víkingum, en þeir, sem uppi stóðu, móðir mjög og sár- ir. — Báru kaupmenn klæði á vopn þeirra og tóku böndum Störte- becker og 70 -vikinga. Voru þeir dæmdir til dauða og höggnir á Grasbook. Þar er nú gasstöð. Þetta var liið sama sumar og svartidauði kom út til Islands með Hval-Einari. En sögnin um Störtebecker lifir enn á Fríslandi, og er hann einskonar þjóðhetja þeirra, líkt og Robin Hood lijá enskum. Ganga uin liann ýmsar sögur. Kirkjugarðurinn frægi í Ohlsdorf. Nyrst í bænum er Ohlsdorf. Liggur það um 8—10 km. frá miðbænum. Þar er kirkjugarður griðar- stór og fallegur, og er hverfið þektast fyrir hann. Þegar komið er inn í garðinn, dettur fæslum í liug grafreitur, heldur skemtigarður með falleg- um götum, skuggsælum trjá- göngum og litfögrum blóma- beðum. Hér og Jiar glittir í líkneski og sleinvarða, og sé farið að rýna nánar í þá, sjást grafskrift- irnar. Er garðurinn frægur, og tal- inn meðal fegurstu kirkjugarða í lieimi. Kirkjugarður í Barce- lona og annar í Genúa, eru þó taldir fegurri. Þó munu sjálf- sagt vera fleiri, a. m. k. er þó þessi ekki tilkomumeiri en það, að ekki mætti gera betur. En þó kirkjugarðurinn sjálf- ur sé ekki áberandi, dylst eng- um, að þarna er grafreitur, því þarna er blómabúð í hverju húsi, og legsteinabúð í öðru hverju. en það, sem fyrst blas- ir við, þegar komið er út af brautarstöðinni, er útlán á —■ pípuhöttum. Hamborgarar eru hagsýnir menn. Þarna er lika sundlaug skamt frá. Er sandur þar í kring og grasbalar, en vatnið er hkt og í mógröf, nema þykkra. Þetta er mikið sóttur baðstað- ur á sumrin. Stendur liann rétt við ána Alster, og má komast þangað uppeftir á mótorferjum. Áin kemur upp nolckru norðar og rennur gegn um miðja Ham- borg út í Saxelfu. Er mjög fallegt víða i grend við ána og gott land, en það á Ilamborg alt, og liafa karlarnir smákeypt það fyrir slikk á liðn- um öldum. Þeir hafa jafnan verið kaup- menn góðir og forsjálir. Nú er þetta land eftirsótt. é' „Einvera“ stórborgarbúans. í grend við bæinn, aðallega norðan til, eru nokkur smá- þorp, sem nefnd eru einu nafni Walddörfer, og bera þau nafnið mcð réttu. Lítur helst út eins og húsun- um liafi verið drepið niður í náttúrleg rjóður í skóginum, en þó er alt vel skipulagt eftir nýj- Þegar lieræfingar voru haldnar í Þýskalandi síðast bar svo við, að brynvarin bifreið sat föst í feni, en á næstu grösum var umferða-cirkus, og var fíl beitt fyrir bílinn, og dró hann bílinn á þurt. Þetta gerðist nálægt Mellingburger i Schlesíu. Það er auðséð á svip hermannanna, að þeim hefir ekki þótt það verra, að fá þessa aðstoð. j

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.