Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 29.01.1939, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Ferill þessarar „eiturjurtar“ frá Eftir Indiánabygðum Suður-Ameríku Stefán til íslands. Þorsteinsson Nauðsjmlegasta fæðutegund vor og sú fæðutegund, er við vildum síst missa af borðum vorum, er án efa kartaflan. Séu leigi kartöflur á borð bornar með miðdegisverðinum teljum við liann litils virði. Það er þvi harla einkennilegt að gera sér grein fyrir þeim staðreyndum, að fyrir tiltölu- lega fáum árum var þessi auð- ræktaða og í dag sjálfsagða nytjajurt, mjög lítið þekt og enn minna notuð til manneldis. Fyr- ir rúmum 100 árum leit almenn- ingur liér á landi kartöflurnar illu auga og menn lögðu sér þær helst ekki til munns nema út úr neyð. Fyrir tveim öldum síðan voru kartöflurnar óþektar með öllu á Norðurlöndum og þó víð- ar væri Ieitað. Heimkynni kartöfluj urtarinn- ar eru ríkin Peru og Chile á vestui*strönd Suður-Ameriku. Það er talið, að Indíánarnir, sem bygðu l>essi ríki fyr á öldum, hafi starfað að jurtakynbótum á fleiri náskyldum viltum jurt- um af Náttskuggaættinni, sem enn í dag finnast þar um slóðir. Á þann liátt eiga þeir að liafa „uppvakið“ kartöflujurtina eins iog við þekkjum bana í dag. Hvort að Indiánamir lögðu sér kartöfluna til munns eða hvort það voru 'aðrir eiginleikar þess- arar jurtar, sem þeir höfðu á~ liuga fyrir, svo sem margvisleg- ir litir, eiturinnihald þeirra eða annað þessháttar, keinur fræði- mönnum ekki saman um. Það er talið, að kartaflan flytjist fyrst til Evrópu með spönskum landkönnuðum um 1560, þá til Spánar og Ítalíu. Árið 1584 flytst kartaflan til írlands. Það er noldaið deilt um það, hverjir hafi fyrst flutt kar- töfluna til írlands. Sumir halda þvi fram, að hún hafi flutst þangað frá Spáni, aðrir að liún sé þangað komin með breskum sjómönnum beint frá heim- kynnum sínum. Til Þýskalands flytst hún 1588 og nokkru siðar til Frakklands. Því fór fjarri, að almenning- ur tæki kartöflunni opnuin örmum fyrst i stað. Kartaflan á sér langa baráttusögu í Evrópu, og það líða ekki aðeins áratug- ir, heldur aldir áður en hún er viðurkend hin ágæta nytjajurt, sem hún er. Menn fundu henni margt til foráttu, en einkum þótti hún varliugaverð vegna þess, að hún var „eiturjurt“. Mönnum bar heldur ekki sam- an um það, liverra liluta jurt- arinnar ætti að neyta. Sumir liéldu þvi jafnvel fram, að það væri grasið, aðrir að það væri aldinin (fræin), og er varla að vonum, að það aumingja fólk, er lagði sér þessa jurtaliluta til munns hafi verið mjög hrifið. Það eru til margar sögur frá þessu útbreiðslutímabili kartöfl- unnar, og hvað sem sannleiks- gildi þeirra viðvíkur, þá eru sumar all-skringilegar og sjálf- sagt táknrænar frá þvi timabili. Það er sagt, að Friðrik mikli hafi liaft mikinn áhuga fyrir kartöflurækt. Sagan segir, að hann liafi látið rækta mikið af kartöflum á húgörðum sínum og úthýtt þeim siðan milli hænda. Hvatti liann þá síðan til þess að rækta og horða þær. En þar sem honum þótti árangur- inn ekki vera sem skyldi, lét hann kalla hændurna heim á bú- garðana og þröngvaði þeim með hervaldi til að snæða „eitur- jurt“ þessa. I Fralddandi mun hið opin- hera einnig liafa látið rækta kartöflur í sama augnamiði og Friðrik mikli lét gera. Segir sagan að þessari ræktun hafi lít- ill gaumur verið gefinn af al- menningi fyr en það snjalhæði var tekið upp að liengja upp skilti við garðana, sem á var letrað „Bannað að stela kar- töflum. Varið ykkur á hundin- um“ og annað þvíumlíkt. Fór þá fyrst að koma skriður á kar- töfluræktina í Frakklandi! Lengi framan af er kartöflu- jurtin fyrst og fremst ræktuð sem skrautjurt í þessum lönd- um, en úlbreiðslan virðist fyrst og fremst aukast i sambandi við styrjaldir, hungursneyðir og aðra óáran. Til Danmerkur flytst kartafl- an fyrst árið 1719, en það er þó ekki fvr en löngu seinna að kar- töfluræktarinnar gæti þar svo sögur fari af. Til íslands fluttust kartöflur árið 1759. Það var Björn Hall- dórsson prófastur i Sauðlauks- dal, er fyrstur varð til að flytja þær inn. Kartöflurnar komu ekki fyr en 6. ágúst um sumar- ið og varð því uppskeran sama og engin þá um haustið. Sira Björn fékk nýja sendingu 4. júni vorið eftir og góða upp- skeru um haustið 1760. Guð- laugur Þorgeirsson prófastur í Görðum á Álftanesi mun hafa verið næstur sira Birni í fram- takssemi með kartöflurækt. Eggert Ólafsson borðaði lijá lionum kartöflur haustið 1762, er þar liöfðu vaxið um sumarið og hefir það að líkindum verið þriðja sumarið sem sira Guð- laugur ræktaði kartöflur í Görð- um. Reynslan varð hér á landi sú sama og í öðrum löndum, kar- töflurnar þurftu tíma til að ryðja sér til rúms. Þó er sagt, að uin 1790 liafi kartöflugarðar verið við flesta bæi á Álftanesi. Þar mun áhrifa frá Thodal stiptamtmanni mest liafa gætt í þeim. efnum. Þeir Thodal og eftirmaður lians i embættinu, Levetzau, létu sér mjög ant um viðgang kartöfluræktarinnar liér á landi. Noklair skriður komst þó fyrst á kartöfluræktina hér á landi í hyrjun 19. aldarinnar. Var það sjö ára striðið (1807 —1814) og örðugleikar þeir, sem það hafði í för með sér, sem átti sinn þátt i þessu. Nú má svo lieita, að hvar sem komið er að bygðu hóli á Islandi séu ræklaðar kartöflur og þó ræktum við að eins einn þriðja af því, sem við þurfum að rækta — og neyta -— svo vel sé. Þannig hefir kartaflan farið sigurför um mestan hluta jarð- arinnar, og það er einmitt einn af hennar mörgu miklu kostum, eiginleikar liennar til að vaxa við hin óskyldustu gróðurskil- yrði. Kartöflur eru ræktaðar í nyrslu bygðum Noregs (70° u. hr.), þær eru ræktaðar í Norð- ur-Afriku. Þær eru rælctaðar jafnt i úthafs- sem meginlands- loftslagi. 1 Þýskalandi sér mað- ur að kartöflur eru ræktaðar í þurrum og næringarsnauðum sandjarðvegi, í Hollandi eru þær ræktaðar í hinum „feitasta m arsh-j ar ðvegi“. I ríki náttúrunnar er lcartöflu- jurtin ekki að eins æfintýrajurt, hún er sannkölluð undrajurt. ERROL FLYNN OG LILY DAMITA áttu sex vikna dvöl saman í París nú nýlega, en enginn getur lmeykslast á slíku, ]>ví að þau eru lijón. Eru þau komin heim til Bandaríkjanna og tekin til starfa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.