Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Orlög miljónamæringa * 5. Guðmaðurinn á jörðinni * sér í liöfðinu og horfði á kon- una einkennilegu augnaráði — eins og hann efaðist um, að hún væri með réttu ráði. Hann sat nú þögull um stund og hlustaði á andvörp konunn- ar, sem hann hélt að stafaði af því að hún hæri lif undir brjósti, og væri langt gengin. Loks, er roða tók af degi, sagði hann: „Það er komin dagrenning. Ællarðu til borgarinnar?“ Hann horfði á hana, þar sem liún sat og starði á úrið, án þess að lieyra spurningu hans. Hún horfðl stöðugt á stóra visinn. Klukkan var farin að ganga átta. Konan sat þarna eins og vofa — hreyfingarlaus, og mað- urinn var orðinn smeykur, en liann sat eins og' rígnegldur og heið þess, að eitthvað gerðist. Asninn var staðinn upp og far- inn að stappa í jörðina og narta i grasið meðfram þyrnigerðinu. Loftið var orðið rakt — bráð- um mundi fara að rigna. Asn- anum leið betur. En konan heyrði ekki til asn- ans né heldur virtist hún vita af nálægð mannsins, sem sat og góndi á liana. Hún hlustaði á úrið og horfði á það og heyrði ekki annað en tikk-takk, tiklc- takk, eins og slög síns eigin hjarta. KÍukkan var orðin yfir liálf átta og stóri vísirinn færð- ist upp — upp, æ ofar. Svipur konunnar var sem hún horfðist í augu við dauðann sjálfan. — Hún dró andann ótt og titt. Og' loks — skyndilega — ótrúlega skyndilega eftir þessar löngu kvalastundir — benti stórir vis- irinn á 8. Konan misti úrið úr liendi sér. Það féll óskaddað í skaut henn- ar. Hún skalf eins og lirísla. Hendur hennar titruðu eins og lauf í vindi og handleggir lienn- ar sem greinar trjánna, er stormurinn fer um skóginn. Hún staulaðist á knén, eins og í leiðslu, og úrið datt niður á torfgólfið. Hún fór að biðja. „Guð minn, miskunnaðu þig yfir liann, miskunnaðu þig yfir sál hans!“ Hún stóð lengi með spentar greipar og leit upp — og það var sem hún sæi í upphæðir. Svo stóð hún upp og tók pjönkur sínar og fór út úr kof- anum. Hún leit ekki við mann- inum. Hún smeygði sér gegn- um þymigerðið, þar sem asninn var tjóðraður, leysti hann, tók stafinn og hvatti asnann með honum. Maðurinn var kominn út og horfði undrandi á hana. Konan barði asnann áfram, eins og hann hefði unnið til Aga Khan stjórnar og ríkir. Á sinum tíma var hann forseti Þjóðabandalagsins og ávall mik- ið umtalaður maður. Æfintýra- legar sagnir hafa ríkt um þenna mann um langan tíma, eins og æfintýrasagnir úr 1001 nótt. Þjóðabandalagið hefir liaft marga forseta, t.d. liinn andríka Titulescu, liinn kæna og snið- uga Benesch, hinn sérkennilega Van Zeeland og fleiri, en enginn þeirra hefir gert kröfu til ann- ar, sem hann hugði stafa af háður og hverjir aðrir dauðlegir menn. Öðru máli skiftir með Aga Khan. Hann er sannfærður um guðlega köllun sína, og á meðan sjálfur páfinn í Róma- borg lætur sér nægja að vera aðeins fulltrúi guðs á jörðunni, gerir Aga Khan hærri kröfur. Hann er guð sjálfur, — á að giska ein milljón Indverja, svo- kallaðir Kohjanar, trúa því að svo sé, og guðleg tilbeiðsla um- ljómar nafn hans meðal þessa trúflokks. í musterum Kolijan- anna falla þeir fram á andlit sin fyrir framan Iíkneski Aga Kahn’s og biðja: „Hjálpa oss, þú mikli Aga, gefðu oss lieil- brigði og þrek, gefðu sjúkum lieilbrigði aftur, fyrirgefðu oss vorar syndir“ o. s. frv. Hinn þekti franski rithöfundur Maur- ice Barrés kom einu sinni á guðsþjónustu þeh-ra, án þess að vita að þetta var musteri Kohj- ananna. Þegar liann kom auga á likneskið, sem mannfjöldinn tilbað frammi fyrir hinu helga altari, gat hann ekki orða hund- ist og hrópaði: „Þetta er Aga Khan frá Ritzbarnum í París!“ hegningar. Maðurinn horfði á eftir þeim. En konan leit ekki um öxl. Hún vildi komast frá honum sem fyrst — af því að hann ætl- aði til borgarinnar, sem hún hafði flúið — til borgarinnar, þar sem þeir þennan morgun á slaginu klukkan átta, liöfðu hengt manninn hennar af því að hann hafði drepið félaga sinn, sem hafði reynt að stela henni frá honum. A. Th. þýddi úr ensku. Hans liátign Muhamed Aga Sultan Schah Aga Khan III. er maður andstæðnanna. Hann er guð á Indlandi en heimsmaður í París. Hann er auðugastur allra indverskra fursta, og þó er hann frábrugðinn þeim í því, að hann á engar landeignir. Tekjur sinar fær hann frá trú- arflokki sínum og vexti af fjár- fúlgum sem hann á víðsvegar á bönkum og í hlutabrbéfum. Ilann er eldlieitur æltjarðar- vinur, en þrátt fyrir alt einliver dyggasti vinur breska lieims- veldisins. Hann er beinn afkom- andi systur Múhameðs spá- manns og hann er Kahf Ismai- lia Múhameðstrúarmanna, sem að liöfðatölu eru um 70 milljónir. Fjóra mánuði ársins dvelur Aga Khan i heimkynn- um sínum, og enda þótt æsku- heimili lians sé i Persíu er aðal- trúarmusterið i Bombay. Þótt Aga Khan sé guð, má Iiann þó því aðeins ganga i musterið sitt að hann hafi áður baðað sig úr volgu ilmvatni í silfur baðkeri. Eins og áður er getið, er Aga Khan mikill vinur breska heimsveldisins, og í heimsstyrj- öldinni miklu varð hann þvi að% ótrúlega miklu liði, þar sem hann mun öllum öðrum frem- ur liafa haft áhrif á afstöðu Indverja til styrjaldarinnar og til alþjóðastjórnmála þeirra tíma. Og enn í dag beitir liann áhrifum srnum á indversk mál. Ilann er öflugasti andstæðingur Gandhi’s þar eystra og hefur alla tíð reynst Iionum erfiður þröskuldur í götu. Hann ann ættjörð sinni, ef til vill engu siður en Gandhi, en hann hygg- ur indverskum málum best borgið í góðri samvinnu og fullkominni vináttu við Eng- lendinga. Staða hans og metorð i breska heimsveldinu er lílca dæmafá. Englendingar vita hve mikils virði hann hefir verið þeim og kunna að þakka hon- um það. Það er vafasamt, að sú orða sé til í breska heims- veldinu, sem Aga Khan hefir ekki verið sæmdur. Þegar hann kemur til Englands er skotið úr fallbyssum honum til heiðurs. Konungarnir Edward VII., Ge- org V., Edward VIH. og Georg VI. töluðu við hann eins og jafningja eða vin. Og þegar Ge- org VI. var krýndur var Aga Klian viðstaddur sem lieiðurs- gestur. Hann var svo þakinn orðum og eðalsteinum við það tækifæri, að það sást varla í hann, enda skrautklæddastur allra þeirra, er þar voru staddir. En Aga Iílian hefir efni á að skreyta sig. Eignir hans nema 50 miljónum sterlingspunda og þó að Iianri lifi dýru og viðhafn- arsömu lífi, er liann samt að drukna i vöxtum og vaxtavöxt- um af hinum miklu auðæfum sínum. Aga Khan er meðalmaður á liæð með breiðar herðar og þreklega vaxinn. Augun ljóma skær en nokkuð háðsleg á bak við stór hornspangargleraugu. Úr öðru hvoru munnvikinu hangir venjulega vindill. And- litið er dökkbrúnt, en hárið livitt. Sviþurinn er gáfulegur, enda er maðurinn fluggáfaður, hann er prýðisvel mentaður og minni hans er einstætt. Aga Khan er afburða góður sögu- maður, þekkir sögu flestra vest- urálfulanda og dregur ályktan- ir af þeirri þekkingu, sem bera vitni um skerpu og framsýni. Ilann segist ekki ætla að deyja fyr en hann sé búinn að skrifa sögu Heimsstyrjaldarinnar —• og betur en áður hefir verið gert. Það ber öllum saman um það sem eittlivað hafa kynst Aga Khan, að slcemtilegri sam- kvæmismann sé ekki hægt að hugsa sér. Hann er með af- brigðum víðlesinn, man alt, veit alt, getur talað um alt milli himins og jarðar, um stjórn- mál, bókmentir, trúmál, lieims- speki, íþróttir, mataræði og ástamál. Hann er alúðlegur — næstum ástúðlegur i viðmóti, talar við alla sem liann sér, kynnist öllum, iðar af fjöri, er gamansamur og fyndinn og kemur öllum til að hlæja. Hann er samkvæmismaður og heims- maður. Fjóra mánuði ársins er hann guð í Austurlöndum, en hina átta mánuðina er hann maður í Evrópu, og það er engu líkara en að honum geðjist fult svo vel að því. Aga Khan er giftur — tvi- giftur meira að segja. En báð- ar konurnar eru evrópiskar og báðar kristnar. Sú fyrri var ít- ölsk pinsessa, en hún dó árið 1926. Sonur þeirra, Ali Khan, er tilvonandi Kalif Ismailia-mú- hameðstrúarmanna og það mun vera i fyrsta skifti sem Norð- urálfubúi getur rakið ættsínatil

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.