Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Síða 1
í Það var ekki fyr en á þessu herrans vori 1939, að e'g vissi að Raufarliólshellis væri að neinu getandi. Eg liafði að sönnu heyrt liann nefndan, en síðan ekki söguna meir. Og það var eins og hvert annað tilvik, að eg fékk að sjá þetta náttúruundur. Daginn sem siðasti árgangur- inn átti að fara til „Abessiníu“ í vor, þá var eg staddur niðri á vinnumiðlunarskrifstofu. Eg komst að því, að það mættu ekki allir, sem höfðu fengið kort, og endirinn verður sá, að eg komst í eitt skarðið. Eftir því sem e'g hefi komist næst, þá liefir verið skírt „Abessinía“ það svæði af Reykjanesskagan- um, sem liin nýja Suðurlands- braut á að liggja eftir. Nafnið sjálft er valið sem mótsetning við hina köldu en grasgefnu „Sí- beríu“, enda er „Abessinía“ al- ger andstæða. Iðrakvalir hennar og umbrot hafa svo að segja eytt öllum gróðri og lagt hann undir hramm hinnar köldu og þögulu hraunhellu. Einu ljósu blettirnir þama eru smáþorpin og hverirnir, sem eru eins og vinjar í þessu mikla hraunflaumi. Þarna, sem við voram að vinna, skamt frá Svínslæk í Ölfusi var ekki nema klukkutíma gangur í hellinn. Ekki gátum við samt fengið neinar upplýsingar um hellinn hjá fólkinu, sem bjó þarna í kring, en eánhverjir af árgang- inum á undan höfðu gengið í hann og í okkar flokki voru menn, sem höfðu lýsingar frá þeim og einnig var til kort, sem sýndi afstöðu hans. Ekki voru menn á eitt sáttir um að leggja í þessa för. Sum- ir báru við leti, aðrir skó- og orkusliti og enn aðrir töldu þetta beinan lífsháska. Þeir sögðu hættu á grjóthruni úr livolfi hellisins og svo gæti ver- ið kolsýruloft þegarinnardrægi, EFTIR IIALLDéR PÉTIJIISISOIV. sem gæti bráðdrepið menn. En við þessu kom einliver með þá hugspeki, að fylla vasa sína af súrefni, áður en inn væri farið og blanda svo þegar með þyrfti. Fyrra sunnudaginn, sem við vorum þarna fyrir austan, fóru svo nokkrir af félögum okkar i hellinn. Við, sem heima sát- um, fengum stór orð um leti, hugleysi og lífhræðslu. Þeir komu svo aftur um kvöldið með ýmsar minjar af grjóti, sem bentu til áð væru úr helli, og létu mikið yfir því, hve langt þeir hefðu geligið inn, en ekki sögðust þeir hafa komist í hotn. Við vorum ekki búnir að gleyma þeim stóru orðum í okkar garð, og hártoguðum frá- sögn þeirra á allan liátt og gerð- um grín að förinni. Alt var þetta þó í gamni, en samt ákváðum við nokkrir þá að ganga í hell- inn næsta sunnudag og slá þeirra för algerlega út. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og eftir mið- dag var ákveðið að halda af stað. En verst gekk fyrir sum- um að fá sig sæmilega skóaða. Hraunið er svo ilt fyrir skó- fatnað og vetlinga, að því trúir enginn, sem ekki he'fh' reynt. Það var hreinasta undur, ef vetlingar entust daginn í vinn- unni. — Eg var á lélegum gúmmístígvélum, enda þurfti eg að líma á þau á hverju kvöldi. Pétur Sigurðsson flokksstjóri bjó vel af lími og gúmmii, enda var oft brosað að ferðum mín- um þangað. Eg kom um líkt léyti á liverju kvöldi í braggann til hans og stansaði við rúm hans undurfurðulegur og sagði að nú þyrfti eg að líma. Þá hló Pétur og rétti mér það sem þurfti. Auðvitað sagðist eg eiga nóg af þessu fyrir sunnan og vís væri borgun hjá bónda. En nu man eg að þetta er ógert, enda Pétur ekki eftir því gengið og mér er það náttúrlega ósárt, vegna þess, hve hann liló mik- ið að vandræðum mínum. Nú náði eg mér í tréldossa af fé- laga mínum, sem fór suður kvöldið áður. Við höfðum með okkur snæri, ef til mælinga kæmi og 3 gasluktir. Einnig höfðum við stafi í höndum, svo ferðin minti ekki lílið á ísraels- me'nn, er þeir gengu út af Egiptalandi. Nú höfðum við einn með, sem hafði farið þetta áður, svo ekki þurfti að óttast villu. — Ferðin sóttist sæmilega, en alt var í fangið, svo skóbúnaður og hiti hleypti út á okkur svitan- um. Við tróðum ýmist sandinn eða hraunið, því ekki steyttum við fót okkar við gróðri. Eftir því sem ofar dregur eykst út- sýnið og okkur opnast sýn yfir suðurhluta Reykjanesskagans. En sýnin er hara hraun, hraun og aftur liraun, og kringum þessa hraunskellu glitrar sjór- inn eins og silfurspöng. Hugur- inn dregst að þessari ógnar eyði- leggingu,isem manni finstaðliafi átt sér stað hér, — en hver get- ur dæmt um hvenær móðir náttúra er að eyðileggja eða byggja upp? Alt er á breytilegri hringrás, breytingin er lifið sjálft, án hennar væri það ekki til. Þó er ekki hægt að slíta hug- ann frá því, hvað hafi verið hér undir. Hafa kátir lækir hoppað hér áður í skógivöxnum gilj- um og leyst tungur elskendanna úr læðingi ? Hafa lítil börn, með sólskins- hros og silfurskæra hlálra, ver- ið hér að leikjum, eða hafa ein- hverjir átt alla sína liamingju og framtíð undir þessari þungu hellu? Vertu ekki svo heimsk- ur að spyrja, þú færð engin svör. Heilabrotin geta bara komið þér til að misstíga þig, eða falla ofan i hraungjótu og brjóta þín eigin bein. — Eg kalla í fararstjórann og spyr hvort þetta fari nú ekki að stytt- ast, og hann bendir mér á nokkra hraunhóla, sem eru að koma fram. Til skýringar á legu hellisins skal tekin liér upp grein úr Ársriti Ferðafélagsins 1936. „Raufarhólshellir er í Eld- borgarhrauni austan Torfudals- lækjar, skömmu áður en hraun- inu fer að halla að marki niður að Ölfusi, um 3 km. í norður af Vindheimum. Hellirinn er tals- vert vandfundinn. Er hann nær vestri brúninni og segja nokkr- ir hraunhólar til um legu lians. Er einn hólanna hæstur, en rétt norður af honum er annar minni með vörðu á, og í þeim hól sunnanverðum er op hellis- ins.“ Alt kemur þetta lieim. Hóll- inn með vörðunni kemur fram og von bráðar stöndum við hjá hellisopinu. Það er ekki frítt við að það grípi mann ónotakend, við að eiga nú að stinga sér nið- ur í iður jarðarinnar. Hellisopið er stórt og stórgrýtt, en ekld vinalegt. Grjótið í loftinu sýnist hanga eins og það sé altaf til- búið að falla niður, — og ham- ingjan hjálpi nú þeim, sem fá þá smábita í líkamann. En nú er of seint að snúa aft- ur, og inn er haldið, hvað sem við tekur. Nokkrum tugum metra inn af hellismynninu eru tvö göt eða raufir á þakinu, með dálitlu millibili og af þessu dregur hellirinn nafn sitt. Niður af þessum raufum myndast há- ar snjósúlur í hellinum. Þarna fremst er næg birta, bæði af snjónum og ljósinu, sem kemur niður um raufirnar. Þessi hluti hellisins, eáns og víðast, er afar stórgrýttur og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.