Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞORSTCINN SVISS Alpabúinn lifir mest á nautgriparækt. í dölum og hlíðum Alpafjall- anna er kvikfjárrækt aðalat- vinnuvegurinn og nautgripa- rækt sérstaklega. Nokkur iðnað- ur er stundaður hingað og þangað, þár sem vatnsafl er nóg og orkustöðvar hafa verið reist- ar. I fjölsóttari fjalldölum lifir fólk mikið á ferðamanna- straumnum. í svissneslcu Ölp- unum eru uin 800.000 íbúar, þar eru engar borgir, heldur aðeins smábæir og þorp eða einstök bændabýli, en uppi til hlíðanna eru selin. Samgöngur. Samgöngur í Alpafjöllunum svissnesku hafa tekið afar miklum framförum á síðustu öld og það sem af er þessari. Hver einn og einasti afdalur landsins hefir góðan akfæran veg, og járnbrautir liggja í þétt- býlinu. Milli helstu fjallgarð- anna liggja skörð, flest frá 1800 —2500 m. yfir sjó, mörg þeirra hafa akfæra vegi og sum jafn- vel jánbrautir, annaðhvort und- ir eða yfir fjöllin. Þektust þess- ara fjallskarða eru: Stóra St. Bernhardsskarð, Lukmanier, St. Gotthard, Simplon, Albula og Bernina. Þesgar ágætu sam- göngur hafa skapað megin- möguleika lil þess, að Sviss varð iðnaðar-, ve'rslunar- og ferðamannaland. Júrafjöll. Heimkynni úranna. Júrafjöll ganga í næstum 400 km. löngum boga frá norð- austri til suðvesturs, eða frá Basel til Genf, norðan frá Rín og suður til Rhónu. Hæstu hæð sinni ná þau innan frönsku landamæranna í Cret de la Neige, 1723 m., en meðalhæð Júrafjallanna er um 740 m. yfir sjó. Júra þýðir skógur eða skógivaxið fjalllendi, enda eru þau öll skógivaxin með fjölda dala og nokkrum ám eða lækj- um, sem víða liafa grafið sér djúp gljúfur i ge'gnum fjölbn. Þau eru fellingafjöll mynduð úr kalksteini, hvítleitum eða gulum á lit, en vegna þess hvað kalkið dreklcur vel i sig vatn, hafa fjöllin skorist tiltölulega lítið í sundur og sýna á stórum svæðum upprunalega byggingu sína óhaggaða. Þykja þau þvi eitthvert ágætasta sýnishorn, sem til er um jarðlagafellingar. JÓSEFSSON: LAID OG ÞJÓÐ Vegna þess að kalksteinninn drekkur í sig sérstaklega mikið vatn, er yfirleitt vatnsskortur í fjöllunum, þvi þær ár eða lækir sem um þau falla, eru altof strjál til að fullnægja vatnsþörf- um íbúanna. Verða þeir að safna rigningarvatni af þak- rennum húsanna í geyma, og er það eina vatnið, sem sumir þeirra hafa. Ilinsvegar gefur vatnið jarðveginum og gi’óðrin- um nægan vökva. Stærsta vatns- fall Júrafjalla heitir Doubs, það lcemur upp Frakldandsmegin i fjöllunum, fellur ýmist á landa- mærum Sviss og Frakklands eða alveg innan landamæra annars hvors landsins, þangað til það fellur að lokum yfir til Frakklands og rennur i Rhónu. Á ísöldinni mynduðu Júra- fjöllin nokkurskonar vegg eða vamargarð gegn frekari ís- straumum til veslurs. En jökl- arnir liafa á þessu tímabili hor- ið mikla jökulleðju vestur í dali fjallanna og myndað þar mik- inn og góðan jarðveg. En gróð- urinn takmarkast samt af veðr- áttu og loftslagi, sem er hvort- tveggja í senn svo rakakent og kalt, að akuryrkja þrifst þar illa. Ársúrkoma hefir sumstað- ar mælst þar yfir 200 cm. og vetrarkuldar komast upp í —r- 40° C. Á veturna hvíla þar djúpar snjóbreiður, sem ekki þiðna fyr en tiltölulega seint á vorin og þurfa til þess mikið hitamagn. Aðal atvinnugreinar íbúanna eru kvikfjárrækt, þar á me'ðal mesta hrossarækt, sem til er í Sviss, viðarhögg og iðnaður, einkum úragerð. Landslagið er víðast hvar til- breytingarlítið og fábrefytt. Það eru löng dalverpi með einstök- um bændabýlum eða þorpum, grasgrundum, skógivöxnum hlíðum og ásum, en gjörsneydd öllu útsýni nema til ásanna í kring. Þannig er hægt að ganga í Júrafjöllum dag eftir dag, án þess að sjá nokkuð annað en endurtekningar hins sama land- lags aftur og aftur. Helsta til- hre'ytingin er það, þegar kletta- snasir gægjast fram úr skóg- lendinu, því þær eru hvítar á lit, og mörg gljúfur, sem læk- irnir hafa grafið gegnum þessi hvítu fjöll eru mjög hrikaleg og rómantísk. Það er einnig mjög fagurt að lcoma upp á fjall- hryggi þá er austast liggja og næst hásléttunni, því þaðan eíi' útsýni suður til Alpafjallanna og suður yfir láglendið, óvið- jafnanlegt. I Júrafjöllum er nokkuð af þorpum og’ smábæjum, en ekki nema ein stórborg. Það er Basel, með 150.000 íbúa, önnur stærsta horg í Sviss og þýðing- armikil, sem verslunar-, sam- gangna- og iðnaðarborg. Þar eru og einhver bestu listasöfn landsins og þar var fyrsti há- skóli Svisslendinga stofnaður. Aðrar helstu borgir í Júrafjöll- um e'ru: Neuenburg, liáskóla- hær með 23.000 íbúa, Biel með 38.000, La Chaux de Fonds með '35.000 og Le Locle með 13.000 ibúum, alt úraiðnaðarborgir. Landið milli Júrafjalla og Alpafjalla. Hásléttan svissneska er í raun réttri ekki slétta, heldur hæða- land, og er þessve'gna oftast kölluð millilandið. Það liggur á milli Júrafjalla og Alpafjalla og milli Genfervatnsins og Boden- vatnsins. Það er rúinlega 12500 ferkm. stórt, meðalhæð þe'ss yf- ir sjó er 570—580 m., en hæstu hæð sinni nær það á fjallinu Napf, sem er 1411 m. hátt. Á liásléttunni hefir sjórinn síðast fjarað út, hefir legið þar fjörður og síðar geysistórt stöðuvatn löngu eftir að Júra- fjöll og Alparnir hófu sig upp úr sænum. Þetta stöðuvatn hef- ir smám saman þornað upp og hafa fundist þar leifar af krókó- dílum, nashymingum, fílateg- undum, svo og pálmum og fleiri suðlægum gróðri. Á ísaldatíma- hilinu liafa jöldarnir eins og fyr segir horið þangað sand og jök- KLERKURINN KOM TIL AÐSTOÐAR. John Naumo, glæpamaður i New York, faldi sig fyrir lögreglunni í búð nokkurri, og hótaði að skjóta gömul lijón er þar voru, ef lögreglan bryti upp íbúðina. Klerkur af nafni Quinn bauðst til þess að, fara inn og tala um fyrir Naumo og varð árangurinn sá, að Naumo gaf sig lögreglunni á vald. (Quinn í neðri hringnum,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.