Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ daginn sjáum við álengdar votta fyrir efsta hnjúknum á hinu annálaða eldfjalh, Mont Pelées. Fram undan er Martinique, í allri sinni suðrænu dýrð og við erum komnir að takmarki í þetta sinn. Við léttum akkerum í höfn höfuðborgarinnar, Fort de France. Bærinn liggur við skeifumyndaða vík. Á hjöllum, upp um fjallshlíðina eru fögur skrauthýsi og byggingar í kast- ala-stíl. Efst, á klettahillu, er mikil bygging, likust klaustri eða gömlu virki. Síðar er okkur sagt, að þetta sé klaustur. Þegar læknis- og tollskoðun er um garð gengin, færum við skipið inn í kolakvína. Hún er gerð eins og venjuleg þurkví. Og þegar búið er að koma skipinu fyrir, eins og það á að liggja, eru bryggjur á bæði borð. Tíu viðamiklir landgangar, fimm á hvort borð, eru lagðir út i skip- ið. Affermingin fer hér fi’am með sama hætti og tíðkaðist á dögum Kólumbusar, og um hana mætti skrifa sérstalcan kapítula. Ef einliverjir skyldu halda, að þessar sólbrendu stúlkur hér niðri við miðjarðarlínu, geri lítið annað en að sitja einhvers- staðar í forsælu, undir vaggandi pálmum, syngjandi og spilandi á gítar „húla-húla“, þá verða þeir að endurskoðaþáhugmynd. Því að senniíega er hvergi lögð á konuna jafn erfið vinna og hér (Kína og Sovét-paradísin eru þó undanskilin). Það er sem sé kvenfólk, frá tíu ára til sex- tugs, sem á að afferma þessi 5500 tonn af kolum, sem við höfum innanborðs. Kolunum er lyft upp úr lestunum með vind- um skipsins, en þeim er helt á þilfarið og þar er þeim mokað í körfur, sem svertingastúlkurn- ar bera síðan á höfðum sér á land. Frá því klukkan sex á morgn- ana og til klukkan sex á kvöldin halda þessar fylkingar áfram, viðstöðulaust, að bera á land kolakörfur, sem eru um tuttugu og fimm kíló. Fyrir hverja körfu, sem þær koma með í land, fá þær ofurlítinn málm- skjöld, sem þær svo að vinnunni lokinni fá vinnulaunin fyrir. Hér er ekki að ræða um átta tíma vinnudag og er hér ekki heldur neinn atvinnuleysisstyrk- ur. Það er þessvegna ekld um annað hugsað, en að halda á- fram og vinna meðan nokkra vinnu er að fá. Og nú spyr einhver: hvað gera karlmennirnir? Þeir sinna vindunum eða þá að þeir eru verkstjórar. Þeir eru ósparir á að reka á eftir kvenfólkinu, þegar þeim finst seint ganga og þeir eiga það þá til, að sparka í afturskutinn á þeim, ef svo vill verkast. Eftir þvi, sem skipið hælckar á sjónum, verða landgöngu- brýrnar brattari og kolabyng- irnir liækka þá líka. Og það er næstum því óskiljanlegt, livað kvenfólkið seiglast þetta, í þeim steikjandi hita, sem þarna er á degi hverjum. En þær eru æfð- ar í þessu frá bernskuárum, og eru jafnan syngjandi og æpandi við vinnuna. En maður venst þessum liávaða smám saman, þegar maður þarf að hlusta á liann dag eftir dag, og loks finst manni, að svona eigi þelta að vera. En þó má öllum ofbjóða. Einn daginn, er við sátum að miðdegisverði, heyrðum við þvi- líkan óskapa atgang, að langt keyrði fram úr því, sem venja var til. Eg gekk fram í dyrnar á borðsalnnm, til þess að athuga, hvað um væri að vera. Og naumast er liægt að lýsa þeirri sjón, se'm þar gaf að lita. Slikt verður maður að sjá með sínum eigin augum. Á þilfarinu hafði tveim þess- um gullhrúnu Evudætrum lent saman, og þær slógust svo heift- arlega, að hárflygsurnar og fatatætluniar flugu um höfuð þeim eins og skg2ðadrífa. Allar hinar stúlkurnar voru æpandi og hlæjandi, svo að manni datt ósjálfrátt í hug, að maður væri kominn í eitt meiriháttar hring- leikahús. Fagnaðarlæti áhorf- endanna voru óskapleg, því að báðar voru stúlkurnar vel vaxn- ar og um tvítugt. Eftir all-langa viðureign, fóru leikar svo, að önnur stúlkan stakst á liöfuðið i kolabynginn á þilfarinu og lá þar rótlaus, en liin týndi saman það, sem liún fann af fataræflum sínum, í mestu rólegheitum, batt það ut- an á sig einhvernveginn, tók gríðarstóran kolahnullung og lyfti honum upp á liöfuð sér og tölti í land. Að stundarkomi liðnu reis hin á fætur, og þar með var þessum sjónleik lokið. Gekk nú hver til sinna starfa og alt komst í samt lag aftur. Þegar eg spurði verkstjórann að því síðar, hver orsökin hefði verið til þessa bardaga, sagði hann mér, að stúlkurnar fengju einn málmskjöld fyrir hverja kolakörfu, sem þær kæmu með í land, en fyrir hvern vænan kolalinullung fengju þær tvo skildi. Þessar stúlkur hefðu orð- ið ósáttar um kolahnullunginn, sem við höfðum svo síðar séð aðra þeirra fara með í land, og út úr þvi liafði slagurinn orðið. Þetta var engin nýlunda þama. En segja mátti um það, að þarna væri lítil ástæða og mikl- ar afleiðingar. Það er laugardagskvöld, og lielgarinnar eigum við að fá að njóta i ró og friði, en það er ó- vanalegt til sjós. Landkrabbarn- ir liafa frí 52 sunnudaga á ári liverju, en hjá sjómanninum líða oft 52 sunnudagar á miHi þess, sem hægt er að segja, að liann hafi frí. Hann hlakkar þess vegna meira til slíks dags, en landmaðnrinn. Piltarnir fara í land, kátir og keikir, og fremstur er i flokki kola-„lemparinn“, stúdentinn, sem auðvitað langar til að spreyta sig á frönskunni. Seinna um kvöldið bregðum við okkur í land, skipstjórinn og eg, til þess að lireyfa okkur ofurlítið. Þegar við komum út fyrir skipakvíarhliðið, ávarpar okkur brosandi hlámaður á hreinni dönskn: „Góða kvöldið, landar!“ segir hann. En við er'- um honum ekki öldungis sam- mála. Hann fullyrðir að hann liafi verið á St. Thomas og lært dönsku í skólanum þar. Það væri því ekki um það að villast, að við værum landar. Þvi að það var hans sannfæring, að allir Norðurlandabúar væru Iandar. Ef liann hefði verið Eskimói, þá er liugsanlegt, að við hefðum orðið á eitt sáttir. Því að Grænland er þó að minsta kosti norskt land. En þegar við vorum búnir að af- þakka tilboð lians um að sýna okkur þá staði, þar sem væru stærst glösin og fallegustu stúlk- urnar, yfirgaf hann okkur, fá- einum sentum ríkari. Hann hafði þá náð tilgangi sínum. Það var hér, eins og annars- staðar í hafnarhorgum, að sjó- mannaknæpurnar voru með- KÓRÓNAN Á ÞINGHÚSINU í OTTAWA. Kóróna þessi er eftirlíking á krýningarkórónu Georgs VI. Bretakonungs. Eftirgerða kórónan er 17 fet ensk á hæð og 1200 pund á þyngd. Hún var ljósum prýdd á kvöldin.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.