Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 CHARLES LINDBERG hefir nú tekið \áð stöðu í ameríska flughernum. Með honum er gamall félagi hans, James Pate undirforingi, sem eitt sinn bjarg- aði lífi hans. fram allri höfninni, eins og perlur á bandi. Ákaflega girni- le nöfn blasa við sjónum okkar: Lúna Café, American Bar, Ab- sinth House, Uncle Tom Inn, The Seventh Heaven og ýms fleiri. Og sjá má það líka þarna, að vér Norðmenn komum viða því að þarna sjáum við með ljósstöfum: „Café le petit Nor- vége“. Vér erum taldir meðal þjóðanna, — það er ekkert efa- mál. Fyrir dyrum úti og í glugg- unum sitja hálfgamlar, uppmál- aðar konur. Þær eru beitan. Reköld, sem skolað hefir á land þarna, frá hafnarhorgum Ev- ópu og Ameríku. Hás glym- skratta-músik berst út um dyrn- •ar á einni knæpunni, um leið og við göngum fram hjá. Gamall „slagari“ — „My Isle of Golden Dreams“ heitir liann vist. — En hvar eru knæpugestirnir — sjómennirnir? Við sjáum ekki betur, en að mannlausar séu allar knæpurnar. Þetta var ekki svo fyrrum. En alt breytist. Við höldum áfram upp göt- una. Orgeltónar og sálmasöngur berst út til okkar, úr litilli upp- Ijómaðri kirkju. Inn um opnar dyrnar sjáum við fólkið krjúp- andi á bæn. Við nemum staðar andartak og hlustum. Hvorugur olvkar segir neitt, en við hugs- um. — Og við höldum áfram. Nokkru ofar í bæn- um berumst við inn í all- stóran skrúðgarð. Á grasbala er reist tjald. Það er hringleika- flokkur í borginni. „Grand Cir- cus Tropical“ er skráð með stóru letri yfir dyrunum. Svipu- hvellir og sagþefur hefir altaf haft aðdráttarafl, svo að við förum inn. „Grand Galla Higli- Life“-sýningin stendur sem hæst. Allir skipverjarnir okkar sitja í „betri sætum“ og virðast skemta sér ágætlega. Ekkert til- efni er til þess, að vera að skrifa heim um það, sem við sáum þarna. í stað hestanna voru hafðir múlasnar og einn gam- all asni. — Og i stað hinna venjulegu og þaulæfðu „hunda- slagsmála“ var okkur sýndur hanaslagur. En á því, hve mik- ill var og hávær áhugi áheyr- enda á þessum leik, þóttumst við skilja, að um hann hefðu farið fram veðmál. „Risa- kvendi“, sem var álíka fyrir- ferðamikil um mjaðmir og gamall bruggaraklár, gekk um á meðal áhorfenda og seldi bréfspjöld með myndum af yndisleik sínum. Loks tók þessi dýrð enda, — en alt fanst okk- ur það heldur hragðdauft. Og við förum aftur út á skip. Heitan og ógeðfeldan stækju- þef leggur frá borginni út á höfnina. Við sjáum smátýrur í þúsun,datali. Það eru eldflug- urnar. Pöddur, engisprettur og allskonar kvikindi önnur, kvaka og suða í sífellu og minna okk- ur á það, að nú er nótt í hita- beltinu. Á sunnudagsmorgun förum við í biltúr. Við höfum með okkur körfu, fulla af smurðu brauði og fáeinar ölflöskur, — og ísmola höfum við í fötu. Við förum upp í bifreið, sem ekki er alveg af nýjustu gerð, og bif- reiðarstjórinn er blámaður. Vegurinn liggur í bugðum upp brekku, ekki ýkja bratta. Og svo glæfralega er eldð, að við eigum fult í fangi með að lialda oklcur í sætunum. Þessir blökkumenn eru slíkir ökufant- ar, að eg er altaf hræddur við að liætta lífi mínu í hendur þeirra. Vélstjórinn olckar, sem situr fram í hjá bílstjóranum, og sem altaf er eldrauður í framan, eins og nýfægður kop- arketill, er farinn að skifta lit- um, — og nú færist hinn ljós- græni litur vonarinnar yfir and- lit lionum. Þegar eg spyr liann, hvort hann vildi nú ekki held- ur hafa uxa fyrir vagninum, hreytir hann út úr sér á milli tannanna: „Haltu kjafti!“. Okkur er lítið tóm gefið til þess að athuga náttúruna á þessari Ásgarðareið. Vitringarn- ir eru að rifast um það, hvar Eden muni hafa verið. En það er eklcert þvi til fyrirsöðu, að sá fagri garður hafi einmitt verið á þessum slóðum, ef það er undir gróðrinum komið. Og hér e'r bæði slangan og Eva. Við förum langa leið i bifreið- inni og komumst oft í hann krappann, en loks er numið staðar, þar sem ætlað var. Við erum komnir það hátt, að við sjáum vítt yfir, en í fjarska gnæfir Mont Pelée hátt við loft, eins og ferlegur minnisvarði um þjáningar og dauða fjölda fólks. Umhverfis gíginn er þykt liraunlagið, með gjám og sprungum, en neðar tekur við skógurinn og loks rennur alt saman í eðlilegt og fagurt lands- lag. Við veginn, þar sem við námum staðar, er stakur, hrör- legur kofi. I dyrunum stendur negrakona með barn á liand- leggnum, en á hlaðinu liggur svartflekkóttur göltur mókandi. Tveir allsberir krakkar koma hlaupandi og stara á okkur. Við búum um okkur á hjalla, þar sem útsýni er til hafs. Fyrir neðan okkur er Karaibiska haf- ið, óendanlegt og blátt. Norð- austan golan ýfir bárufaldana, og með strandlengjunni er hvít brydding, þar sem sjórinn sleik- ir fjöruna. Lítil slconnorta með hvítum seglum kemur fyrir höfðann og slagar inn vikina, fyrir neðan okkur. Skamt undan landi er litil ey, —- hún er eins og draumaland. Golan vaggar pálmunum með- fram hvítri sandströndinni. Þarna væri tilvalinn staður fyr- ir nýjan Róhinson Krúsó — og frú. Þegar ismolinn okkar er bráðnaður og ölflöskurnar tæmdar, leggjum við af stað til borgarinnar aftur. Þó að öðru hvoru snerti ekki veginn nema tvö vagnhjólin, komum við til skips óskaddaðir. Nú heyrast engin kvennaóp og ekki heldur vinduskrölt, og við siglum skip- inu út úr kvinni og leggjum því á höfninni. Almanakið segir, að nú sé 19. desember, og nú líður að jólum. Við fáum skipun um að fara til Progresso í Mexikó, og það þýð- ir það, að jólin verðum við að halda í hafi. Á afturþiljum eru tveir smá- grísir hrínandi og á bátaþilfar- inu spranga fjórir kalkúnar. I kæliklefanum er geymt ofurlít- ið grenilré og síðast en ekki síst eigum við kassa, fullan af jólapökkum, frá norska sjó- mannalrúboðinu. Enn verða jól hjá okkur að þessu sinni, þó að hitamælirinn sýni 40 stiga hita í skugganum. MILLI SVEFNS OG VÖKU. Lýsing Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar. Jón frá Grunnavik Ólafsson segir frá því einliversstaðar, að þegar „Þorvaldur á Sauðanesi í Vöðlasýslu var að lcveða rimur af Gunnari á Hlíðarenda og hönum þótti sagan eigi vel út- skýra hans skapnað og yfirlitu“, þá hafi Gunnar vitrast „lionum á milli svefns og vöku.“ Þá kvað Þorvaldur þessa vísu, sem hann lét standa í rímunni: Andlitsfagur, augnablár, ásján fegurðin vafði, réttnefjaður með rauðgult hár, rósir í kinnum hafði. Þorvaldur þessi var uppi á 17. öld.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.