Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.09.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ verður að fara með mestu varkárni. Þarna fyrir innan tekur við sá hluti, sem eg vildi nefna töfrasalinn. Allur þessi hluti er þakinn silfurgljáandi íssúlum, stórum og smáum, sem eru lík- astar flöskum í laginu. Við birtuna, sem kemur ofan um raufina á hellisþakinu, glitr- ar þetta alt í æfintýraljóma, sem minnir á höll Aladdins. — Þessar íssúlur myndast af vatni, sem drepur ofan um hellisþak- ið. — Eitt er ótahð, við þessar súlur og það er það, að þær eru fullar af ísköldu, ljúffengu vatni. Það þarf því ekki annað en slá stútinn af til að geta sval- að þorsta sínum. Eg held að þetta vatn mynd- ist þannig, að ísinn bráðnar fyrst við steininn, sem súlan situr á, og hún smá holist svo innan upp eftir. Það er ekkert spaug, að staulast yfir þenna hluta liellisins og menn verða að nota jafnt henduí og fætur og ekki vil eg eggja menn á að fara það á klossum, því eg hefi reynslu í þvi efni. — Þegar íssúlunum sleþpir tekur við hið myrka Ginnungagap. Við kveikjum nú á gasluktunum og höldum svo áfram ferðinni. — Ekki batnar við það, að ganga við ljósið, nema helst fyrir þá, sem lialda á luktunum. Allur hotninn er þakinn stórgrýti, sem hefir fallið niður úr hvolf- inu og vatnið fellur jafnt og þétt, gerir grjótið sledpt og okk- ur gegnblauta. Þar sporðreis steinn með einn okkar og hann slær luktinni við svo hún kemst í ólag og Ijósið sloknar. Hún er svo skilin eftir á auðþektum stað og á að takast í bakaleið- inni. Nú er enginn smeykur við grjótlirun, því við sjáum svo ó- glögt upp í hellishvolfið. Það er liátt til lofts og við getum ekki gert okkur grein fyrir því, hvað það muni vera margir metrar. Breiddin er nokkuð lík víðast hvar. Við mælum hana á einum stað og þar er liún ca. 13 m. Við göngum oftast í 2 flokkum sitt með hvorum vegg, því þar er helst eitthvað merki- legt að sjá. Veggirnir eru gár- óttir og bera merki þess, hvern- ig hraunflóðið hefir heljað fram. Á þeim eru viða sillur, hillur og skápar. Þegar hraunið hefir kólnað, þá hefir síðast dropið fram af þessum hillum, og þar hefir svo hraunleðjan storknað í ótal kynjamyndum. Eitt aðaláhugaefni gestanna er að ná í eitthvað af þessu til minja. En gallinn er sá, að þetta þarf að brjóta af með gætni. I þess stað er sýnilegt að þetta hefir verið baríð niður og eyði- lagt, svo erfitt er að fá þar góða gripi. Eg var svo heppinn, að finna uppi á liillu úti í horni sldnandi fallegan hraunkarl. Hann hafði leynst fram í gegn- um aldaraðirnar sem einvaldi á hillunni. En nú var hans veldi lokið, en mörg högg og stór þurfti eg að greiða honum með stafnum mínum, áður eli hann hné að velli. Sumstaðar voru hraunpípur, en þeim var erfitt að ná heilum. Áfram er haldið klofandi og hnjótandi yfir götur og stór- grýti, engin glæta nema af ljós- unum og vatnið drýpur i sífellu. Við höfum sterkan áhuga á að rannsaka alt, sem við getum og það heldur öðrum hugsunum frá. Annars hefir maður það á tilfinningunni, að það er eitt- hvað fjarrænt og jafnvel ömur- legt að krönglast þarna áfram í iðrum jarðarinnar utan allrar ljósglætu nema þeirrar, sem lugtin veitir okkur. Eg vil reyna að sjmgja og upp í hugann skýt- ur vísubroti úr einhverju æfin- týri eða tröllasögu og nú kyrja eg fullum liálsi: „Leiðist mér að liggja hér í Ijótum helli“. — Syng eg í rauninni svona illa; eg fæ ónotakend, þegar söngur- inn bergmálar aftur í eyrum mér svo að eg fæ enga löngun til að taka lagið aftur. Nú komum við að spýtu, sem hefir verið skorðuð á milli steina og leiðsögumaður segir, að hingað liafi þeir komist síð- ast og sigurreifir göngum við yfir merkið. Á sumum stöðum í liellinum hefir myndast geysi- legt grjótlirun, svo fara verður upp og niður snarbrattar brekk- ur. Lengdarmælingu gátum við ekki framkvæmt, enda er hún erfið nema þá með sérstökum tækjum. Innarlega í hellinum sýnist hafa verið gerð tilraun til mælinga, því þar var á löngu svæði mjótt garn, sem hafði verið rakið niður. Á að giska liggur hellirinn að mestu í sömu stefnu. Það eru að vísu á hon- um krókar og bugður, en þær virðast koma hver á móti ann- ari. Þegar komið er inn um % af hellinum, þá er hann greiðfær- ari og stórgrýtið minna í botn- inum. Loftið ei- alltaf jafngott, svo enginn þarf að grípa til súr- efnis úr vösum sínum. Loftið markaði maður á því, að það var ekki sýnilegt að það hefði nein deyfandi áhrif á ljósin. 1 insta hluta hellisins eru 3 afhellar, víðir og breiðir, en all- ir stuttir. Yið gengum þá alla til enda og aðra króka eða kima gátum við ekki fundið svo telj- andi væru. Á einum stað fundum við einkennilegt náttúrusmíði, sem við nefndum skorsteininn. Það var ferstrendur steindrangi, sem er í hellisveggnum og litið ber á nema við nánari athugun. Kantarnir, sem út vita, eru svo réttir og eggsléttir, að maður undrast að finna slíkt á þessum stað. Uppi þar sem ekki næst til, er eins og glitti í op. Hamingjunni sé lof! Þar er- um við komnir í botn, um það eru allir sammála. í axlarhæð frá botninum er þröng renna í berginu, þar sem hraunið hefir siðast seitlað fram áður en það storknaði. Nokkrir af okkur klifra þar upp, en það er ekki liægt að komast inn vegna þrengsla. Þarna eru ótal figúr- ur í hvolfi rennunnar, en við náum engri óskemdri. Gólfið er svo að segja slétt á litlum bletti allra inst og í þvi eru ótal skálar og bollar, stærri og smærri, fullir af vatni, því hvergi lekur meira en þarna. 1 rennuopinu eru 1 eða 2 pappírs- miðar, sem eitthvað hefir stað- ið á, sem nú er ólæsilegt, önn- ur merki um mannaferðir sjást ekki þarna. — I botni insta af- hellisins er varða og þar voru lika pappírssnifsi og á einu þeirra gat eg lesið nafn Ferða- félagsins. Takmarkinu er náð og nú viljum við halda rakleitt út. Þreytan, bleytan og sulturinn hafa deyft rannsóknaráhugann að miklum mun og við litum á klukkuna og ákváðum að ganga rakleitt út til þess að vita hve lengi þetta sé gengið. Allir höf- um við eitthvað af grjóti, sem við ætlum með heim til minja og sumir hafa skilið það eftir og ætla að taka það á útleiðinni. Eg treð minu inn á mig, þvi mér veitir elcki af að hafa hendurnar lausar, því klossarn- ir eru í sama ham. Aðrir hafa aðra hendina lausa nema einn, sem hefir svo mikið að hann þarf fullkomlega á báðum höndum að halda. Meðal ann- ars hafði hann eitt stykki geysi- fallegt. Þegar kom fram 1 hell- inn þá datt hann og braut þetta stykki og var merkilegt að hann skyldi ekki meiða sig. Enginn skyldi leika það, að teppa hend- ur sínar á þessarí göngu. Við skiftum okkur niður á ljósin og liröðum göngunni svo sem við megum og við húrrum af gleði, þegar við sjáum fram í „töfra- salinn“. Þar bíða okkar ljós, yl- PRJÓNFATNAÐUR, til útiveru að sumarlagi, á bað- staðnum, við sportiðkun o.s.frv. ur og töfradrykkur, og þegar hann er að liverfa sjónum, þá lítum við aftur og kveðjum hann í þögulli lotningu. Birtan liellist um okkur og við slökkvum gasljósin, því hvað eru þessi gasljós nú, sem fyrir stundu voru almættið sjálft. Altaf eru mennirnir böm viðliorfsins. Von bráðar stönd- um við úti fyrir hellismunnan- um og teygum loftið og ljósið að okkur. Og nú lítum við á klukkuna og síðan við lögðum af stað innan, úr botni eru 1 klst. og 23 mínútur. Þess skal getið, að við töfðumst ofurlítið við að skoða einn skúta, og ef þar eru dregn- ar frá 8 mín., þá er 1 klst. og 15 min. eftir, sem svarar til þess að við hefðum á sléttu gengið 6 km. á þessum tíma. Það er ekki gott að áætla muninn á gangi þarna inni og á sæmileg- um vegi, en eg vil ætla að hell- irinn sé nær 2000 metrum en 1000, sem áætlað hefir verið. Við tökum oklcur nú dálitla hvíld og hver dregur fram sín- ar minjar, sem eru rnældar og vegnar eftir kostum og löstum. Eg er með 2 stykki, sem eg hefi

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.