Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 1
1039 45 biad Sunnudaginn 12. nóvember ÞÓRBUR BLINDI Á MÓFELLSSTÖÐUM ÞÓRÐUR JÓNSSON. Ýmsir munu Reykvikingar kannast við Þórð blinda á Mó- fellsstöðum, með því að um margra ára skeið liefir liann komið liingað, þrisvar til fjór- um sinnum á ári hverju, og dvelur þá Iiér nokkura daga hjá frændum og vinum. Er hann gengur hér um göturnar, beinn í baki og ber höfuðið hátt, er hann ávalt í fylgd með ung- lingi, sem vísar honum veginn. Þótt blindan leyni sér eldvi er Þórður þó svo kvikur á fæti og léttur í spori, að þeirra liluta vegna myndu menn ekki gera sér grein fyrir að þar væri mað- Ur á ferð, sem blindur hefir verið um sex tugi ára. Erindi Þórðar hingað til bæj- arins er ávalt hið sama. Hann er að afla sér efniviðar, með því að hann er þjóðhagasmiður á tré og jafnvel á járn, og hér á hann systur og hér á hann vini, sem honum þvkir gott að dvelja hjá og liitta að máli. Eg hitti Þórð í húsi kunningja míns, og ræddu þeir saman um smíðar. Eg veitti þvi í fyrstu enga athygli að Þórður var blindur, enda vék hann ekki að því, en hitt leyndi sér ekki, að þar var maður bjartsýnn og léttlyndur, og kunni skil á mörgum þeim lilutum, sem sjáandi menn horfa fram lijá. En þegar eg tók að virða mann- inn fyrir mér nánar gekk eg þess ekki dulinn hvers liann hafði mist, þótt liann fengist ekki um. Blindan og fyrstu sporin. Þórður er borinn og barn- fæddur að Mófelisstöðum í Skorradai og þar hefir hann al- ið allan aldur sinn til þessa. Hann er sonur Jóns Þórðarson- ar bónda að Mófellsstöðum og konu lians, Margrétar Einars- dóttur, og fæddist hinn 29. juni 1874, •— á sjálfri þjóðhá- tíðinni. Er hann var 10 vikna gamall greip liann mögnuð kirtlaveiki, en litið var þá um lækna, og þeir ekki sóttir nema að líf lægi við. Af völdum kirtlaveik- imiar munu augun Iiafa skemst, en læknar telja nú að vel hefði mátt ráða bót á þessu, þótt nú sé það orðið um seinan. Er Þórður komst á legg sá liann þó enn nokkura glætu, og það svo að liann gat óljóst greint liti, sá stjörnur og norðurljós, en þó ekki litbrigði þeirra sem skyldi. Mismun dags og nætur greindi hann til sjö ára aldurs. Alt þetta nægði til þess að Þórður gat gert sér nokkura grein fyrir umhverfi sínu, og hefir það síðar orðið honum til mikillar gleði, þótt hann fengi þess eklci lengur notið. Svo kom hin Ianga nótt, sem meinaði Þórði að taka þátt í leikjum jafnaldra sinna, en hinsvegar varð hann aðnjótandi frekari fræðslu en þá var títt um börn, með því að móðir lians reyndi að bæta honum upp sjónmissinn, með því að fræða liann um alla liluti, eftir því, sem föng voru á. Undirbúningsnám. Er Þórður var ellefu ára að aldri tók hann að fást við smíð- ar, en liafði þá engin áliöld önnur en sjálfskeiðung, og ekki átti hann þá kost verulegrar leiðbeiningar. Það, sem bjarg- aði honum og gerði honum kleift að stunda smíðarnar var næmi hans í fingurgómunum. Með því að þukla á hlutunum, tókst honum að gera sér glögga grein fyrir lagi þeirra og draga upp mynd af þeim í huga sér. Smiðaði hann því næst ýmsa hluti án nokkurrar tilsagnar, með því að hann þekti þá eng- an, sem verulegt vit liafði á smíðum, eins og að ofan getur. Er Þórður fermdist fékk liann í hendur fyrstu fræðandi bókiná hjá sóknarpresti sínum, séra Arnóri Árnasyni. Yar það Alþýðubók séra Þórarins Böðv- arssonar, og liafði Þórður af henni mikið gagn og gaman. En um þessar mundir dvaldi sá maður á Hesti í Borgarfirði, sem Þórður lærði mest af, og nú er þjóðkunnur hagleiksmaður, en það er Halldór Arnórsson gervilimasmiður hér í bænum. Halldór var framúrskarandi hagur strax í æsku, en félítill og skildi þvi betur en nokkur ann- ar þau kjör, sem Þórður átti við að búa. Leiðbeindi Ilalldór honum á margan hátt, að vísu aðallega munnlega, en af því hafði Þórður fult gagn er til framkvæmdanna kom. Þakkar Þórður Halldóri hve mikils lionum varð ágengt í smíðun- um, og er hann kemur hingað til bæjarins heimsækir hann Halldór altaf, og lærir jafnan af honum eitthvað nýtt, og eru þeir góðir vinir. Verkfærakosturinn. Það, sem liáði Þórði í fyrstu var verkfærakosturinn, og með því að engin tök voru á því að afla þeirra ákvað Þórður að smíða þau sjálfur. Fyrsta verkfærið, sem liann bjó til var Þórður við sögunarvélina. plógliefill, en það var liægra sagt en gert að búa hann til. Tókst það þó, og telur Þórður að vísu að liann sé liarla ófull- kominn, en að liann hafi þó gert sitt gagn, og hangir ennþá í verkfærageymslu hans, þótt til hans sé nú yfirleitt ekki gripið. Á þessu skeiði þektist ekki trélim og plægði Þórður þvi saman alt er hann smíðaði, en á því þurfti að vera góður frá- gangur, þannig að alt félli vel í grópar. Smátt og smátt smíð- aði Þórður lianda sér verkfæri, hæði úr járni og tré, en á seinni árum hefir liann keypt tenn- urnar en smíðar hefilstokkana sjálfur. Með þrautseigju hefir Þórður komið sér upp ágætu verkfæra- safni í skemmU sinni, og þar er staður fyrir hvern hlut og hver lilutur á sinum stað, og allir á heimilinu gæta þess, þólt þeir fái hluti að láni, að setja þá á- valt á sama stað þannig að Þórður geti gengið að þeim sem vísum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.