Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 8
8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ TALLIN (REVAL), HÖFUÐBORG EISTLANDS. Rússar liöfðu þarna flotastöð, er Eislland var hluti af Rússlandi, og nú liafa þeir fengið réttindi til þess að hafa þar setulið. — Myndin er frá „Sænsku götunni“ í Tallin. Alþjóðaskákmótið í Buenos Aires 1939. Caro-Kann. Hvítt: Nash, írland. Svart: Einar Þorvaldss., Island. 1. e2—e4; c7—c6 2. d2—d4; d7—d5 3. Rhl—c3; d5xe4 4. Rc3xe4; Bc8—f5 5. Re4—g3; Bf5—g6 6. Rgl—f3: Rb8—d7 7. Bfl—e2; Venjulegra er 7. B—d3 7.........; e7—e6 8. o—o; Bf8—d6 9. c2—c4; Rg8—f6 10. Rf3—h4; Öruggara áframh. væri H—el 10........; Rf6—e4! 11. Rh4xg6; h7xg6 ABCDEFGH Staðan eftir n. leik svarts. 12. Be2—g4; Þvingað, ef 12. Rxe4 þá Bxh2-|- 13. K—hl; B—f4-f; 14. Ií—gl; D—li4; 15. f2—f3; B—h2+; 16. K—hl; B—g3+; 17. K—gl; D—hl 12.....; Dd8—h4 13. Bg4—li3; Rd7—f6 14. f2—f4; Til að hindra g6—g5, sem væri afgerandi. Nú gat Einar unnið peð, sem er þó raunar vafasam- ur gróði, hann velur þvi aðra og snjallari leið. 14.....; o—o—o! 15. c4—c5?; Re4xc5 írinn er sjáanlega alveg orðinn bæði ruglaður og ráðþrota vegna hinnar snjöllu og á- kveðnu taflmensku Einars. 16. Bcl—e3; Rc5—d7 17. a2—a3; Rf6—d5 18. Bcl—d2; Bd6xf4 19. Bd2xf4; Rdxf4 í þessari stöðu hefði hvítur átt að gefa, hann getur sjáanlega enga björg sér veitt. 20. Ddl—c2; Rf4xh3 21. g2xh3; Dh4xd4+ 22. Hfl—f2; Rd7—f6 Gefið. — Snotur skák, sem minnir mjög á hina frækilegu og eftirtektarverðu frammi- Konan les i blaði: Mér er sagt, að á Suðurhafseyjunum húi enn þá um 3000 mannætur; en nú hefir stjórnin ákveðið áð senda þangað fjóra trúboða. Maðurinn: Hvað, að eins fjóra lianda 3000 mannætum! Þeir verða ekki saddir af því. Beaverhrook lávarður er eitt sinn var skógarhöggsmaður norður í Kanada, en síðar ein- hver voldugasti blaðakongur hreska lieimsveldisins, var ný- lega i boði lijá hertoganum af Windsor, ásamt mörgum öðr- um. Talið barst að snyrti- mensku í kæðaburði karla og í þessu samhengi sýndi liertoginn gestum sinum nýja skyrtu- hnappa, mjög dýi-mæta, er kon- an hans hafði gefið honum. Gestirnir sem allir voru auð- menn, sýndu nú einnig sina skyi-tuhnappa, nema Beaver- brook lávarður, liann dró sig í hlé og ýlti skyrtulíningunum upp í jakkaermarnar svo litið bar á. Hertoginn tólc samt eftir þessu og varð nú fyrst fyrir al- vöru ákafur í að sjá skyrtu- Iniappa blaðakongsins. Hann átti ekki annars kost en draga fram ermarnar og sýna hnapp- ana —- en það sem kom í ljós voru ekki hnappar, heldur venjulegar — öryggisnælur. I Englandi er sagt að rauð- hærðum hjónum — ef báðir makarnir eru rauðhærðir — komi illa saman og að 70% stöðu, sem íslenslcu slcákmenn- irnir afrekuðu á alþjóðaskák- mótinu í Buenos Aires. ÓIi Valdimarsson. slikra hjónabanda fari út um þúfur. —o— Á Hawaii sigraði amerískur bókhaldari í ananas-kappáti. Hann át 32 ananas-ávexti á 55 mínútum, og lilaut þar með 1. verðlaun ásamt margra vikna magapínu. Hann hefir heitið því, að taka aldrei framar þátt í ananas-kappáti. —o—- Við töku kvikmynda hafa ljósmyndararnir komist í vand- ræði af þeirri einföldu ástæðu, að menn sem eiga að sýnast blautir, sýnast það raunverulega ekki þó þeim sé dýl't niður í vatn, eða vatni lielt jTir þá. Það sama gildir um skepnur. ■— Venjulegt vatn nýtur sín ekki fvllilega á Ijósmynd. Aftur á móti gerir ölkelduvatn það, svo að kvikmyndaforstjórar liafa telcið það ráð að baða alla up]) úr ölkelduvatni sem þurfa að koma blautir fram á kvik- mynd. Það er sagt, að það sé auðvelt að liagnýta sér þetta gagnvart fólki, en dýr fáist sum Iiver alls ekki til að synda í öl- lcelduvatni. —o— Ellen Holmsen er orðin þekt í Bandarikjunum. Árið 1935 sótti hún um skilnað við mann sinn í Reno. Hún geklc fram fyrír dómarana á nærbuxunum einum og það hneykslaði þá svo, að þeir neituðu að taka kæru hennar til greina. Síðast- liðinn vetur var hún svo gerð útlæg úr New York fylki af þvi að hún klædist ekki öðrum föt- um, úti á götum borgarinnar en einum náttfötum. Hinni heimsfrægu kjólasauma- stofu Schiaparellis i London hefir veriÖ lokað. — Segist Schiaparelli hafa neySst til þessa, vegna þess, a'ö „njósnarar“ frá keppinautum hafi jafnan „kopieraö" kjóla henn- ar og selt þá siöan fyrir brot af veröi því, sem S. setti upp. Áriö 1884 var Temple-háskólinn í Philadelphia stofnaður og fyrsta veturinn var einn kennari — i guðfræði — og sjö stúdentar. Nú eru prófessorar og aörir kennarar orðnir 790 að tölu, en stúdentar að jafnaði um 12 þúsund. Stú- dentar eru þar frá 23 löndum i öll- um heimsálfum. OG CI4AMBERLAIN. Síðan er styrjöldin byrjaði veit- ir Georg Bretakonungur leið- togum stjórnmálaflokkanna tíð- ara en áður viðtal, til þess að ræða við þá ástand og horfur. Er það nýbreytni, að Bretakon- ungur kallar leiðtoga stjórnar- andstæðinga á sinn fund í þessu skyni: — Á myndinni hér að of- an sést, að Chamherlain for- sætisráðlierra kemur til við- ræðna við konung.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.