Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 rettu?“ og einhver snart mjúk- lega handlegg hennar. Hún hrökk við. „Nei, takk“, sagði hún snögt og ákveðið, svo orðin hljómuðu ónotalega liátt og beitt í kyrð- inni. Hún roðnaði, — það var gott, að það var skuggsýnt. ■ „Það er rétt, stúlkur eiga ekki að reykja“, sagði hann spámannlega og tylti cigarettu milli varanna og kveikti í henni. Nú tólc Hrefna fyrst eftir fólkinu í bílnum. Þetta var ung- ur maður, sem sat við hlið hennar. Hann var döklchærður með stór homspangargleraugu og áberandi livitleitt andlit. I aftursætinu sat einnig annar piltur og stúlka lijá honum. Fram í hjá bilstjóranum sat stúlka. Sessunautur Hrefnu har cigareltuna frá vörum sér með heimspekilegri ró og blés reyknum út um nasirnar. „Með Ieyfi, má eg presintéra mig fyrir frökeninni, Haraldur Hugan“. — „Skáld“, gall þá hinn pilturiun við. „Já, skáld, — vissulega eru allir skáld á rómantiskum ferðalögum, a. m. k. þegar for- lögin færa manni svona óvænt dalamey upp í hendurnar. En nú verð eg að fá að vita hvað dalastúlkan mín heitir?“ Hrefnu langaði mest til að ansa honum ekki, en þorði það ekki, vegna þess hvað það væri mikil ókurteisi. „Hrefna! Það hefir mér altaf þótt svo fallegt nafn; eg veit ekki af hverju, — ja, líklega af því að það minnir á skugga kvöldrökkursins, — rómantískt rökkur, einmitt eins og nú, — eins og nú Hrefna“, sagði hann með innfjálgum klökkva, hall- aði sér upp að henni og greip hendi liennar. „Hvað á þetta að þýða?“ sagði hún flemtursfull og hratt honum frá sér. „Mér þykir vænt um Ijósið, eg blátt áfram elska það“. sagði hann og ýtti gleraugun- um lengra upp á nefið. Hvað kom það þessu við, — hana langaði til að berja þenn- an asna. „Ljósadýrðin í samkvæmis- sölum borgarinnar“, hélt liann áfram, „það eru birtusólir mannlegrar tækni. Þar speglast skýrast menning og siðfágun 20. aldarinnar. Skartklæddir menn og konur bergja þar guðaveigar samfagnaðar og samkvæmislífs. Hrefna, þangað ættuð þér að koma, — allar fríðar dalameyjar þrá að losna úr álögunum. Allar bíða þær eftir því að kóngssonurinn fx-ækni komi og kyssi þær“. Og eldskjótt laut hann að Hrefnu og kysti hana. Hand- leggsvöðvar hennar drógust saman til að gefa löðrung og fram á varir hennar braust brot úr orði, — en á síðasta augnabliki stilti hún sig. Hún klemdi saman varirnar og hnyklaði brúnirnar, vilji henn- ar mólaðist í dráttum andhts- ins. En Haraldur Hugan hélt á- fram að tala um menningu nú- tímans og rósamerki ástarinn- ar, með liinu utan að lærða lát- bragði smáborgai'ans. En Hrefna heyrði ekki eitt orð af því, sem hann sagði, — og hún gaf ekki minsta gaum að piltinum og stúlkunni í aft- ui'sætinu, sem noluðu sér óspart húm kvöldsins til að skiftast á bliðuatlotum. Hið dökka lit- magn skugganna var lika mun dýpkað af reykjarsvælunni í bílnum. Hrefnu fanst hún vera öll svo undarleg, — alt öðruvísi en hún átti að sér. Var hún eitt- livað veik? Hún fann eins og smástingi i enninu og aftan i hnakkanum. Henni var ilt í liöfðinu, liana svimaði. Höfuð- ið vildi liallast, eins og það væri svo þungt, að hálsinn ætti erf- itt með að halda því uppi. Svo fanst lienni alt í einu innyflin verða svo einkennilega létt, eins og þau vildu ólga upp, — en líkaminn var svo ótta- lega þungur og magnlaus. Slík- ar voru andstæður lxennar lík- amlega ástands á þessai'i stundu. Nú fann hún greinilega velgju fyrir bi'jóslinu. Hana langaði til að kasta upp. Is- kaldur sviti spratt út á enni hennar og undirvitundin sagði lienni, að hún væri náföl í framan. 0, livað henni leið hræðilega illa. Skyldi það vera svona, þeg- ar menn ætla að fara að deyja? Bull og vitleysa, að láta sér detta dauðann í hug, — hún sem var að aka i bil. Draumur hennar var að ræt- ast, en á alt annan hátt, en hún hafði nokkru sinni búist við. Var þá bara best að eiga drauma, en láta þá aldrei ræt- ast? „Hrefna, eg ætla að yrkja kvæði um þig, — um þig, ást- ina og hið rómantíska kvöld- rökkur, þegar við fundumst fyrst, — þú og eg. Hrefna, það skal vera fallegasta kvæðið, sem nokkurntíma liefir verið orkt. Eg skal yrkja það strax á morg- un, en í kvöld er hugur minn upptekinn af nálægð þinni. — Hrefna! Drotning hjarta míns, á morgun yrki eg besta kvæðið í öllum heiminum.“ Með áfjálgu augnaráði liorfði hann á hana í gegnum hoi'n- spangargleraugun og með vinstri liandlegg tók liann utan um mitti hennar. Hún vatt sér snögglega við og í augnablikinu gleymdi liún hve henni leið illa. — Hennar li-uflaði hugsanagangur fékk á- kveðið form, — bleikar varir hennar titruðu og hún var kom- in að því að segja það, senx henni hjó í brjósti, gagnvart þessum siðmentaða, borgara- lega manni, — en í annað sinn stilti hún sig. Enginn skyldi nokkru sinni fá að vita, livað henni bjó í brjósti, — enginn. Svo vai'ð hún aftur fullmeð- vitandi síns fyrra ástands. Hún fann að hún ætlaði að fara að kasta upp. Hún sti'auk svitann af enninu með hendinni. Lam- andi magnleysi gagntók liana alla. Það var líkast þvi sem heili hennar hætti að starfa, hún varð sljó og sinnulaus. Mínúturnar urðu að klukku- stundum. Loks, — loksins var híllinn kominn á móts við Hlíðarhæ- inn. „Hér fer eg úr“, hún reyndi að einheita vilja sínum, en samt komu orðin liljómlaust af vör- um hennar. Bíllinn staðnæmd- ist. Með fálmandi liendi opnaði hún liurðina og steig út úr bíln- um. Hinn mjúki orðaflaumur skáldsins með glei’augun hljóm- aði eins og undarlegur, fjar- lægur fossaniður fyrir eyrum hennar. Ef lil vill var hann byrjaður á kvæðinu. Hún vissi það ekki? Hún reikaði frá bílnum, með óstyrkum skrefum. — Hún gleymdi að kveðja og þaklca fyrir keyrsluna. Ilún staðnæmdist við tún- garðinn heima og hallaði sér upp að vallgrónum veggnum. Nú kastaði hún loks upp. — Henni létti ósegjanlega mikið. Ilið tárhreina fjallaloft lék um vit hennar. Hún fann drungann hvei-fa og hugsanir hennar skýrðust. Þannig var þá að aka í bíl.Hún hafði fengið að kynnast véla- menningu nútímans — og sið- rnentun. manna, sem búa í hin- um dýrðlegu borgum úti í hlá- móðu fjarlægðarinnar. En ein hugsun hennar þetta ágústkvöld, — nýtt atriði í liug- heimi hinnar fimtán ára gömlu meyjar, það skyldi hún aldrei segja neinum, — aldx-ei. Svo gekk hún lieim að bæn- um í hinu hljóða rökkri kvölds- ins. — LEBRUN OG STÓRIIERTOGAFRÚIN AF LUXEMBOURG. Það herast sjaldan mikil tíðindi frá Luxembourg, litla stór- hertogadæminu, sem er inniklemt milli Þýskalands, Frakk- lands og Belgíu, en erlendir fréttaritarar hafa flykst þangað nú, vegna þess að þar er gott til fréttaöflunar frá vesturvíg- stöðvunum. — Myndin er af Lebrun ríkisforseta Frakklands, er hann heimsótti Charlottu stórhertogafrú, sem nú ræður ríkjum í Luxembourg.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.