Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Hitto? betta í stríðsbyrjun voru öll eða nærri öll dýr flutt burtu úr dýragarðinum í London, og á staði er öruggari þykja á striðs- timum. En skömmu áður skeði þar skringilegt atvik. Þar voru nokkurir schimpanse-apar — mestu kostakvikindi, siðprúð og lærð í alla staði. En dag nokkurn tóku þau upp á því áð óþektast. Þau ötuðu sig út í grautnum sínum, heltu súkku- laðinu niður og loks tókst þeim að opna lásinn á búrinu og sleppa út. Fyrst var ferðinni heitið heim til apahirðisins. Hann var ekki lieima, en það gerði ekkert til. Aparnir gerðu sig heima- komna, tættu alt laust og fast, sem þeir fundu, og voru ekki ánægðir fyr en þeir gátu brot- ið það í þúsund mola. Þegar ekki var liægt að aðhafast þar meira sér til skemtunar og dægrastyttingar, löbbuðu þeir út, klifruðu upp í tré og voru hamingj usamir. Þegar aumingja apaliirðirinn kom heim til sín og sá allar sínar eigur brotnar og tættar, labbaði hann út að leita söku- dólganna. Þegar hann sá þá uppi í trjánum, fyltist hann ekki ofsareiði eins og við hefði mátt búast, lieldur tók ofan og hélt umvöndunarræðu yfir öp- unum. Loks þegar hann var bú- inn að tala í tvær eða þrjár klukkustundir, og var orðinn nærri mállaus af hæsi, tókst honum að sannfæra apana um heimsku þeirra og afglöp. Þeir féllu liver á fætur öðrum iðr- andi í fang lionum, og hann hélt sigurgöngu með þá heim i búr- ið þeirra aftur. ■k Elisabeth prinsessa af Grikk- landi, systir Carols Rúmena- konungs, tók að búa í sveit er allra. Loks rauf Pat þögnina. „En þetta er eitt af þvi, Hlick, sem þú sagðir einu sinni, að best væri að lnigsa elckert út í.“ „Kannske eg hafi farið villur vegar, Pat. Menn komast lík- lega ekki lijá þvi að hugsa út í það alt saman.“ Við ræddumst lítið við frelc- ara þetta kvöld. Við fórum í háttinn að þessari viðræðu lolc- inni, liver með sinar hugsanir, minningar og vonir. Og nóttin kom og svefninn. Og svo rann nýr dagur. hún skildi við mann sinn árið 1935. Byrjaði hún búskapinn með grænmetisrækt, en sú bú- skaparaðferð bar sig ekki, svo þá kom hún sér upp kúm. Til þess að bæta markaðinn fyrir mjólkina, kom hún sér sjálf upp verslun i Bukarest, þar sem hún selur mjólkurafurð- irnar af búinu sínu. Nú er bú- skapurinn loksins farinn að bera sig. ★ I Ítalíu er u verðlaun veitt fyr- ir barneignir. Þetta liefir borið þann ágæta árangur, að nú ei'u þar um 600.000 hjón, sem eiga 7 eða fleiri börn. ★ Enskur rithöfundur, John Warby að nafni, liggur um þessar mundir á Lambeth- sjúkrahúsinu í London, særður eftir áverka og misþyrmingar. Ástæðan var sú, að hann var að viða að sér efni i nýja bók. í þeim tilgangi bjó hann sig tötralega, lést vera afbrotamað- ur og bjó vikum samau i glæpa- mannabverfum Lundúnaborg- ar. Þar komst hann í kynni við allskonar lýð, glæpamenn, Letl- ara og Ijófa, Iést vera vinur þeirra og var með þeim allar stundir. En svo hvarf John Warby þeim einn góðan veðurdag og kom ekki aftur. Þeir söknuðu þessa skcmtilega „kollega“, en fundu liann hvergi. Loks rakst einn „vinurinn“ á Johri. Hann var þá prúðbúinn í fylgd með öðru prúðbúnu fólki. Þá sá „vinurinn“ að John Warby var annar en sá, er liann þóttist vera, safnaði liði og sat fyrir honum til að gefa honum duglega ráðningu. Afleiðing þeirrar ráðningar var legan i Lambeth-sjúkrahús- inu. ★ Franskt rafmagnshlutafélag hefir lánað íbúum þorpsins Magnet allskonar rafmagnsvél- ar endurgjaldslaust i heilt ár og sömuleiðis rafmagnið til þeirra. Er félagið að gera tilraun með að umskapa atvinnulífið með aukinni raforku. Þorpsbúarnir stunda flestir landbúnað og mjólka kýi’jiar um jjessar mundir með raforku, strokka og sjóða með rafmagni. Bónd- inn plægir með raforku, og all- ar vélar hans ganga fyrir þessu undraafli. — Að ári liðnu gefsl íbúunum kostur á að kaupa vélarnar með innkaupsverði, eli þyki þeim breytingin ekki hafa \ærið til bóta, geta þeir skilað Jjeim aftur, án þess að borga eyri fyrir leigu. ★ íbúar þorpsins Predappio. keyptu gamalt hús í þorpinu, sem slceifusmiðurinn og hesta- járnarinn Alessandro Mussolini átti, og gáfu það syni hans — ítalska einvaldinum — í afmæl- isgjöf. — Húsið er tvilyft, en upp á efri hæðina er ekki hægt að komast nema upp stiga, sem reistir e'ru upp með liúsinu að utan. í húsinu stendur ennþá járnrúmið, sem bræðurnir Benito og Arnaldo sváfu sam- an i. Nú er þetta hús helgidóm- -r ' ur í augum itölsku þjóðarinn- ar, sem miljónir manna heim- sækja og skoða. ★ Á tryggingarstofu. „Við getum ekki trygt yður.“ „Hvers vegna ekki?“ „Vegna þess, að þér eruð orðnir níutíu og þriggja ára gamall.“ „En góði maður! Það er hag- fræðilega sannað, að það deyja einmitt fæstir á mínum aldri.“ ★ Ný tegund af dráttarvél (íraktor) er um þessar mundir að koma á markaðinn í Banda- ríkjunum, og spá menn góðu um framtíð hennar. Kostur liennar fram vfir aðrar dráttar- vélar er sá, að hún er jafnframt bifreið. Ilún er með straum- linulagi, hefir fjöðruð sæti fyr- ir 5 eða 7 manns, auk þess út- varp, hitunartæki, spegil, vindl- ingasjálfkveikjara og önnur þægindi er bifreiðar hafa. Á góðum vegum uær hún meðal bifreiðarhraða og verksmiðju- verð hennar er 2155 amerískir dalir. * Gömlu hringapilsin (krínó- lin) voru mjög dýr ef þau voru vel vönduð. I Frakklandi kom- ust þau upp í 1500 gullfranka og drotningarpilsin voru enn dýrari. Einn einasti samkvæm- isklæðnaður Eugeníu drotning- ar kostaði 38.000 gullfranka. ♦ í itölsku þorpi slceði það fyrir níu árum síðan, að kona ein, Rosa að nafni, veiktist. Maður hennar, Angelo Convertini út- vegaði lienni hjúkrunarkonu, en varð ástfanginn í lijúkrunar- konunni og loks kom þeim saman um að loka sjúklinginn inni i geymslu einni uppi á lofti í þeirri von að þá myndu æfi- dagar hennar styttast. Þessi von brást. Eiginkonan lifði, en hún var lokuð inni, lienni vai' mis- þvrmt, svelt og barin uns liún misti vitið. Þorpsbúunum þótti kynlegt að Rosa sást aldrei. Þeir gisk- uðu á að hún væri veik, en þótli hinsvegar kynlegt að lækn- ir skyldi aldrei vera sóttur. Svo gerðu þeir lögreglunni aðvart. Þegar liún gerði húsrannsókn hjá Angelo Convertini, fanst konan la?st inni í geymslunni, nærri nakin, brjáluð og svo lioruð, að hún liktist meira beinagrind, en manneskju með lioldi og blóði. „Taugakerfið‘‘ — Ef loftárás er gerð á London, er vörnum stjórnað frá þessum neðanjarð irkiallara. T. d. geta menn þar slcikt öll ljós í borginni o. jj. h.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.