Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ I J AÐ AKA 1 L 3IL SMASAGA EFTIR ÁRMANN KR EINARSSON „Það er að koma bíll“, sagði Magga litla i Hlið og horfði suð- ur á veginn, þar sem hann beygðist fyrir múlann. „Það koma margir bílar i dag, af því það er laugardagur“, ansaði Hrefna systir liennar og hætti við hálfrakað hrífufar. Svo liorfðu þær á bílinn, sem óðum færðist nær. — Nýi veg- urinn lá yfir engið, fyrir neð- an bæinn í Hlíð. Systurnar voru að raka rétt við veginn. Þær keptust við nýslegna ljána; — gamla fólldð sagði að það mætti aldreii vera laugardagsljá. En samt gátu þær ekki annað, en virt vel fyrir sér þetta fallega, spegilgljáandi undratæki, í hvert sinn sem það þaut fram- hjá. Bíll var stórt orð í huga þeirra. Þær voru lika fæddar í afdal og aldar þar upp. Þær voru nú raunar ekki nema 12 og 15 ára að aldri. Hesturinn hafði verið löngu eftir að maðurinn var farinn, gat Brandes ekki gleymt þessum augum — þau eltu hann og ásóttu svo hann liafði ekki frið fyrr en hann var far- inn á næsta póstbús og búinn að senda höfundinum tiu krónu þóknun í póstávísun. Að því loknu leit hann í liandritið og það fyrsta sem liann las var ná- kvæm lýsing á þvi sem hann var að Ijúka við að gera. í „Sult“ er þvi lýst hvernig alls- laus rithöfundur leitar lárang- urslaust að atvinnu og kemur svo soltinn heim í herbergið sitt sem liann hefir forðast i marga daga vegna þess að hann á ó- greidda húsaleigu. Honum finst þetta vera lítið skárra en inn- brotsþjófnaður. Þá rekst hann á sendibréf við þröskuldinn á herberginu sínu, og í því stend- ur, að fyrsta handrit hans verði tekið til birtingar, og auk þess eru i bréfinu — tíu krónur. Sulturinn sem að Hamsun svarf og hann lýsir svo snildarlega í skáldritinu, lauk nákvæmlega á sama hátt og hann lýsir því í bókinni, án þess þó að maður- inn sem hjálpaði Hamsun hefði hugmynd um það sem i hand- ritinu stóð. Hverjum kemur til hugar, sem lesið hefir skáld- söguna „Sult“, að hér sé að eins um blinda tilviljun að ræða? Þýtt. farartækið þeirra, síðan þær mundu fyrst eftir sér. Við hann miðuðu þær vegalengdimar. Sjö ára gátu þær tollað á besti á harða stökki, þá kom það sér vel að halda fast í faxið. En bíll mátti lieita nýtt fyrir- brigði i skynjun þeirra. Þær höfðu hvorug komið í bil. Það var kannske ekki von? „Vélamenning nútimans .. “. þessi háfleygu, lítt skiljanlegu orð, höfðu þær systurnar rekist á í einhverju blaði. En þarna kom skýringin, þetta var hún einmitt. Á þessu sumri hafði dalurinn þeirra komist í samband við véla- menningu nútímans. Var það ekki dásamlegt? Nú var bíllinn kominn í ná- munda við systurnar — sem stóðu í blautri mýrinni og rök- uðu ljá. „Er ekki hljóðið í bílnum líkt og í skilvindunni heima?“ sagði Magga litla. „Nei, það er miklu sterkara, —■ eins og fossniður, en samt er það ekki líkt honum,- það er svo undarlegt, að það er ekki hægt að lýsa því“, svaraði Hrefna. „Sko! hvað hjólin á bilnum fara hart og livað þau svona lítil geta borið mikinn þunga.“ „En hvað bíllinn liossast! Það hlýtur að vera voðalega gaman að ferðast i bil“, og augnablik Ijómaði hið sólbrúna andlit Hrefnu við tilhugsunina. „Nei, sjáðu bara, hvað fólk- ið i bílnum er kátt og brosandi.' Sko, hvað stúlkan, sem situr við gluggann, er fín. Hún er að borða appelsínu; hvað hún á gott.“ En Hrefna setti dálítinn rykk á höfuðið og svaraði yngri systur sinni fullorðinslega: „Mig varðar ekkert um þetta ókunnuga fólk.“ Hún vildi ekki vera barnaleg lengur af þvi hún var orðin fimtán ára. Svo hélt liún áfram að raka. En eins og í þoku sá hún livítu, nettu hendurnar, sem veifuðu til þeirra úr bílnum. Henni var ósjálfrátt lilið á sinar eigin hendur, þær voru rauðar og vinnuhrjúfar. Smáatriðin engu síður en þau stóru, sýna mismuninn á kjörum mannanna. Undir niðri gat hún ekki ann- að en öfundað þetta fólk, sem var að skemta sér. En hún varð að standa ofan í blautri mýr- inni frá morgni til ltvölds. Og loks er hún kom þreytt heim, varð hún oft að hjálpa mömmu sinni með yngstu börnin. Það vaknaði gremja i sál hennar. Það er svo undarlegt livað kjörum mannanna er mis- skift. Samt er sagt, að guð sé algóður faðir allra manna. Ja, það er annars ekki von að hann skifti sér af því, hverjir séu votir í fæturna og leirugir upp að bné, — leirinn er svo sóða- legur. Hrefna lceptist við rakstur- inn. Hún beit á jaxlinn; þessi svartbærða, fagureyga fjalla- dóttir; —- uss, hún skyldi ekki einu sinni líta við, þó bíll færi framhjá. En samt gat hún ekki varist hugsuninni og tilfinningunni, hvað það væri gaman að aka i bíl. En aldrei skyldi bún segja það upphátt; — aldrei. Hún geymdi það þögult, sem draum sinn. Fimtán ára gamlir ung- lingar eiga svo marga vöku- drauma. Kannske hlægilega drauma í augum allra annara. Næsla atriði, sem kemur við þessa sögu, skeði siðla i ágúst- mánuði, — undarlegasta tíma bili ársins í sveitinni. Rökkur síðsumarskveldanna getur stundum verið svo óend- anlega margbreytilegt og ein- kennilegt, eins og hugheimur draumlyndra barna. Blæbrigði hins þverrandi dags er litauð- ugt sambland hausts og sum- ars. Það slær vofubleikum lit á hina gulu mýrteigi snemm- sumarsins, þar sem farfuglarn- ir hakla sér nú i hópum, en hin óteljandi mörgu spor slægju- fólksins eru gersamlega máð af hinu mjúka teppi mosans. Gras hinnar víðáttumiklu óslægju er farið að byrja að deyja i brodd- inn, svo blæbrigðin verða ein- kennilega silfurgrá. Slæður húmsins þokast nið- ur fjallshlíðarnar og vefjast skjótt um tún og engi láglend- isins. En litauðgi kvöldsins hverfur brátt fyrir vaxandi dýpt skugganna og loks ríkir aðeins bið samfelda, undarlega rökkur síðsumarskveldanna. Það var slíkt ágústkvöld, að ung stúlka gekk taktvana skref- um eftir veginum handan við Fremstafell. Dökkir lokkarnir léku lausir um fagurrjóðar kinnar hennar.. Skýru, tindrandi augun breyttu atliygli sinni að hinum óglöggu línum landslagsins. Hreyfingar hennar voru léttar en óákveðn- ar, i rauninni í samræmi við liin ungu og litt þroskuðu form líkama bennar. Þetta var Hrefna frá Hlíð. Hún var á leiðinni heim til sin. Það þarf ekki að laka það franx að það var sunnudagur. Ilún liafði fengið leyfi til að sltreppa út að Bergi til að finna stöllu sína, — en svo hafði liún tapað he'stinum. Ja, það dugði ekki að hugsa um það, hún varð bara að nota sína tvo. Þegar minst varði skeði hið mikilvæga. Það kom bíll þjót- andi eftir þjóðveginum, — fimm manna drossía. Hrefna mátti til með að staldra við og horfa á bílinn, það var líka sunnudagur og liún stóð ekki ofan í blautri mýrinni að raka bey. — Hjarta hennar hætti að slá brot úr sekúndu, — bíllinn staðnæmdist hjá henni og hurð- in opnaðist. „Viljið þér vera með, frök- en?“ spurði hljómmjúk karl- mannsrödd. „Já“, leið yfir varir Hrefnu í liinum ruglaða hugsanagangi liennar. Já, er lítið nrð, en þó stund- um svo undarlega stórt. Eins og í þoku sá liún hægri fót sinn stíga upp á bílbrettið, — svo skynjaði hún, að hún var sest. Nú var Hrefna frá Hlíð kom- in i bil, i fyrsta skif ti á æfinni. Einn draumur hennar hafði rætst. Hurðinni var skelt í lás og bíllinn kiptist af stað með snöggum rykk. Þá komst Hrefna aftur til sjálfs sín. Það var skrítið að bíllinn skyldi taka fjörkipp, eins og þegar slegið er i hest. En livað það var notaleg kend að í’inna hina mjúku titrandi mýkt bílsins. Svo horfði hún út um bílrúð- una, það var inerkilegt: liinar ýmsu einingar landlagsins sýndust vera komnar í kapp- hlaup; — strá, steinar, þúfur, hólar og hæðir, alt var þetta á fleygiferð. „Má bjóða frökeninni ciga-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.