Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 12.11.1939, Blaðsíða 6
V 6 VISIR SUXNUDAGSBLAÐ MUNAÐARLEYSINGJAR FRÁ TÉKKÓSLÓVAKÍU FÁ HÆLI í ENGLANDI. Englendingar hafa sem kunnugt er skotið skjólshúsi yfir fjölda mörg munaðarlaus börn frá Spáni, Pöllandi, Tékkóslóvakíu og fleiri löndum, þar sem fólkið á við ýmsar hörmungar að striða vegna ofsókna og styrjalda. — Hér e'r mynd af einum hópnum, frá Tékkóslóvakíu, við komuna til London. I Rínarbygðum. Þegar Hlick komst að raun um, að „mertn komast ekki hjá að hugsa út í það alt saman“. HLICK VILL KOMAST UPP í SVEIT. Aftur var dagur að kveldi kominn. Við höfðum fæstir liaft miklum skyldustörfum að gegna um daginn, en liöfðum þó orðið að fara til nafnakalls um morguninn. Við héldum kyrru fyrir i skálanum flestir, enda lúnir eftir erfiðið daginn áður. Veður hafði og enn eigi brej'.st. Það var hlýtt í veðri og rigning, molluveður, og nú, er við höfðum allir kynt okkur Siegburg dálítið, var þegar far- ið að ræða um bvað framundan væri næslu dagana. Við sátum í lxerbergi okkar, við félagarnir, og einhver hafði á orði, að við myndum brátt sendir til þess að gegna varðskyldum uppi í sveit. Um það var rætt, en enn liafði eigi borið á góma neitt um næturæfintýri þeirra Hlicks og Pats.Við Zum liöfðum einsk- is spurt, enda stóð sjaldnast á því, að menn segði frá æfin- týrum sínum. En að þessu sinni voru þeir óræðnir, Pat og Hliclc, einkanlega þó IHick, en það var einmitt Iiann, sem gaf tilefni til þess, að það barst á góma. Við vorum að ræða um, livort við yrðum sendir frá Siegburg, er Hlick mælti: „Já, eg vildi, að af þvi yrði fljótt.“ „Hversvegna?“ spurði Pat. „O, eg veit varla. Við höfum verið svo mikið á ferðinni að undanförnu, að eg kann ekki við kyrsetur." í NÝJAN FARVEG. En mig rendi þegar grun í, að eilthvað meira lægi á bak við, og eitthvað hefði orðið þess valdandi, að hugsanir Hlicks hefði leiðst í nýjan farveg. „Við erum þó ekki hér í fjöl- menni,“ sagði Pat. ' „Borgin er snotur og íbúarn- ir viðfeldnir. Við höfum hér yfir engu að kvarta.“ „Nei, að visu ekki. En mig langar út í sveit, út í skóg, þar sem kannske eitthvað minnir á bernskustöðvarnar heima.“ „Er komin í þig heimþrá, Hlick?“ spurði Zum. „Eg veit ekki. Ef til vill. Eg var að hugsa um það stundum á göngunni um Ardennerskóg- lendið, og raunar stundum áður á þessari göngu, að það gæti verið nógu gaman að vera kom- inn heim. En á leiðinni um Ardennerskógana var svo margt, sem minti á landslagið heima, þar sem eg ólst upp, þar sem sléttan liættir og fjöllin taka við.“ „Var ekki lieimþrá í þér vestra?“ ,0 — nei! Það kom þó fyrir, ef eg var með fólki að heiman.“ „Hvað varð annars um þig í gærkveldi, Hlick?“ spurði Pat, eins og hann vildi leiða huga hans frá frekara tali um heima- stöðvarnar. „Voruð þið ekki saman?“ — greip eg fram í. „Við urðum viðskila,“ sagði Hhck stuttlega. „Já, eg misti af honum i bjórstofu noklcurri. Eg vissi ekkert hvað af honum varð.“ „Eg fór út einn, sagði Hhck. „Það kom svona yfir mig alt í einu, að eg varð leiður á há- vaðanum og skvaldrinu. Og þeg- ar út á götuna kom gerðist dá- lítið atvik, sem —“ „Nú hvað gerðist?“ spurði Pat óþolinmóðlega. „Þú ert einhvernveginn alt öðru vísi en þú ert vanur, Hlick. Hvað kom fyrir?“ ÖÐRUVÍSI EN ÆTLAÐ VAR. „Það var svo sem ekkert stórvægilegt. Eg hitti fyrir konu nokkura. Eg fór lieim með henni. Það var eins og eg hafði ætlað mér. En það fór þó öðruvísi en eg liafði gert ráð fyrir.“ „Nú hvað gerðist?“ spurði Pat enn. „Var hún óblíð við þig?“ „Það var alt öðruvisi en þú heldur, Pat. Það var hún, sem gaf sig á tal við mig. Hún talar ensku, þessi kona, betur en eg. Hún var ljós yfirlitum og liressileg að sjá, en eklci beint fríð. Mér geðjaðist að henni og hugði gott til kynna við hana.“ „Af hverju gaf hún sig á tal við þig?“, spurði Zum. „Eg kem að því, Zum. Eg fór heim með henni og sat þar lengi fram eftir. Hún hafði farið til Kanada, þessi kona, nokkurum árum áður en styrj- öldin liófst, til þýskrar fjöl- skyldu í Saskatchewan. Þar giftist hún þýskum manni. Þau eignuðust tvo sonu, en þau mistu annan. Laust fyrir byrj- un styrjaldarinnar, snemma sumars 1914, fóru þau heim til Þýskalands, hingað til Sieg- burg. Og nú náði hún sér — eða ætlaði að ná sér i Kanada- mann til þess að tala við. Það atvikaðist nú svona, að hún lenti á mér. Ef hún hefði nú bara rekist á einlivern skárri en mig!“ „Þú segir eittlivað svo rauna- lega frá þessu,“ sagði Pat. ,Jú, sérðu, það hafði sín áhrif á mig alt saman. Eg sá dreng- inn liennar. Hann svaf þar i hvílu sinni, ljóshærður, mynd- arlegur drengur!‘ „En faðír hans? Hvar var liann?“ „Fallinn! auðvitað!“ „Gamla sagan,“ sagði Zum. ÓSKIR. „Nú,“ liélt Hlick láfram. „Það kom svona yfir mig þarna, að eg óskaði mér.“ „Hvers?“ „Að eg væri faðir lians og væri að koma heim. Mér flaug í liug hvað liann yrði glaður, er hann vaknaði, við að pabbi lians væri óvænt kominn lieim. En þarna stóð eg, óvinahermaður, sem hafði gripið tækifæri, að eg Iiugði, til einnar nætur kyrina við konu, sem hafði orð- ið á vegi mínum. Nú, ykkur finst það kannske lýgilegt, en eg liafði aldrei áður hugsað neitt líkt þvi sem á þessari stund. Látið ykkur nú ekki detta í liug, að eg liafi staðið þarna eins og iðrandi syndari, en eg liafði á tilfinningunni, að þarna, sem eg stóð liefði átt að standa einliver, sem var betri en eg og gat gert þá glaða, sem þarna voru. Hvað gat eg gert þarna? Hvað gat eg sagt? Eg veit ekki heldur hvernig mér var varið meðan eg var þarna. Það var eins og eg gæti ekki slitið mig frá rúminu. Ef lcon- an væri Nellie, hugsaði eg, ef það væri okkar drengur, sem í rúminu lægi. —“ Zum horfði lengi á Hlick og það gerðum við Pat lika. Það var undrun í augum okkar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.