Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 2
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ inn í Montana; helmingurinn af bæjarstjórninni eru NorS- menn. Eins og Björnstjerne Björn- son sagði: „Det flager i Byen og paa Havnen —" (hér er bara engin höfn!), bærinn var skrautbúinog járnbrautarstöð- in skreytt flöggum. Þúsundir manna tóku undir og sungu „Ja vi elsker dette landet", þegar Ólafur krónprins og Martha krónprinsessa stigu út úr járn- brautarlestinni. Hinn myndar- legi bor'garstjóri bæjarins, Mr. Jules Wuerthner, bauð þau vel- komin með snjallri ræðu og sama gerðu forstjórar móttöku- nefndarinnar, sumir á ensku, aðrir á norsku. Gömul kona stóð við hliðina á mér og tárin runnu niðuref tir hrukkóttum kinnunum á henni, þegar krón- prinsinn frá „gamla landinu" þakkaði móttökurnar með fall- egri ræðu á norsku. Feður héldu börnum sínum á loft, svo þau gætu séð dýrðina sem allra best og krakkarnir horfðu stór- um augum og kannske segja þeir sínum barnabörnum ein- hverntíma frá þessari stund, þegar krónprins og krónprins- essa Noregs lögðu krók á leið sína, til þess að heilsa upp á landsmenn i Montana; og þá er* líklega norskan og önnur norð- urlandamál gleymd' i þessari álfu, en stundin verður minnis- stæð. Já, einnig mér verður stund- in minnisstæð. Ekki vegna þess, að konunglegar persónur komu fram á sjónarsviðið á þessum hjara veraldar, heldur vegna þess, að þetta var í fyrsta skifti i öll þau 14 ár, sem eg hefi ver- ið í „henni Ameríku", að eg hefi séð þúsundir manna í ein- um hóp vera stolta af að vera af norrænu bergi brotnir. SKIPIÐ HENNAR Grænir vegir. Víða i Texas eru grænar steintegundir, sem þykja mjög góðar til vegagerðar og hafa verið lagðir langir vegir úr þessu græna grjóti. Ökumönn- um þykir liturinn mjög þægi- Iegur. Met? .Vasaþjófur einn í St. Louis í Bandaríkjunum, Harry Guyot, hefir verið handtekinn 450 sinn- um og setið 9 sinnum í fangelsi og mun það vera met, jafnvel í Ameríku, þar sem alt er mest. Harry, sem alment gengur undir nafninu „Harry með pípuhattinn", er orðinn efnað- ur maður af „atvinnu" sinni og á fé i bönkum. Þegar við vorum búnir að vera tuttugu og þrjá daga við- stöðulaust úti á rúmsjó, áleiðis til Ástralíu, byrjuðum við að segja hver öðrum sögur. Þetta er æfagömul venja meðal sjó- manna þegar þeim fer að leið- ast. Og það er skiljanlegt. En af öllum þeim sögum, sem okkur voru sagðar um borð á „Albany", e'r aðeins ein þess virði, að hún sé endursögð. Það er sagan um seglskipið hennar Daisy. Skipstjórinn sagði okkur hana. Hann var danskur og hét Holger Randar.--------En sag- an er svona: Kvenmaðurinn hét Daisy Vickers. Hún var dóttir skip- stjóra nokkurs, sem sigldi fjörutíu ár á Suðurhafskaup- fari. Hún ólst upp á skipinu hjá föður sínum, vann að öll- um skipsstörfum jafnt karl- mönnunum og hlaut hásetarétt- indi. Hún fór á stýrimanna- skóla í Evrópu, varð nokkuru síðar sjálf skipstjóri og keypti sér eigið skip. Ohan Manur hét það. Það var eitt af þessum veikbygðu en hraðskreiðu segl- skipum, sem arabiskir kaup- menn nota mikið til strand- ferða. Hásetarnir, sem hún réði til sín, voru allra þjóða kvik- indi. Það voru Malaiar, Arab- ar, Norðurlandabúar, Amer- íkumenn og Hollendingar. En Daisy skipstjóri bar traust til þeirra allra. Hvað hún aðhafðist fyrstu árin eftir að hún fékk skipið, er ekki vitað með neinni vissu. Ef til vill hefir hún rekið versl- un, en það getur Iíka vel verið, að hún hafi bara flutt farþega og varning á milli hafna. En um það leyti, sem saga þessi byrjar, lá Ohan Manur í skjóh undir ey einni lítilli, sem til- heyrir Riu-kiu-eyjunum, - og seldi eyjaskeggjum ostrur í kapp við japanska ostrusmygl- ara. Skamt þaðan, sem Ohan Manur lá, var amerísk skemti- snekkja. Hún hét Jonny's Hea- ven, og var eign sonar eins amerísks miljónaeiganda, — Jonny Jenkins að nafni. Jonny Jenkins var 27 ára að aldri og alinri upp í dálæti og fékk öll- um kenjum framgengt er hann vildi. Hann hafði boðið heilum herskara af vinum sínum og auðmannadætrum í ferðina, og er þau komu til Riu-Kiu eyjanna héldu þau kyrru fyrir i nokk- ura daga til að horfa á perlu- veiðimennina kafa. Þau voru orðin leáð á grímudansleikjum og spilamensku og langaði til að sjá eitthvað nýstárlegt. Dag- inn sem snekkjan kom til eyj- anna, kyntist Jonny Jenkins Daisy Vickers og varð hrifinn af henni. Það var heldur ekkert undarlegt, þvi hún var frjáls og ótemjuleg eins og viltur sléttu- hestur og þar að auki töfrandi fögur. Sennilega var hún á svip- uðum aldri og Jonny sjálfur. Hann bauð henni og báðum stýrimönnunum hennar, öðr- um hollenskum, hinum dönsk- um, um borð til sín, því hann ætlaði að halda þeim veglega veislu, Daisy skipstjóra til heið- urs. . En stýrimennirnir komu skipstjóralausir um borð. Þeir voru með kveðju frá Daisy og skilaboð um, að hún hefði hvorki tíma né löngun til að sinna þvílíkri fásinnu. Hún lét líka skila því, að sér fyndist það ólíkt mannlegra, ef hann tæki sér eitthvert ærlegt starf fyrir hendur, heldur en að eyða hverri einustu stund i dáðleysi og einskisnýtar skemtanir. Báðir stýrimennirnir drukku alt samkvæmisfólkið undir borðið, fyltu vasa sína vindling- um og fóru hinir ánægðustu burt. Þegar Jonny Jenkins var bú- inn að sofa úr sér vímuna, sauð niðri í honum reiðin yfir þeirri útreið, er hann hafði fengið. En hann var ástfanginn af þessum hálftrylta kvenmanni og hann beið eftir nýju tækifæri til að sýna honum ágæti sitt og hæfi- leika. Kvöld eitt hittust þau við drykkjuborð veitingahússins „Brosandi draumaland". Þegar Jonný kom inn með gesti sína, sat Daisy við borðið ásamt stýrimönnum sínum og nokk- urum hásetum. Hinir nýju gestir bárust mik- ið á, höfðu hátt og voru uppi- vöðslusamir. — Þeir skipuðu hljómsveitinni að hætta að leika, tóku sjálfir af þeim hljóð- færin og spiluðu einhverja lag- Iausa vitleysu, en einn þeirra sýndi viltan steppdans á gólf- inu. Hinir pöntuðu drykkjar- föng á meðan, þau dýrustu sem til voru, fleygðu peningunum í DAISY ttí, þjónana og gáfu ríkulega drykkjupeninga. Jonny Jenkins bað um að mega dansa sóló- dans. Hann gekk til sætis Daisy, klappaði á axlir hennar og bauð henni upp. „Heyrðu, barn", sagði hann, „eg ætla að dansa við þig." — Honum fanst sjálfum þetta vera karlmannlega sagt og hljóta að vekja athygli meðal gesta sinna. Daisy virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Segðu mér, stráksi", sagði hún brosandi, „hvað borgaði hann pabbi þinn mikið fyrir uppeldið á þér? Mikið hefir það sennilega ekki verið, þvi eg hef oft séð karl- menn, sem kunnu hvorki að lesa né skrifa, en flestir ef ekki alhr þeirra, hafa kunnað að hegða sér prúðmannlega gagn- vart kvenfólki. Þetta skaltu læra, og þegar þú ert búinn að því, skaltu læra að vinna eitt- hvert ærlegt handtak. Þetta eru skilyrði til þess, að nokkur heið- arlegur kvenmaður geti tekið þig alvarlega." Jonny Jenkins réði sér varla fyrir reiði, þó hann reyndi að setja upp kæruleysissvip. Hann svifti Daisy hranalega upp af stólnum og lagði hendina um mitti hennar. „Þú skalt að minsta kosti verða að dansa við mig," sagði hann kesknislega, og honum varð rórra, er hann sá að skip- verjar hennar sýndu ekki á sér neitt snið, að koma henni til hjálpar. Þeir virtust taka þess- ari frekju hans með stökustu ró og skemtu sér ágætlega. Hann gaf hljómsveitinni merki um að byrja — en alt í einu lá hann kylhflatur á óhreinu gólfinu. Jonny brölti á fætur, eldrauður af blygðun, en hann stóð ekki nema á að giska sek- úndu. Daisy setti fyrir hann bragð, þrýsti ofurlítið á bring- una á honum, svo Jonny skall

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.