Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Frá Buenos Aires til Reykjavíkup á 50 I áttina til Evrópu — í áttina til stríðsins. Nú er liðinn hálfuo* mán- uður. I dag er 12. október. Við erum komnir réttu megin á hnöttinn — eða við skulum segja „okkar megin", réttu megin hljómar kuldalega eins og umhorfs er. Við erum bún- ir að koma við í Montevideo, Santos og Rio de Janeiro, eins og á niðurleiðinni. En eftir það höfum við beygt út af. Við för- um nú bráðum að nálgast Af- ríku. —Skipið, sem við erum á, heitir „Copacabana" og er systurskip „Piriapölis" og að öllu leyti eins, öðru en því, að það gengur ekki eins vel, en það getur stafað af því, að við höfum ekki haft eins gott veð- ur og auk þess erum við miklu hlaðnari. Kornvöru hlóð skipið í B. A., bómull og sérstaklega þúsundir tonna af kaffi í San- tos og appelsinur í Rio. Við höfum orðið varir við stríðsundirbúninginn frá því við fórum af stað. Belgía og belgiski fáninn er málað á hlið- ar skipsins og nú síðustu dag- ana fánalitirnir ofan á lestarn- ar — vegna flugvéla, — björg- Veður var óhagstætt, þegar ferðin hófst, vindur 6 stig og allmikill sjór. Samt var ráðist í að reyna seglin og tókst það svo vel, að siglt var i níu daga samfleytt, án þess að notast þyrfti við vélina. Hafði skipið ekkert samband við umheim- inn, annað en að nákvæmlega var hlustað eftir öllum fréttum í útvarpinu og loftskeytatækj- unum. Þegar logn var, varð að nota vélina til þess að komast áfram, því að engan tíma mátti missa, þvi að vatn og vistir voru af mjög skornum skamti. Daglega vann öll skipshöfnin að því að höggva timbrið niður í hæfilega stóra búta og var unnið að þessu 14 klst á sólarhring. 1 dögun þ. 11. nóvember sást strönd Chile og daginn eftir komst Erlangen í höfn. Var þá svo komið, að kol voru öll búin, svo og alt timbrið, sem fengist hafði iá eynni og alt timbur inn- an úr vistarverum skipverja og mestur hluti lestahleranna. Hafði skipið á þessum 35 dögum farið 1507 mílur undir seglum, en 3319 mílur fyrir vélaafU. um. unaræfingarnar eru fleiri. Við höfum verið látnir merkja far- angurinn sérstaklega, farþeg- arnir hafa verið látnir gefa upp heimilisfang, skipið hefir æft að sigla ljóslaust, annars eru sérstakir ljóskastarar á þjóðarmerkinu og björgunar- bátarnir hanga úti alla leiðina. Og eins og áður er sagt, við siglum aðra leið. Við erum núna staddir á ca. 13° norðl. breiddar og siglum á morgun hjá Cap Verde eyjunum, en för- um nú fyrir innan þær en á niðurleiðinni fórum við fyrir utan þær og við eigum senni- lega að þræða hér eftir línu skipanna, sem ganga á Belgiska Kongo, en þau sigla með strönd- um. Og við eigum sennilega að koma við á Kanarisku eyjun- um og það er vel þegið.' — Ef ekki væri alt þetta striðsbrölt þá gætum við haldið að við værum á sama skipinu og hina leiðina. Við höfum sömu káetu, Ásmundur er i „alþjóðahverfi". Við sofum í sömu káetu, i sömu kojum, maturinn er eins; stuttu máli sagt: alt er eins. Við höfðum lært á suðurleið- inni að nota sjóinn og sólskin- ið og á norðurleiðinni notuðum við okkur þenna lærdóm, með þeim árangri, að við vorum brátt orðnir svo brunnir af sól- inni, að við vorum altaf í sjó- baðinu til að svala okkur. — En nú var farið að kólna aftur. Við þurftum að koma við á Kanarisku eyjunum til þess að taka oliu. Vi$ komum að morgni til Palmas og fórum aftur upp úr hádeginu. Eyjarn- ar eru eins og islenskar væru, eldbrunnar og tiltölulega eyði- legar. Fyrir ofan bæinn er hæð, sem líkist mjög Helgafelli í Vestmannaeyjum. Það var held- ur lítið að sjá í landi. Allmik- ill borgarhluti undir fjallinu var í rústum og við gátum okk- ur til að það væri frá borgara- styrjöldinni. — Ekki var eins mikið af pálmum i borginni og nafn hennar gæti bent til. — Nokkur þýsk skip lágu í höfn- inni og höfðu legið þar frá því stríðið byrjaði. Eini þýski karl- maðurinn, sem var farþegi á Copacabana, fór af skipinu hér, hvernig svo sem hann hefir ætl- að að komast lengra. Næstu daga f óru ýmsar sögur að kom- ást á kreik um það, hvert við mundum fara. Flestir sögðu, að við mundum teknir inn til Eng- lands og það reyndist líka rétt. Að morgni þess 21. okt. vor- um við komnir undir Englands- strendur samkvæmt fyrirskip- un yfirvaldanna og um eftir- miðdaginn komum við til Wey- mouth, og var skipinu lagt þar á ytri höfnina innan um 20—30 önnur. Um kvöldið, það var laugardagskvöld, voru passarn- ir rannsakaðir, og daginn eftir var skipið alt rannsakað, þ. e. a. s. lestarnar. Einnig voru far- þegarnir kallaðir saman og spurðir spjörunum úr um sín- ar ferðir. Eftir það var tilkynt, að daginn eftir mætti allir fara til síns lands,'ef þeir sýndu, að þeir gætu komist úr landinu á sinn eigin kostnað. Englending- arnir voru þegar farnir og nokkrir aðrir notuðu þetta tækifæri, en f jöldinn allur sagð- ist ekki hreyfa sig á eigin kostnað. Við fengum Englend- ingana til-að taka skeyti heim fyrir okkur, en það hefir vænt- anlega aldrei komist lengra. 1 þrjá daga í viðbót stóð þetta taugastríð, en þá gáfust þeir skipsmenn upp og voru nú far- þegarnir fluttir yfir i annað skip frá sama félagi, sem þarna hafði legið, en nú var á förum, og með því vorum við fluttir til Antwerpen á kostnað skipafélagsins. — Dagarnir voru farnir að verða langir og leiðinlegir í Weymouth. Við fengum ekki að fara i land og eina ánægjan var að sjá skip koma og fara. Mörg komu og fóru meðan við lágum þarna, en mörg, sem voru fyrir, þegar við komum, voru enn ófarin, þegar við fórum. Daglegt fyrir- brigði var einnig að sjá dálít- inn varðtogaraflota fara út á morgnana ásamt 2—3 kafbát- um og koma aftur á eftirmið- dginn. Þeir fóru fram með ströndinni á vissu svæði dag- lega, og leituðu að óvina tund- urduflum og kafbátum á sigl- ingaleiðum. Við kvöddum Copacabana með söknuði og samt fegnir að losna úr fangelsinu. Ef til vill liggur Copacabana þar ennþá. Yfir Ermarsund á fjórum dögum. Skipið, sem við vorum fluttir í, heitir „Persier" og er ca. helmingi minna en Copacabana og þar að auki mjög gamalt og hefir mjög ófullkomið far- þegarúm. Við lögðum af stað klukkan 8 að kvöldi þess 26. okt. Morguninn eftir, 27., vor- um við komnir til Dover og biðum þar eftir eftirlitsmanni og um hád. héldum við áfram, en nú var farið að versna all- mikið veðrið og um kvöldið var komið þrumuveður og rok og um morguninn þann 28. lágum við enn hjá Dover. Skipið hafði snúið aftur. Fram yfir hádegi lá skipið þarna, en fór þá að þokast niður sundið i stormi og þoku. Þá um eftirmiðdaginn var haldin björgunaræfing. Ástæð- an til þess, að skipið hafði ekki lagt úr sundinu var sú, að það hafði tæpast nóga björgunar- báta, ef eitthvað kom fyrir; Far- þegarnir voru 60—70, en bát- arnir tveir stórir, einn minni og einn léttbátur. Okkur fimm var einum farþeganna raðað i létt- bátinn og tókum við það sem „compliment". Um nóttina lá skipið í Thames-mynni og í být- ið þann 29. þokaði það sér aft- ur til Dover og skilaði lóðs, því nú var veðrið orðið gott og loks- ins átti að leggja af stað, og um kvöldið vorum við komnir inn á Antwerpen-skurðinn og þar lá skipið um nóttina og eld- snemma um morguninn sigldi það upp í höfnina. Kl. var milli 7 og 8 og passa- og tollskoðun gekk það fljótt, að um niu leytið vorum við komnir með farangurinn á járnbrautarstöðina, þar sem við geymdum hann til bfáðabirgða. Nú var að athuga möguleikana til að komast heim. Við fórum til umboðsmanns Eimskip til þess að fá vitneskju um ferðir félagsins, en það eina, sem þeir vissu, var að það var hætt að ganga til Antwerpen. Við héld- um þá til konsúlsins til að sjá hvort nokkur boð lægju fyrir okkur, en einmitt þá um morg- uninn hafði hann fengið fyrir- spurnarskeyti frá sendiráðinu í Höfn, og hafði þá frétt hjá skipafélaginu, að við værum væntanlegir þá um morguninn. Hann ráðlagði okkur að fara til Kaupmannahafnar, þvi þaðan hlytu að vera ferðir, og varð það úr, að við fengum „visum" hjá þýska konsúlnum og keypt- um járnbrautarfarmiða til Kaupmannahafnar. Daginn eft- ir kl. 3 lögðum við af stað með járnbrautinni frá Antwerpen. Kl. 3Y2 vorum við komnir til Brussel. Þar skiftum við um lest samstundis því Þýskalands- lestin fór kl. 4, svo við fengum ekki tíma til að líta á borgina. Þýskaland í myrkri. Þegar við nálguðumst landa- mærin var dregið fyrir alla glugga i lestinni, og i síðasta þorpinu Belgíumegin komu þýsku tollverðirnir i lestina og skoðuðu farangurinn og pass- ana á leiðinni til Aachen. Við

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.