Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ i annað skifti aftur á bak á gólfið. Vini Jonnys, þreklega vöxn- um náunga, fanst honum smán gerr og ætlaði að koma honum til hjálpar, en þá reis fyrsti stýrimaður af Ohan Manur á fætur og gekk á móti honum. Stýrimaðurinn var eitt- hvað minni vexti en knálegur allur og hörkulegur. Það fóru sögur af þvi, að hann liti Daisy skipstjóra hýru auga. í dykkju- salnum varð uppi fótur og fit og alhr þyrptust utan um keppi- nautana tvo, sem nú börðust um sæmd og heiður skipa sinna. En viðureignin varð stutt. Daninn tók Ameríkumanninn fangbrögðum, keyrði hann aft- ur á bak og slengdi honum með slíku heljarafli á gólfið, að hann lá þar meðvitundarlaus. Stýri- maðurinn gekk að útidyrunum, opnaði hurðina og kallaði: „Út með ykkur!" Örfáum augnablikum síðar sátu skip- verjarnir af Ohan Manur einir eftir við drykkjuborðið og skemtu sér ágætlega yfir háð- uglegum óförum snekkjufélag- anna. , Upp frá þessari stundu var Jonny Jenkins vitlaus eftir Dai- sy skipstjóra. Hann gat grátið eins og barn, en þess á milli skammaðist hann við félaga sína og skipverja svo úr hófi keyrði. Einu sinni réri hann yf- ir til Ohan Manur og hóf bón- orð við Daisy skipstjóra. Hún hlustaði þegjandi á bónorð hans, fékk honum síðan litinn pela með kína-lífs-elexir og skrifaði nafn og heimilisfang næsta geðveikralæknis á miða, -er hún þrýsti i hönd hans. Jonny fór sneyptur í burtu og hefði heldur kosið að hafa ekki farið þessa ferð. *s Dag nokkurn skeði óvæntur en örlagaþrunginn atburður. Þegar stýrimenn og flestir há- seta á skemtisnekkju Jonny Jenkins voru farnir i land, datt Jonny i hug, að hann skyldi nú nota tækifærið og færa snekkj- una sína upp að hlið Ohan Man- ur, svo bilið styttist milli Daisy og hans. Um leið ætlaði hann að sýna henni stýrimensku- kunnáttu sína og karlmensku. Hann skipaði, að setja snekkj- una á fulla ferð og gekk sjálf- ur að stýrinu. Kyndararnir hik- uðu, en Jonny var svo höstug- ur, að þeir þorðu ekki annað en hlýða. „Setjið stjórnborðsvélina á hálfa ferð áfram!" skipaði hann. Snekkjan tók beygju, en Jonny rétti hana og lét stýrið leika á milli handa sinna svo unun var á að horfa. Hann var svo sem búinn að sjá, hvernig fara átti að þessu. „Fulla ferð á báðar vélarn- ar!" ' Hún skyldi fyllast aðdáun á honum þessi stolta stelpukind. Hann leit til hliðar og brosti stoltur til Daisy, þar sem hún stóð á þilfarinu á Ohan Manur, en hún virtist bara alls ekki veita honum neina athygli. — Bannsett klúður. „Jæja, nú er víst best að beygja á stjórn- borða", muldraði Jonny við sjálfan sig. En þetta hefði hann átt að athuga áður, nú var það orðið of seint. Jonny's Heaven rakst á fullri ferð á Ohan Man- ur miðskips og klauf þegar hið veikbygða seglskip í tvent. Jonny sá Daisy standa örfáum metrum frá sér, hún hristi höf- uðið ásakandi og það var eins og hún ætlaði að segja eitthvað. En á sama augnabliki var alt um garð gengið. Báðir hlutar skipsins stungust á endann nið- ur í hafið og sukku, svo ekkert sást eftir nema nokkurar fjalir og körfur, sem flutu og liópur af mönnum á sundi. Jonny hlustaði eins og í draumi á skip- anir skipverja sinna, er þeir kölluðu niður í vélarúmið. Uppi á þilfarinu keptust menn við að koma björgunarbátum fyrir borð, og heill floti af japönsk- um ostrusmyglurum kom i skyndi til hjálpar. Að tuttugu minútum liðnum var búið að bjarga öllum skip- verjunum af Ohan Manur nema Daisy Vickers. Hennar var leit- að, en árangurslaust. Árla morguns, daginn eftir, komu báðir stýrimennirnir af Ohan Manur um borð í Jonny s Heav- en og spurðu eftir eiganda skipsins. En þeir komu of seint, Jonny Jenkins var flúinn. Hálfu ári seinna skýtur hon- um upp i Colombo, og þar ger- ist hann verslunarþjónn. Hann var gerbreyttur maður orðinn. Hann vann. Kínverskur prang- ari hjálpaði honum um vinnu. Núna kallaði hann sig Jo Brook, og hann átti ekki nokkurn skapaðan hlut til — ekki einu sinni neitt sameiginlegt með Jonny Jenkins. Hann var þrosk- aðri orðinn og karlmannlegri. Hann hélt kyrru fyrir i Colom- bo, uns hann mætti dag nokk- urn stýrimanninum af Ohan Manur. Þá skifti hann um at- vinnu og lét skrá sig sem vika- pilt á ensku kaupfari, sem sigldi til Kína. Hann fór tvær ferðir á þessu skipi, en vegna atorku sinnar og dugnaðar i ofsaveðri einu, lét útgerðarfé- lagið skrásetja hann sem full- gildan háseta. Ári síðar réðist Jonny á olíuskip er sigldi milh hafna i Austur-Asíu. Hann var þróttmikill, hugrakkur og snar- ráður sjómaður, sem allir félag- ar hans báru traust til. En vini eignaðist hann ekki, hann var einrænn og þegjandalegur. Það bar sjaldan við, að hann færi i land í höfnum þar sem skipið kom. Á þriðja ári eftir að hið ógiftusamlega atvik hafði hent hann, lagði skipið, sem hann var á, eitt sinn upp að seglskipi í einni höfninni. Það var nýlegt að sjá og bar nafnið „Jonny's Heaven". Jo Brook háseti starði á þetta skip eins og eitthvert viðundur. Klukkustundu siðar læddist hann eftir hafnarbakk- anum órór og eyrðarlaus i skapi. Alt i einu heyrði hann kvenmannsmálróm rétt hjá sér: „Ætlarðu ekki svo mikið sem að heilsa mér, Jonny?" Jo Brook leit rólega í kring- um sig. „Ert það þú, Daisy?" sagði hann lágum rómi. Daisy^ Vickers kom á móti honum kvik j|; fæti og glaðleg á svip. „Gott k%öld-" sagði hún vingjarnlega. „Það gleður mig að sjá þig, Jonny." Hún virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja og klappaði hlæj- andi á öxlina á honum. „Nú þætti mér sennilegt, að eg gæti ekki farið með þig eins og forðum daga i „Brosandi draumalandi". Hún tók undir handlegginn á honum og leiddi hann inn i borgina. „Veistu það", játaði hún, „að mér leist strax vel á þig, en þú varst kjáni, sem eltir glyngur og samkvæmislíf. Það var ekki neinn mergur í þínum beinum. En þú breyttist við að sökkva skipinu mínu forðum, og þú komst á rétta braut. Eg hefi æ síðan fylgst með ferðum þínum og störfum og eg hefi ekki á- stæðu til annars en vera ánægð með þig. Á öllum þinum flæk- ingi hefi eg haft nánar fregnir, af þér, þvi eg hefi meðal ann- ars átt kuningja á skipunum, sem þú hefir siglt á. Haltu á- fram á þessari sömu braut, þá verðurðu bráðum að manni. — Meðal annara orða, þú ættir einhverntíma að skrifa honum pabba þínum, þó ekki væri nema á bréfspjald. Þá þyrfti eg ekki að senda honum fréttir af þér þann mánuðinn." Jonny fór smám saman að komast i skilning um það, að Daisy var lifandi, *en ekki á- þreifanleg afturganga. Daisy hans lifði! Hvílík óvænt ham- ingja! Guði sé lof, hún lifði og hún elskaði hann. „Þarft þú ekki á háseta að halda?" spurði hann ákafur. Daisy skipstjóri hristi höfuð- ið. „Nei, en mig vantar stýri- mann. Gaktu undir stýrimanns- próf og svo máttu koma til mín." „Það fer svo langur tími í það", sagði hásetinn áhyggju- fullur á svip. En Daisy ypti öxl- um. „Það er undir þér sjálfum komið. Ef þú ert ástundunar- samur, geturðu lokið námi á til- tölulega skömmum tima." "'Þar við sat. Þessa sömu nótt sigldi „Jonny's Heaven" úr höfn. Jo Brook háseti lét afskrá sig. Hann fór til Englands og gekk þar á stýrimannaskóla. Frásögn Randars skipstjóra var lokið, því það var hringt til matar. „Hvernig lyktaði sögunni ?" spurði eg, þegar við gengum inn í reykingasalinn, að máltíðinni lokinni. Daninn ypti öxlum. „Það skiftir engu máli með sögulok- in. Eg persónulega hafði lítið álit á Jo Brook og bar ekkert traust til hans sem stýrimanns. Hann mátti fara til fjandans fyrir mér, enda veit eg ekkert hvað af honum hefir orðið." Skipstjórinn sagði ekki meira. Hann gekk út í eitt hornið og tók sér sæti við af- skekt borð. En eg settist hjá fyrsta stýrimanni og hóf sam- ræður við hann. „Það er einkennilegur mað- ur, hann Randar skipstjóri", sagði eg. „Bandvitlaus náungi", sagði stýrimaðurinn samþykkjandi. „Hann sigldi árum saman á arabisku seglskipi sem fyrsti stýrimaður, en skipstjórinn var ungur, laglegur kvenmaðurl Hann bar víst hug til hennar, því hann neitaði öllum tilboð- um um stjórn á skipum uns annar stýrimaður, amerisk- ur að ætt, giftist henni. Siðan hefir hann verið sldpstjóri á dallinum okkar. Góður sjómað- ur er hann, það verður maður að játa, og aðeins einu sinni hefi eg séð hann útúrdrukkinn. Það var fyrir framan Biu-kiu- eyjarnar, ef eg man rétt." Þögn og vinna. Stormsveitir fasista i Róm hafa byrjað „þagnar- og dugn- aðarbaráttu" og láta þær alls- staðar hengja upp sþjöld með svofeldri áletrun: I ÞESSARI SKRIFSTOFU TÖLUM VH> EKKI UM STJÓRNMÁL EÐA STYRJALDIR. — VIÐ STÖRF- UM HÉR!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.