Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Q ramvegis verða* birtar í Sunnudagsblaðinu frásagnir frá ýmsum atburðum stríðsins undir heildarfyrirsögn- inni: Frá striðinu. Að þessu sinni birtist frásögn frá tveimur atburðum á sjó, enda þótt aðeins annar þeirra sé stríðinu viðkomandi. FRA STRIÐINU: Vaskir sjómenn, Erlend blöð hafa nýlega sagt frá svaðilförum tveggja gufu- skipa. Annað skipið rak stjórn- laust um Atlantshafið í 28 daga, áður en því barst hjálp, en hitt hafði svo lítil kol, er það var statt í Kyrrahafi, að skipshöfnin útbjó segl á það og sigldi því þannig 1500 mílur. Fyrra skipið var gufuskipið „Energi" frá Marstal í Dan- mörku. Það er 1500 smál. að stærð og fór þann 23. septem- ber frá Kanada áleiðis til Bret- lands. Þegar skipið var búið að vera nokkura daga í hafi, brotnaði af því skrúfan og jafnframt bilaði stýrisumbúnaðurinn. Það skeði 4. október. Skipið var ekki útbúið loft- skeytatækjum, svo að það gat ekki kallað á hjálp, en engin yfirvof andi hætta var á ferðum, því að skipið var mörg hundr- uð mílur undan landi og veður ekki sem verst, eftir því sem gerist um þennan tíma árs. Skípstjórinn var gamall sjó- maður og hafði lært sjómensku á seglskipum. Hann hófst því þegar handa um að láta útbúa segl á skipið, því að þótt skip færi framhjá, þá sinti ekkert þeirra neyðarmerkjunum frá Energi. Var það auðséð, að skip þau, sem sáu til Energi, héldu að skipið væri agn fyrir kaí'bát og til þess ætlast að það drægi örinur skip að sér til hjálpar, og kafbáturinn kæmi þeim síðan fyrir kattarnef. Það tók nokkura daga að sauma seglin og „slá undir", ef svo má að orði komast í þetta sinn, en þegar rúm vika var liðin frá því, að Energi hafði mist skrúfuna var hún orðin að toppsegls-skonnortu. En ekki var öll nótt úti enn, •því að þótt nú væri hægt að sigla skipinu, þá var stýrisum- búnaðurinn enn þá í svo miklu ólagi, að að eins var hægt að sigla beint undan. Var svo siglt oftast í suðaustur. Það f ór nú að bera á vonleysi meðal skipverja. Hvert skipið á fætur öðru, sem hefði getað veitt Energi hjálp, beint eða óbeint, sigldi framhjá, án þess að sinna því. Skipstjórinn varð hvað eftir annað að kalla hina yngstu skipverja fyrir sig, til þess að stappa í þá stálinu Og það dugði jafnan — um stund. En svo dofnaði vonin aftur, því að aldrei kom hjálpin og vistir og vatn fóru að verða af skornum skamtiw^ Þá kom hjálpin loksins. — Finskt skip kom í augsýn og þegar það sá neyðarmerki hins danska skips, hélt það rakleiðis til þess og bauð þá aðstoð, sem það gæti í té látið. Virum var komið um borð i finska skipið, en þeir slitnuðu hvað eftir annað. Þá var akk- erisfestum Energi komið um borð i finska skipið, en alt fór á sömu leið. Jafnskjótt og finska skipið fór af stað hrukku festarnar í sundur. Sáu skip- stjórarnir þá fram á, að þeir gæti eytt öllum sínum vírum og akkerisfestum án þess að gagni kæmi og voru þá send Ioftskeyti frá finska skipinu og beðið um hjálp. Kom þá von bráðar dráttarskip og dró það Energi til Lissabon, þar sem ný skrúfa var sett á það. Energi hafði rekið skrúfu- laust um Atlantshafið í 28 daga, þegar finska skipið kom á vett- vang, en það kom ekki á á- kvörðunarstað i Englandi fyrr en i byrjun janúar. Það var því þrjá mánuði á eftir áætlun. Þegar til Englands kom voru skipverjar auðvitað hyltir af blöðunum fyrir vaskleika sinn og dugnað, en í blaðaviðtali sagði skipstj., Jörgen Jörgen- sen: „Það var aldrei nein hætta á ferðum. Við höfðum nóg „svigrúm" til þess að velkjast um, en í þéssari ferð höfum við lært meira til sjómensku, en alla æfi okkar láður." Þetta eru ummæli hins sanna sjómanns: Hann tekur hverju, sem að höndum ber, með æðru- leysi og stillingu, og telur sig enga hetju, þótt ekki fari alt eins og búist var við í upphafi. Á flótta í hlutlausa höfn. í ágústlok var þýska skipið „Erlangen", 6101 smál að stærð, eign Nord-deutsche Lloyd, satt í Dunedin i Nýja- Sjálandi. Þaðan átti skipið að fara til hafnar á meginlandi Ástraliu til þess að taka kol. En af þvi varð þó ekki, þvi að styrjöldin braust út og skip- stjórinn, Grams að nafni, á- kvað að freista þess að komast til hlutlausrar hafnar, helst í Suður-Ameriku. Forðaðist hann svo allar skipaleiðir og sigldi ljóslaust um nætur. Ef tir nokkurra daga siglingu kom Erlangen svo til eyðieyju einnar, sem var skógi vaxin. Var skipinu svo lagt þar í vík, þar sem ekki sást til þess frá hafinu., En kolaforði skipsins var lít- ill eins og áður getur, svo að skipstjóri ákvað að fella tré á eyjunni og nota þau fyrir eldi- við. Taldi fyrsti vélstjórinn að þrjár smálestir af timbri myndi jafngilda einni smálest af kol- um. Var svo hafist handa um skógarhöggið, og trén flutt um borð í björgunarbátunum, en það sóttist svo seint, að skip- stjórinn sá fram á að það myndi taka mánuð eða meira að flytja nægilega mikið um borð á þenna hátt. Var þá það ráð tekið að setja skipið upp í fjöru, en það var þó enn um 120 metra frá landi. Jafnframt var hætt við að nota björgunarbátana til timbur- flutninganna og vindur skipsins notaðar til þess að draga timbr- ið um borð. Gekk „skógar- höggið" fljótar með þessu móti, þvi að nú gátu fleiri menn unn- ið í landi. Eftir tæpan mánuð var búið að flytja um 400 smál. af " timbri um borð i skipið, en leið- in til S.-Ameríku var um 5000 mílur. Reiknaðist yfirmönnum skipsins svo, að ferðin myndi taka um 20 daga, þegar reiknað væri með hagstæðum straum- um og vindum. Átti að notast við vindana, þvi að fyrsti stýri- maðurinn hafði saumað segl og undirbúið þá hlið ferðarinnar. Þann 7. október var alt til- búið og kl. 7 næsta morgun var farið af stað. Var þá búið að eyðileggja öll skipsskjöl og alt búið undir að sökkva skipinu, ef herskip Bandamanna ætluðu að ná því. : ¦ ':¦£ ¦.".... GB3 NÝTÍSKU DANS. — Þessi mynd var tekin á heimssýningunni í New York i sumar og er af sigurvegurum í danskepni. Það er þó ekki dansað, eins og við verijumst hér heima, heldur er um að gera að láta öllum illum látum, hoppa og stökkva o. þ. h. Og það parið, sem verst lætur, sigrar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.