Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.01.1940, Blaðsíða 1
mmm 1940 Sunnudaginn 28. janúai* 4. blaö MONTANA. EFTIR FRÚ RANNVEIGU SCHMIDT. HVER hefir heyrt getið um Montana — er nokkuð þar að hafa? Landið er fult af Rauðskinnum og „cowboys", segja þeir. Já, jafnvel sumir Ameríkumenn vita litið meir. íbúarnir kalla Montana „land gulls og æfintýra"; hvorki meira né minna! • Montana er í norðvesturhluta Bandaríkjanna og nær upp að landamærum Canada, þriðja rikið i röðinni að stærð af liin- um 48 ríkjum, en hefir aðeins 500.000 íhúa. Hér er náttúran i alveldi sínu: Klettafjölhn krýnd -ótal jöklum, fagrir skógar, ið- grænir vellir og tún. Glacier National Park i norðvestur- hluta ríkisins er einn af feg- urstu „þjóðskógum" Bandarikj- anna. Montana er kopar- og hveitiríkið; kvikfénaður er hér mikill. Eg man í gamla daga heima á íslandi, að okkur fanst mikið til um þegar einhyer sagði okkur, að síra Björn á Dvergasteini ætti 700 kindur. Hér eiga „f járkóngarnir" 10.000 kindur og sumir eiga álika margar kýr. — í sumar heldur Montana upp á 50 ára afmæli sitt; það eru 50 ár síðan ríkið gekk inn i bandalagið — bara 50 ár; ekki mikið eftir mæli- kvarða Norðurálfunnar! ÓLAFUR BÍKISERFINGI NORÐMANNA Það er ekki laust við að við séum gleymd og grafin hér í norðvestrinu. Hvernig á því stendur að svo margir Skandin- avar eiga hér heima, er ekki gott að segja. íslendingar örfá- ir, Danir fáir í þessum hluta rikisins, en í norðaustur Mont- ana er lítill bær, þar sem allir íbúarnir eru danskir og tala dönsku sín á milli, bærinn heit- ir Dagmar. Svíar eru hér marg- ir, en Norðmenn yfirgnæfandi að tölu. í Great Falls, þar sem við eig- um heima, eru margir Norð- menn. Þegar eg kem á bóka- safnið tala eg oft við eina af stúlkunum sem afgreiðir þar, hún talar ágætlega norsku, þótt hún hafi aldrei til Noregs kom- ið. Þegar eg i mesta granda- leysi kem á pósthúsið með pakka til Danmerkur, hrópar afgreiðslumaðurinn á þrum-. andi norsku: „Gu' bevare mig vel, er du Dansker!" Great Falls er geðslegur, lít- ill bær með 30.000 íbúum. Hér eru fallegir garðar og mikið af trjám meðfram breiðum göt- um. Hér eru 38 kirkjur og ó- teljandi „klúbbar". Great Falls þykist hafa meiri menningar- brag á sér en t. d. námubærinn Butte, sem þó er hér um bil helmingi stærri. í Butte er heimsins ríkasta koparnáma, Og er bærinn að sögn sterkasti „union"-bær í Bandarikjunum. Ekki er Butte falleg, þótt um- hverfið sé stórfenglegt. Ef mað- ur gengur þar á götunum heyr- ir maður ótal tungumál. AIls- staðar eru „bars" og spilaviti — einhver taldi þar 122 „bars" — enda segir sagan, að ibúarnir í Butte hafi ekki haft hug- mynd um að aðflutningsbann á áfengi var i USA fyr en dag- inn sem það var afnumið! Hér í Great Falls þykir þeim gaman að hafa tyllidaga og skrautgöngur. Einn dag á ári er hér „round-up day" og klæða Höfundur þessarar greinar, frú Rannveig Schmidt, er dóttir Þorvarðar Þorvarðssonar prentsmiðjustjóra, og hefir hún dval- ið í Ameríku um 12 ára skeið. Hefir hún flutt marga fyrirlestra ma fsland í skólum og félögum vestra, og munu þeir nú orðnir yfir 50. Alla þessa fyrirlestra hefir hún flutt til þess eins að auka þekkingu á landinu og án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Þá hefir frúin ennfremur skrifað fjölda blaðagreina í blöð vestra um Norðurlandamál. Nú hefir frú Rannveig sent Sunnudagsblaði Vísis eftirfar- andi grein um heimkynni sín, Montana í Bandaríkjunum, og um komu Ólafs ríkiserfingja Norðmanna þangað. þá alhr sig í gamaldags föt, „cowboy"-búninga eða prýða sig með f jöðrum eins og Indíán- ar, en hinir „reglulegu" Indí- ánar, „Blackfeet", með svartar fléttur sitja upp að húsveggj- unum og horfa á, fátæklega búnir, skítugir og sljóir. Maður sér þá aldrei brosa, jafnvel ekki þegar einhver hefir gefið þeim „eldvatn". Mikið var hér um að vera, þegar það fréttist i sumar, að norsku krónprinshjónin ætluðu að heimsækja Montana. „Sena- tor" einn í Montana þinginu, Mr. Beynold C. Dahl, maður af norskum ættum, gekst fyrir því að bjóða þeim til Montana þegar þau voru á ferð í Banda- ríkjunum. Það eru svo margir Norðmenn i rikinu, að hérum- bil í hverju smáþorpi er félagið „Sons of Norway". Eg kann vel við það hjá Norðmönnum hér, að þeir kenna börnunum sínum að tala norsku og að elska það sem norskt er. Um daginn talaði eg við norskan kunningja minn hér, Olsen gamla. Hann er risa- vaxinn, gamall norskur bóndi, en „staut kar", eins og stigi hann beint út úr æfintýrum As- björnsens. Þetta var áður en krónprinshjónin komu hingað, og Olsen gamli var staðráðinn í að heilsa upp á „han kron- prinsen vor". Olsen gamli hefir aldrei séð Noreg, en honum þykir gaman að tala norsku. Norðmennirnir hér vita litið um konunga eða konunglegar persónur, ekki nema það sem gömul amma eða afi hefir sagt þeim i æsku, en ef norskur krónprins og krónprinsessa láta BANNVEIG SCHMIDT. svo lítið að heimsækja Mont- ana, þá verður maður, „den onde ta' mej", segir Olsen gamli, að taka vel á móti þeim. Þannig líta þeir á það og þess- vegna streymdu Norðmennirn- ir að hvaðanæfa í sumar, 3. júní, margir óku alla nóttina, mörg hundruð „miles", til þess að standa á járnbrautarstöðinni i Great Falls kl. 7 um morgun- inn og heilsa upp á norska krónprinsinn og krónprinsess- una. Great Falls var ekki eini bær- inn í Montana, sem tók á móti þessum virðulegu gestum, Bill- ings hafði tekið þeim með kost- um og kynjum. 1600 Norð- menn og aðrir Skandinavar sátu mikla miðdegisveislu, sem þeim var haldin í Helena, höf- uðstað ríkisins. Þar voru þeim gefnar prýðilegar gjafir, „cow- boy"-búningar úr hvítu skinni, útsaumaðir með Montana safír- um og tilheyrandi reiðtýgi. Great Falls er norskasti bær-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.