Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ — Biskupsstóll var á Hólum frá árinu 1106 þar til um aldamótin 1800, og margir biskupanna voru hinir mestu merkismenn. T. d. má nefna Guðmund góða (d. 1237), sem öll alþýða manna bar svo mikla trú til, að hann var fenginn til þess að vígja brunna og ýms björg, þar sem manntjón þóttu grunsamleg, út- rýma reimleika og öðru slíku og ávalt þótti gefast vel. Jón Ara- son (d. 1550), sem ásamt tveim sonum sínum, var hálshöggvinn í Skálholti án dóms og laga, fyr- ir fastheldni sina við hinn kat- ólska sið, — og Guðbrand Þor- láksson (d. 1627), sem lét prenta um 90 rit, þar á meðal biblíu, þá fyrstu, sem prentuð var hér á landi. — Um 1880 eignaðist Skagafjarðarsýsla Hóla, og var búnaðarskóli stofnaður þar tveim árum siðar, og hefir verið starfræktur síðan. Árið 1905 tók ríkið við skólanum, og hefir séð um rekstur hans siðan. Staður- inn er mjög vel hýstur; vestan undir skólaliúsinu, sem er stærsta bygging staðarins, er fallegur skrúðgarður, túnið er feikna stórt, og er hið ræktaða land þar óðum að aukast. — En nú skulum við líta á kirkjuna, sem að mörgu leyti er einstölc i sinni röð, og tvímælalaust markverðasta bygging staðar- ins. Fór skólastjórinn með okk- ur út í kirkjuna, til þess að skýra okkur frá því helsta, sem þar er að sjá. Kirkjan er stór, hygð úr blá- grýti og sandsteini úr Hóla- byrðu, veggirnir eru hvítkalkað- ir innan og utan og þak hennar, sem annarra hygginga staðarins, úr bárujárni, rauðmáluðu. Kirkjan er turnlaus, og þykir mér það lýti á svo veglegri bygg- ingu sem hún er og gera hana tilkomuminni. Smíði kirkju þessarar var lokiðl763.Framan við kirkjudyrnar er steinhella og er talið að undir lienni hvíli Jón biskup Arason, sem að gam- alli sögn, varð öllum þar nyrðra svo mikill harmdauði, að kirkju- klukka sú á Hólum, sem Líka- böng nefndist, hringdi af sjálfu sér þá er lík hans og sona hans voru flutt norður, í fyrsta sinn þegar líkfylgdin kom á Yatns- skarð, í annað sinn þegar hún kom á hálsinn þar, sem fyrst sér heim að Hólum, og i þriðja sinn er Iikfylgdin kom að tún- inu á Hólum, og þá með þeim firnum að hún rifnaði. Hve mik- ill hefir þá ekki harmur Hóla- manna verið, þar sem jafnvel dauðir hlutir hörmuðu svo mög þessa einstöku, föllnu trú- arhetju? í stöpli kirkjunnar, sem er einn geimur frá gólfi til þaks, eru nú tvær klukkur, og er önnur þeirra stór og liljómmik- il, að sögn steypt úr Líkaböng. Á útveggnum eru þrjú ferhyrnd göt, og gerð til þess, að hljómur klukknanna megi heyrast sem lengst. — Uppi undir þaki stöp- ulsins, flögraði nú litil máríátla til og frá um bitana, liafði hún hreiðrað um sig einhversstaðar þar uppi. Vinstra megin við dyrnar inn í aðalkirkjuna, er marmaraplata með grafskrift yfir barn, sem hrapaði þar til dauða meðan á kirkjubygging- unni stóð. Iíirkjan ér, sem fyx-r sagt, hvítkölkuð að innan, glugg- ar eru 5 eða 6 á hvorri hlið að- alkirkjunnar, og er loft i henni. „Innrétting“ kirkjunnar er mjög smekkleg og sérkennileg, en kuldalegir eru þessir hvítu steinveggir. Bekkimir eru mál- aðir brúnum og grænum, mjúk- um litum. Tveir eða þrir instu bekkimir eru nokkuð skraut- legri en hinir og er nokkurt bil á milli Jxeirra. Eru þar stúkur biskupa og annax-ra fyrirmanna. Á suðurhlið kirkjunnar ei-u dyr, nefndar frúardyr. Gegnt þeim er á norðurveggnum likneski Krists á krossinum, í fullri lík- amsstærð, skorið i tré. Er lílc- nesldð eðlilegt mjög og áhrifa- mikið. Milli kirkju og kórs er skrautleg milligerð úr tré. Neð- antil á milligerð þessa eru mál- aðar ýmsar táknmyndir t. d. viska, speki, trú, von og kær- leikur o. s. frv. Prédikunarstóll- inn er mjög laglegur, eru mál- aðar á hann myndir guðspjalla- mannanna. Altai'ið er stórt, úr steini, og talið æfa gamalt. —- Það sem markverðast er i kirkj- unni, er þó tvímælalaust liin gullfallega altaristafla. Er hún skorin í tré, og hið mesta lista- verk. Álitið er að taflan hafi ver- ið flutt hingað til lands frá Nið- urlöndum, og hafi Jón Arason gefið Hólakirkju hana. Sé svo, er markvert hve málning henn- ar og þó sérstaklega gylling, hefir haldist gegnum^ þessar fjórar aldir, sem liðnar eru frá því að hún var gefin Hólakirkju. Altaristafla þessi hefir í langa tíð verið talin sú merkasta, sem til er á landinu, og er hún mesta gersemi. Er hún i þrem hlutum og er miðhlutinn, sem sýnir krossfestinguna, mikilfengleg- astur. En álmum tveim, sem hver um sig er á við helming miðhlutans, er skift niður í 14 hólf samtals, og eru i þeim myndir postulanna, 6 livoru megin, en i efsta hólfinu er dýr- lingamynd. — Skirnarfontur kirkjunnar er högginn í stein (bikstein), gerður af skagfirsk- um bónda. Á hörmum skálar- innar stendur: „Leyfið bömun- um til mín að koma og bannið þeim það eigi, því að þvilíkra er guðs ríki.“ Ýmsar myndir eru höggnar i skírnarfontinn og þykir liann fallega gerður. Þrir fallegir Ijósahjálmar úr kopar eru í kirkjunni, og fleiri góðir gripir. Af öllu þvi markverða, sem er að sjá i Hólakirkju, vil eg að endingu nefna legsteina biskupanna og venslamanna þeirra i kii'kjugólfinu. Eru þeir allir i kórnum, nema einn, er hann frarnan við lcórdyrnar. Legsteinar þessir eru all margir og sumir þein-a með skrautlegu letri og útflúri. Við vorum ákaflega hrifnar af Hólakirkju, hef eg ekki komið í neina kirkju jafn auðuga af merkilegum og dýrmætum grip- um, enda munu þær fáar ísl. kii'kjurnar, sem slík verðmæti geyma, þó þau séu ekki nema ör- litið sýnishom af auðæfum hinnar fox-nu Hólakirkju, þegar veldi hennar var sem mest. — Eftirtektarvert er það, livað kirkjan lítur vel út, bæð'i utan og innan. Má það vera gleðiefni hæði þeim, sem sýna og skoða, hve urn- gengni öll er góð og snyrtileg, enda væri annað mikill ágalli á slíkum stað. Væri óskandi að slík umgengni mætti haldast sem lengst, til þess að hinir gömlu og fögru gripir þurfi ekki að rykfalla eða grotna í van- hirðu. Alt það, sem við sáum þarna, minti á liðna tíð, og ekkert var þar, sem mint gat á daginn í dag, nema ef vera kynni stór vöndur af sóleyjum, sem var í vasa á alt- arinu. Úti var glampandi sól- skin, en innan hinna köldu stein- veggja kirkjunnar hafði verið kalt og óhugnanlegt, og þrátt fyrir það, livað við liöfum haft mikla ánægju af þvi að skoða Hólalcirkju, var okkur fróun i að koma úr nepju liinna löngu liðnu ára, og út í brennlieitt sumarið 1939. — Þegar við höfð- um lokið við að skoða kirkjuna, liafði skólastjórinn ekki tíma til þess að vera leiðsögumaður okk- ar lengur, og fór því að mestu fram hjá okkur að skoða annað, sem markvert er á staðnum, t. d. hinar fornu bæjarrústir. -— Að afloknum miðegisverði lögð- um við af stað upp í fjallið Hólabyrðu. Er þar i á að giska 6—700 metra hæð, hjalli all- mikill í fjallinu, og er þar eins- konar hvilft, sem Gvendarslcál nefnist. Er þar uppi steinn mik- ill meira en mannhæðar hár, og er hann nefndur Gvendaraltari. Sagt er að Guðmundur biskup góði, hafi oftlega lagt leið sína þangað upp til þess að biðjast fyrir, og eigi örnefni þessi rót sína að rekja til þess. Grasteyg- ingar ná alt upp undir brúnir skálarinnar, og er leiðin þangað upp mjög brött. Eftir þriggja stundarfjórðunga göngu kom- um við að altarinu, kófsveittar og móðar af hitanum. Skálin er næsta snauð af öllum gróðri nema mosa. En útsýn þaðan yfir dahnn er fögur, sést út á fjörð- inn alt til Drangeyjar, en fyrir mynni dalsins blasir við Tinda- stóll. Unaðslega friðsælt og kyrt var þarna uppi í fjallinu, og það var hressandi í f jallablænum að láta hugann reika úr einum staðnum í annan, um alt það, sem fyrir augu hafði borið síð- asta sólarliringinn, — þama uppi í f jallinu var svo undarlega hljótt, — og eftir nokkra við- dvöl snérum við heim til Hóla aftur. En sá munur að tylla sér þama á hrekkubrúnina og renna sér niður, þó það kostaði bux- urnar grasblett, í stað þess að að stritast upp brattann í þess- um hita. — Um þrjúleytið kvöddum við Hólastað og lijól- uðum áleiðis til Hofsóss. STRAUMLÍNA. — Þetta er ein nýjasta myndin, sem tekin hefir verið af Sonju Henie.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.