Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 30.06.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 30. júní 26. blað AGÉSTA BJÖMNDÓTTfK: ÞÆTTIR ÚR FERÐASÖGU HEIIK AÐ I Hólar í Hjaltadal. HOLUH Yið hjóluðum lieim að Hólum, hinu fornfræga höfuðbóli og merkasta sögustað Norður- lands. Þegar farið er fram Hjaltadalinn er fyrst bærinn Viðvík á hægri hönd; er þar prestssetur. Á dögum Grettis bjó í Viðvík Þorbjörn öngull, sem ásamt móður sinni, en hún var fölkunnug mjög, átti drýgst- an þáttinn í niðurlögum Grettis. 1 Grettissögu er frá því skýrt, að eftir víg Grettis, hafi Þorbjörn öngull flutt höfuð hans með sér heim í Viðvík, og geymt það þar í útibúri veturinn næsta á eftir. Hafi búr það síðan verið nefnt Grettisbúr. — Vegurinn fram dalinn, sem er all grösugur, var ágætur, að minnsta kosti til þe að fara liann á hjóli. Á vinstri hönd takmarkast dalurinn af löngum en lágum ás, sem skilur hann frá Kolbeinsdal. Eftir endi- löngum dalnum fellur Hjalta- dalsá, þar til hún sameinast Kol- beinsdalsá framundan ásnum; lieita árnar úr þvi einu nafni Kollca. — Þokunni var farið að létta og var okkur það mikið gleðiefni og um það leyti, sem við fyrst sáum heim að Hólum, brosti kvöldsólin blíðlega gegn- um skýjaþykknið. Það er ein- staklega staðarlegt að líta heim að Hólum, og að baki hinna reisulegu hvitmáluðú bygginga, rís Hólabvrða, hátt fjall og tígu- legt, — gróður teygir sig nokkuð upp eftir hlíðunum, en ofar taka við hamrar, þétt sundurgrafnir af giljaskorningum, en í þeim liggja langir snjóskaflar. Vest- an Hóla eru rennisléttar gras- flatir, sem nefndar eru Víðines- eyrar, milli Hjaltadalsár og lít- illar ár annarrar, sem fellur of- an hæðina hjá bænum Viðinesi. Var sá kafli leiðarinnar einna erfiðastur. Komum við heim að Hólum um 10 leytið og hittum livassbrýndan eldri mann fyrir utan skólahúsið, og spurðum hann, hvort unt yrði fyrir okkur að fá gistingu. Maður þessi var mjög langt frá því að vera alúð- legur, virti hann okkur fyrir sér, næstum með tortryggnislegu augnaráði og rannsakandi, eins og hann hefði átt óvina von, spurði síðan heldur hranalega, hvaðan við værum. Þrátt fyrir alt, hefir honum liklega ekki lil- ist mjög f jandmannlega á okkur, þvi þegar við höfðum sagt hon- um hvaðan við værum og hvað- an við komum, bauðst hann til þess að „orða“ þetta við skóla- stjórann, hvarf síðan inn og skelti aftur hurðinni. En sú að- koma! Þannig hefði eg vel getað ímyndað mér aðkomu að Hól- um á dögum Gvendar góða eða Jóns Arasonar, en alls ekki á þvi herrans ári 1939!! Þegar við höfðum staðið um stund í mesta ráðleysi á tröppunum, kom til okkar ungur, geðugur maður, sem við fyrst í stað héldum að væri skólastjórinn, bauð liann okkur að ganga inn, hann skyldi „græja“ þetta alt fyrir oldcur, enda þótt hann væri ekki skóla- stjóri. Var okkur borinn kvöld- verður i ibúð skólastjóra, sem er hin þokkalegasta; húsbúnað- ur allur er þar látlaus, en snotur, dreglar og húsgagnaáklæði tir heimaofnum dúk i mjög smekk- legum litum. Þegar við vorum að ljúka við kvöldverðinn, kom skólastjóri, Kristján Karlsson, inn i stofuna, og sagði að húið væri að ganga frá svefnherbergi okkar. Vísaði hann okkur siðan til svefnherbergisins, sem var á 2. hæð hússins, og snéri mót austri (þ. e. a. s. herbergið). Skólastjóri bauð siðan góða nótt, og fór. — Úr glugganum á herbergi okkar höfðum við ágætis útsýni fram dalinn. Aust- an Hólabyrðu sem á fyrri tím- um hét Raftahlið, tekur við hátt fjall, Hagafjall, þá Hafrafell, sem er fyrir dalbotninum. Fremst á Hagafjalli erU þrír tindar, og heitir þar Þrihyming- ur. Milli fjalla þessara er fremsti hluti Hjaltadals og liggur þaðan fjallvegur um Hjaltadalsheiði, yfir i Hörgárdal i Eyjafirði. Eftir vísu þeirri, sem hér fer á eftir, liefir vegurinn yfir Iljalta- dalsheiði líklega ekki altaf þótt sem bestur: Hjaltadals er heiði níð, hlaðinn með hverskyns lýti. Fjandinn hefir á fyrri tið flutt sig þaðan í víti. Vísuna gerði sr. Jón Þorláks- son á Bægisá. — Það var unaðs- legt að horfa fram dalinn þetta kvöld, kvöldsólin gylti allan dalbotninn, fyrst lcvaddi hún sléttar grundimar, og að síðustu kysti hún blíðlega hæstu fjalls- tindana. Þokuslæðingur kom utan úr dalnum og læddist hljóðlega fram með hlíðunum; á skömmum tíma breiddi þokan úr sér og huldi fjöllin um stund, en brátt þéttist hún afturimjótt, hvitt belti,sem lagðist yfir hliðar f jallanna miðja vegu milli brúna og róta. Það var undurfögur kvöldstund, sem við áttum á hinu fornfræga höfuðbóli. Og morguninn eftir, ekki var hann síðri! Sólin ljómaði í heiði, og fuglarnir kváðu ljóðin sin. Við klæddumst þegar, fórum niður ogborðuðum morgunverð. Síðan fórum við að skoða okk- ur um á staðnum. Það var líkasl því, að niður lækjarins, þyturinn i trjám skrúðgarðsins og kvak fuglanna, vildi hvisla að okkur og minna á gamlar sagnir frá þessum stað, minna okkur á þá fjölmörgu, áhrifaríku atburði, sem við staðinn eru tengdir, minna okkur á þann veglega sess, sem hann, frá öndverðu, hefir skipað i sögu lands og þjóðar, minna okkur á þau ár, sem staðarins dýrð og veldi stóð í mestum blóma, þegar Hóla- stóll, meðal annars, var talinn eiga um 350 jarðir, og klukkur kirkjunnar voru 12 að tölu, minna okkur á dapurlega niður- lægingarár staðarins, og að lok- um endurreisnarár hans, sem gert hafa að vex-kum, að enn í dag geta Hólar talist meðal fremstu höfuðbóla landsins. Og enn þá skín sólin yfir dalnum, skrýðir sömu fjöllin og grund- irnar, enn þá fellur áin eftir dalnumog niður hennar er ávalt hinn sami, lækirnir hoppa og hjala sem altaf áður og út um móinn syngja fuglamir sömu ljóðin og þeir liafa gert ár eftir ár og öld eftir öld. — Saga Hólastaðar er mjög yfir- gripsmikil og margþætt, og margt merkilegt liefir verið rit- að um hina ýmsu biskupa og fræðimenn, sem þar hafa setið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.