Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 1
STO KKSE YRÁRFÉL AGIÐ 4* t ^/// ^ /f*rC' yVW^, Bp- '/tr&M C'É&pá*- GfZtcÍfJ^'ny: Rithandir stjórn- (jLpJJJi s ar og deildarstj. á il / fundi í Hala 15. maí 1894. EFTIR A. J. JOHNSON, BANKAFÉHIRÐIR. FYRSTU drög til félags- myndunar um verslunar- mál á Suðurlandsundirlendinu munu hafa verið gerð fyrir rúm- lega hálfri öld. Árið 1887 var Árnesingafélagið stofnað að Húsatóftum á Skeiðum. Fyrir stofnun þess gengust þeir: Séra Magnús Helgason á Torfastöð- um (síðar skólastjóri), Gunn- laugur Þorsteinsson bóndi á- Kiðabergi, og Skúli Þorvarðar- son frv. alþm. á Berghyl. Höfðu þeir skrifast á við Torfa í Ólafs- dal, og Benedikt á AuðnUm, og fengið lijá þeim upplýsingar og leiðheiningar um slíkan félags- skap. Félag þetta náði aðallega til efri hluta Árnessýslu. Yar liver hreppur deild fyrir sig. Fé- lagið var pöntunarfélag ein- göngu, og verslaði við L. Zöllner i Newcastle. Vörur félagsins voru settar á land í Reykjavík, og þangað urðu félagsmenn að sækja þær. Það ákvæði var i lögum þessa félags, að enginn meðlimur þess mátti skulda á nýári, og ætluð- ust forgöngumennirnir til að því væri stranglega framfvlgt hvernig sem það liefir gengið. Þetta félag fæddi brátt af sér annað verslunarfélag, Stokks- eyrarfélagið, sem var einnig pöntunarfélag, en miklu stærra og viðtækara, því það náði yfir Þórður Guðmundsson, Hala. meginhlutann af Árnessýslu, Rangárvallasýslu alla ogVestur, Skaftafellssýslu austur í Slcaft- ártungu. Með stofnun þessa fé- lags mun Árnesingafélagið hafa liðið undir lolc að mestu leyti, a. m. k. í bili. Forgöngumenn að stofnun Stokkseyi’arfélagsins voru: Séra Jón Steingi’ímsson i Gaulverja- lxæ, Páll Bi’iem sýslumaður Rangæinga, og Þórður Guð- mundsson hreppstjóri i Hala.*) * *) Séra Jón Steingrímsson var sonur Steingrims bónda Grímsson- ar á Grímsstööum í Reykholts- dal, og var fæddur þar 18. júní 1862. Hann varö prestur í Gaul- verjabæ 1887, og andaðist þar 20. maí 1891, aðeins 29 ára gamall, en þaö var 5 dögum eftir stofnfund Stokkseyrarfélagisns, svo þaö var ekki aö undra, þó hann gæti ekki mætt á honum. Séra Jón haföi ver- iB gáfumaöur mikill, og rnanna lík- legastur til aö veröa einn af at- hafnamestu og merkustu mönnum þjóöarinnar. PáU Briem var mjög þjóðkunnur maður, einn af hinurn mörgu sonum Eggerts Briem sýslum. á Espihóli í Eyjafirði, og fæddur á Espihóli 19. okt. 1856 (d. 17- des. 1904). Hann var fyrir- ferðarmestur af bræörum sínum, fluggáfaöur, snjall í ræðu og riti, og lét flest þjóöfélagsmál til sín taka. Meöan hann var sýslumaður í Rangárþingi (1890—1894), bjó hann allstóru Ixúi á Árbæ í Holt- um. Þórður Guðmundsson var bóndasonur úr Efri Holtum, fædd- ur aö Kvíarholti 28. okt. 1844. Andaöist í Hala 5. apríl 1922. Á yngri árum átti hann við þröngan kost að bú,a, síðar var hann í vinnumensku um mörg ár og fékk í kaup 32 krónur um árið. En með hyggindum, dugnaði og óbilandi trausti á sjálfum sér, samfara góðri greind, hóf hann sig vegs og virðingar. Hann mentaði sig að ÖIlu leyti sjálfur; lærði t. d. að skrifa á þann hátt, að hann skar sér penna úr fulglafjöðrum og notaði kláfsblóð fyrir blek. Svo vel ruddi hann sér braut, að hon- um voru falin öll helstu trúnað- arstörf í hrepps- og sýslufélagi. Hann var alþingismaður, hrepp- stjóri, hreppsnefndaroddviti, sýslunefndarmaður, safnaðarfull- Af fundargeröahók Stokks- eyrarfélagsins er svo að sjá, sem fyrsti fundur þess, þ. e. stofn- fundurinn hafi vei’ið haldinn að Sandhólaferju i Ásahreppi 15. mai 1891. En undirbúnings- fundur mun liafa verið haldinn veturinn áður að Gaulverjabæ. I fyrstu fundargei’ðinni -— sem er rituð af hinum annálaða skrifara Jóni G. Sigurðssyni sýsluskrifara hjá Páli Briem, síðar hónda i Þjóðólfshaga, þá hæjarfógetaritara í Reykjavík, en síðast bónda á Hofgörðum í Staðarsveit — er frá því skýrt, að á fundinum liafi mætt eftir- taldir deildarstjói-ar fyrir þessar félagsdeildir: Skeiðadeild, Jón Jónsson (Skeiðháholti), Villingaholts- deild, Halldór Bjarnason (Hró- arsholti), Sandvíkurdeild, Sig- urður Þorsteinsson (Flóagafli), Stokkseyrardeild, ívar Sigurðs- son (Stokkseyri), Holtamanna- deild, Þórður Guðmundsson (Hala), Rangárvalladeild, Tóm- as Böðvai'sson (Reyðarvatni), Fljótshlíðardeild, Arnþór Ein- ax-sson (Teigi) og Vestur-Land- eyjadeild, Kjartan Ólafsson (Þúfu). En á fundinn lxafi vant- að deildarstjóra fyrir Gnúp- trúi, — og um 20 ár formaður fyr- ir einu stærsta verslunarfélagi landsins á þeirri tíð. Nafn Þórðar í Hala verður ekki aðeins ritað á söguspjöld Rangárþings, sem hér- aðshöfðingja, heldur einnig á söguspjöld Sunnlendingafjórð- ungs. vei’jadeild (Iiolbein Eiríksson Mástungum), Landmanna- deild, (Eyjólf Guðmundsson Hvammi), Hvolsdeild (Jón Árnason, Garðsauka), Austur- Landeyjadeild (Einar Árnason, Miðey) og Gaulvei’jabæjardeild (séi’a Jón Steingx’ímsson?). Af (bráðabirgða?) stjórn fé- lagsins mætti aðeins einn, Þórð- ur í Hala, en hinir tveir eru sagð- ir foi’fallaðir, Páll Briem sýslu- maður vegna emhættisanna, en séra Jón Steingi’ímsson vegna veikinda. Á stofnfuixdinum voru sam- þykt lög fyrir félagið. Fremur eru þau ófullkomin. T. d. er ekki i þeim getið um livert sé nafn fé- lagsins, eða hver sé tilgangur þess. Fyrsta grein laganna segir aðeins: „Uppskipunarstöð fé- lagsins skal vera Stokkseyi’i í Árnessýslu.“ „Stjórnarnefnd“,þ. e. stjórn félagsins, átti að fá laun sin greidd eftir sundurliðuðum reikningi, er aðalfundur sam- þykti, en deildarstjórar áttu að fá í laun 2% af reikningsnpphæð „deildar þeirrar er hann stýrir“. Páll Briem amtmaður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.