Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ sóknarfólki sínu og hélt því rausnarlega veislu. Þótti það niikil glaðning fyrir fólkið, enda var fátækt almenn og oft lítið til jólanna. Heldur var prestur drykk- feldur og hjákátlegur í háttum sinum, þóttu ræðui* hans bera þess órækan vott. Einhverju sinni ávarpaði hann söfnuðinn á þessa leið: „Hvernig sem eg hefi reynt að kenna ykkur guðsgötur i sann- leika, þá hafið þið versnað æ því meir, eins og skítur í regni og nú eru þið loksins orðin eins og kálfur út úr kú með kari og öllu saman". Þegar hér var komið, var fólkið farið að hlæja og stökk nú sem óðast úr kirkj- unni; rak meðhjálparinn siðast lestina. Prestur henti þá blöð- um á eftir því og kallaði af öll- um kröftum: „Og takið við guðsorðinu ykkar og hlaupið þið nú bölvaðir hopphundarnir og hopptíkurnar ykkar". Síðan staulaðist prestur ofan úr stóln- um og síðan i rúmið. Einu sinni sem oftar var síra Einar drukkinn og varð honum ilt rétt áður en hann ætlaði að stíga í stólinn, skreiddist hann inn í bæ og í rúmið. Þá var Stef- án sonur hans heima, óvígður en langt kominn í skóla. Madd- ama Margrét stóð þá upp úr sæti sínu og gekk til sonar síns og bað hann að stíga i stólinn i stað föður síns. Stefán færðist undan þvi, og kvaðst ekki við því búirtn. Þó lét hann til leiðast, svo ekki yrði meira hneyksli af, en orðið var. Sté hann síðan í stólinn og prédikaði blaðalaust, var ræða hans'svo andrík og kröftug að fáir voru þeir í kirkjuhni sem vatni gátu haldið. Síra Einar hrestist brátt aftur eftir það að sonur hans var stíg- inn í stólinn og kom aftur út í kirkjuna. Þegar hann sá hvaða áhrif ræðan hafði, kallaði hann svo bátt að undir tók i kirkj- unni: „Skælið þið nú, og skælið þið nú á ykkur helvítis kjaft- ana, nú er ekki gamli Einar að lauta yfir ykkur. En hvaðan baldið þið að hann hafi þetta nema úr honum gamla Einari föður sínum." Síra Einar gaf saman i hjóna- band þau Svein Ásmundsson og Sólveigu foreldra Einars í Gras- hóli á Sléttu. Þótti honum Sól- veig of góð handa Sveini, þvi sagði hann: „Skín á gullhúfu þó i skarni liggi". Eftir að Stefán sonur sira Einars var orðinn prestur á Sauðanesi, var hann einu sinni sem oftar að gefa saman hjón. Sira Einar var viðstaddur. Þótti Útlagi hugsar heim. EFTIR RANNVEIGU SCHMIDT Það er sumarkvöld i litlum bæ í Norður-Ameríku. Það hef- ir verið heitt i dag — 100 stig á Fahrenheit í skugganum — en erfitt að finna nokkurn skugga — og nú er farið að rökkva og fólk situr á svölunum sínum og nýtur kvöldgolunnar. Hvers vegna hvarflar hugur- inn heim til Reykjavíkur í kvöld — til Reykjavíkur eins og hún var fyrir löngu, löngu síð- an?"Kannske vegna þess, að eg sé Klettafjöllin í fjarska? Kann- ske vegna þess, að sólarlagið var svo undurfagurt i kvöld ? Kann- skc vegna þess, að einhver sagði við mig í dag: „Ætli ísland sleppi við striðið?" Á hverjum degi segir útvarp- ið frá hörmungunum í Norður- álfunni. — Já, bara að ísland sleppi við stríðið! Hvað það var friðsamlegt honUm brúðguminn taka ofan fyrir sig, en stúlkan hafa sótt fast eftir honum. Þá sagði hann: „Segðu nú já, segðu nú stórt já, þú þarna með hattinn." Börn síra Einars og Margrétar önnur en síra Stefán, er nefnd- ur hefir verið, voru: Jón, prest- ur i Einholti, Hálfdán á Odd- stöðum, og Einar, sem var bóndi í Þistilfirði. Hann átti Þuríði nokkra móti vilja allra sinna ættingja. Segja sumir að það hafi verið þau Þuriður sem síra Stefán var að gefa saman þegar síra Einar sagði: „Segðu nú já" o. s. frv. 5. var Guðrún seinni kona Skapta Skaptason- ar prests á Skeggjastöðum, 6. var Aima seinni kona Stefáns Lárussonar Schevings prests í Presthólum. Síra Einar lét af prestskap 1812 og tók þá Stefán sonur hans við brauðinu; hafði hann um nokkur ár verið aðsjoðar- prestur föður sins. Einar var i Iiorninu hjá honum til dauða- dags. Hann dó 5. april 1822. Eft-ir síra Stefán eru margar stórlygasögur sagðar og gáfu þær sist eftir sögum Vellýgna- Bjarna, sem þó voru mergjaðar sumar. Hér fer á eftir ein slík: „Eg fór út að Skálum í svo mik- illi logndrífu að eg varð að setja annan enda á svipunni i hriðar- vegginn, en hinn fyrir brjóst mér. Þannig fór eg alla leiðina út eftir. Til baka var besta færð því þá fór eg í slóðina, sem var svo djúp að eg hafði dregið eyrnasneplana." heima í Reykjavík í gamla daga! Reykjavik — hún var svo lítil og hana langaði svo til að verða stór. Skyldi maður eiga eftir að upplifa að sjá hana sem stórbæ? Ætti eg mér ósk, væri hún sú, að vera horfin heim til Reykja- víkur í kvöld, til Reykjavikur eins og hún var, eins og eg þekti hana best! Endurminningar æskuáranna eru svo bjartar. — Engar skrautsýningar stórbúðanna í heimsborgunum hafa hrifið eins og jólabazarinn í Tliom- sens Magasín! . ... Aðdáunin á leiklist Eva le Gallienne í „Hedda Gabler" eða Katherine Cornell's i „The Barretts of Wimpole Street", bliknar við endurminningarnar um Ste- faníu í • „Kinnahvolssystur" og Oswald í Afturgöngum Ibsens, eins og Guðmundur Hallgríms- son lek hann á árunum heima í Iðnó — „mamma, gefðu mér sólina", sagði hann, og svo var eg hrifin, að það var eins og ís- kaldur straumur rynni niður bakið á mér og það hefir mér reynst vera táknið, ætíð síðan, er snild leikarans nær hámarki sínu. Dr. Guðmundur hefði get- að orðið mikill leikari.....Og kappræður um ástandið í heim- inum, maður heyrir fræga fyr- irlesara og aðra mektarmenn í útvarpinu daglega og eg man þá eftir samtölum um listir og skáldskap og framtíð íslands, sem eg heyrði í æsku, en þeir menn sem eg hlustaði á voru Þorsteinn Erlingsson, Indriði Einarsson, Jón Ólafsson, Einar Hjörleifsson, Þorsteinn Gísla- son og fleiri góðir og gáfaðir ís- lendingar og mig minnir að þeir hrifu mig meir..... Og þarna stóð barnaskólinn á tjarnarbakkanUm og Morten Hansen stjórnaði okkur öllum með harðri hendi, en hendin var í flauelishanska.....Síra Þór- ballur kendi okkur Islandssögu, Guðmundur Finnbogason ís- lensku pg Imba 'frænka kendi leikfimi. Þau þrjú voru uppá- haldskennararnir.....Bekkur- inn var stór, og við stelpurnar miklu óþekkari en strákarnir. Ranka Jóns var svo alvarleg, en altaf fús til að hjálpa.....Dísa og Imba voru svo skínandi fall- egar.....Soffa, sihlæjaridi og skemtileg.....Beta, síðusl en ekki sísfc, trygðatröllið besta! Svo voru það Thorsbræðurnir, Kjarlan og Óli — engan grunaði þá, að Óli yrði einn af fremstu leiðtogum þjóðarinnar! ____ RANNVEIG SCHMIDT. Eggerl söng, eins og hann síðar söng i mörgum löndum. .... Páll og Jón, já og Bjarni Björns- son, sem hefði getað orðið mik- ill 'skopleikari í Ameríku. .... Þau standa öll svo lifandi fyrir hugskotssjónum..... Skip er að koma frá útlöndum og er það ekki spennandi að fara niður á bryggju og taka á móti því.....öskudagur á göt- umim — og svo segja sumir, að það sé ekki gaman að lifa! Sunnudagsmorgun i júli .... í stórum hóp ríðum við af stað hlæjandi og syngjandi — og er nokkuð til yndislegra en að vera í reiðtúr með góðum virium á Islandi? .... Álfadans á Austurvelli ____ skautaferðir í tunglsljósi á Tjörninni..... Það er allaf tunglsljós yfir endurminning- unum! ----- Fyrsta skólaballið .... fyrsti ballkjóllinn — eg man jafnvel, að hann var Ijós- grænn með ótal „flunsum"! 0, eg veit vel, að skemtanirn- ar voru fátæklegar — en þegar eg sit hér í rökkrinu og ber þær saman við margar og glæsilegar skemtanir fullorðinsáranna í öðrum löndum — ber saman Reykjavík, eins og eg man eí'tir hehni og stórborgir annara landa, þá eru það æskuminn- ingarnar og það er Reykjavík sem glóa. — — — Eða kannske er það bara, að maður er svo langt í burtu frá landinu sinu, fólkinu sínu, mál- inu sínu og grunar, að maður eigi aldrei afturkvæmt .... því nú virðist heimurinn og ölJ sið- menning vera að líða undir Iok og við vitum öll, að bver dagur er dýrmætur .... að nú höfum við tímann bara „að láni". p, t. Butte, Montana, 24, ágúst 1940, /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.