Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 10.11.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLÁÐ SEBAN VITIfi Þ É R — að stærsta blóm járðarinn- ar vex á eynni Sumatra? — að það heitir á vísindamáli „rafflesia arnoldi" ? — að blómið er einn meter i þvermiál og vegur alt að því 20 pund? — að ein eftirsóttasta jurt sem til er, er kinverskt eðalhvítt, er vex uppi í háf jöllum og verð- ur um 1 metri á lengd? — að minsti fugl sem þekk- ist á jörðinni heitir grákólibrí? — að hann á heima i Mið- Ameríku, og er stærð við bý- flugu? — að minsta spendýr sem þekkist er dvergmúsin? — að hún er ekki nema 3 cm. á lengd? • í fyrra voru 37 ástarbréf Napoleons mikla, sem hann hafði skrifað eftir skilnaðinn við Josefínu, seld á opinberu uppboði i London. Ekkert bréf- anna hefir verið birt áður og þar af leiðandi eru þau alveg frábær fengur fyrir safnara og dáend- ur hins herskáa einvalda. Bréfin eru viðvíkjandi stúlku ítalskrár ættar, Mme de Mathis að nafni, sem dvaldi í París, en systir Napoleons var milligöngumað- ur. 1 fyrsta bréfinu biður hann systur sína að sjá til þess, að hann geti hitt Mme Mathis. Þetta eina bréf seldist á 195 sterlingspund. í næsta bréfi spyr Napoleon systur sína hvort Mme de Mathis sé reiðubúin til að haga sér betur, því að kulda- leg framkoma hennar liafði gert hann æfan. „Það virðist sem svo að hún geti ekki elskað", skrifaði hann, en bætti svo við: „Eg ætla um fimmleytið í dag að biða eftir henni fyrir utan rimlagerðið, en hún má ekki skoða þetta að eins sem vináttu- fund". Þelta bréf er skrifað árið 1809 og það fór fyrir 165 pund. Eitt bréfanna er skrifað hálf- um mánuði áður en hann hitti Maríu Lovísu frá Austurríki. í Compiégny. Þar komst hann m. a. svo að orði: „Eg efast oft og einatt um það, að hún elski mig raunverulega. Heldurðu að hún sé nokkuð vihgjarnlegri orðin í minn garð. Kuldi hennar þreytir mig. Eg þarfnast hamingju og viðkvæmni, en ekki endalausa baráttu." Bréf þessi — 37 talsins — héldust i eigu systur Napoleons meðan hún lifði, en við dauða hennar komust þau i .hendur félaga hennar, Michelet's. Enginn vissi um þessi bréf í heila öld, uns afkomendur Mi- chelet's fundu bréfin ekki alls fyrir löngu í gömlum skrif- borðsræfli. Fundurinn var alls metinn á hálfa aðra miljón króna.. • Alþekt enskt tímarit spurði kvenlesendur sína, þá er giftir voru, hvort þeir væru ánægðir með eiginmennina, en ef svo væri ekki hvað helst væri út á þá að setja. 15.000 svör frá gift- um konum bárust tímaritinu, en ýmist voru þær giftar alger- lega fullkomnum mönnum eða þá svo gallalitlum að ekki var orð á því gerandi. Enskir eiginmenn virðast ef t- ir þessu að dæma vera mjög prýðilegir „ektámakar". Þegar öll þessi 15 þúsund svör voru komin, sneri tímaritið við blaðinu og spurði nú eigin- mennina hvernig að þeim líkaði við konurnar sínar. — Þá kom annað hljóð i strokkinn. En mennirnir létu sér ekki nægja að telja upp alla þeirra galla og lesti, heldur gáfu þeir í í skyn hvernig þeir vildu hafa konur og hvernig hægt væri að bæta galla þeirra. Eitt af því sem eiginmenn þöla ekki, er þegar konur standa klukkutímum saman fyrir framan spegla til að horfa á ímyndaða fegurð sina og geta þar af leiðandi aldrei verið til- búnar í tæka tið. Einn lesand- inn, Mister Brown, veit ráð við þessu. Brownshjónin voru boðin í einskonar tískuveislu, þar sem sýndir voru allra nýjustu tísku- klæðnaðir úr samkvæmisheim- inum. Brown sjálfum dauð- leiddist að fara, en kona hans réði sér ekki fyrir hrifningu, og í fyrsta skifti í hjúskapartið þeirra var hún tilbúin i tæka tíð. Þegar hún var komin í loð- féldinn sinn með hatt á höfuðið og regnhlíf í hendina, hrópaði hún í örvæntingu sinni: „Guð hjálpi mér! Jói, geturðu aldrei verið tilbúinn þegar maður þarf að flýta sér. Eg er fyrir löngu tilbúin." 'I þessari svipan var Jói að byrja að raka sig. Hann fór sér að öllu rólega, blaðið beit illa. Hann þurfti að taka það úr og slípa það. Að því loknu fægði hann neglurnar. Hann sá að moldi Moldi er spaugsamur foli og hann hefir sérstakt yndi af því, a'S setja mann af sér, þegar honum er riÖiS yfir vatn. bindið fór illa og þurf ti að knýta það að nýju. Hann vandaði sig alveg sérstaklega og var lengi að fikta við bindisskrattann. Frú Brown var alveg æf, hún tvísteig af óþolinmæði og leit án afláts á klukkuna. En mað- urinn hennar lét sem hann sæi hana ekki og hélt hægt og ró- lega áfram eins og hann gæti sig varla hreyft. Þegar þau komu til veislunnar, var tisku- sýningin, sem frú Brown lang- aði svo'ákaft til að sjá, um garð gengin, og sumir gestanna um það bil á förum. Nú er frú Brown hætt að standa kukkutímum saman fyrir framan spegla þegar hún ætlar að fara eitthvað. Hún er búin að reyna það sjálf,hvað það er óskemtilegt að bíða, þegar mann langar til að fara eitthvað. Annar eiginmaður braut heil- ann um það, hvort hann ætti að láta kontina sína fara með sig framvegis eins og hann væri pelabarn eða hvort hann ætti að venja hana af þvi. Hann á- kvað það síðarnefnda. Kvöld nokkurt þegar hann, kona hans og hópur vina sátu saman á kaffihúsi, misti hann óvart syolítið af bráðnum rjómaís niður á vestið sitt. En það er nú einu sinni svo, að eig- inmenn eiga hægara með að setja á sig bletti en taka þá aftur í burtu, svo að konan hljóp til, hans tók upp vasaklútinn sinn og tók að nudda blettinn i allra augsýn á meðan hún hrópaði: „Veslingurinn! Ertu nú enn þá einu sinni búinn að óhreinka þig! Þú ert nú meira barnið!" Þá stóð þetta 195 cm. pela- barn á fætur, setti á sig skeifu og öskraði af öllum kröftum eins og geðvondur krakki sem hefir verið hirtur. Eiginkonan blóði*oðnaði af einskærri blygðun. „Hvað geng- ur að þér maður?" „Þú sagðir að eg væri barn og hagaðir þér samkvæmt því. Hvers vegna skyldi eg ekki gera slíkt hið sama?" Þetta gerbreytti framkomu eiginkonunnar í allri framtíð. Þriðji eiginmaðurinn — það var alþektur lögfræðingur — • átti átakanlega reglusama konu, sem raðaði öllum hans skjölum og blöðum, með þeim árangri að hann fann aldrei það sem hann leitaði að. Hann gerði alt sem hann gat —- manntetrið — til að fá kon- una sina ofan af þes'sari reglu- semi, en það bar ekki neinn árangur. Loks rann honum al- varlega í skap. Hann vildi hefna sín, rauk fram í eldhús og rað- aði öllum búsáhöldunum og matvælunum eftir stafrófsröð. Þannig raðaði hann kökum ög kötlum i sömu hillu, lauk og lýsissápu í aðra og þar fram éftir götunum. Eftir þetta lét konan öll hans skjöl vera óáreitt á borðinu þar sem lögfræðingurinn skildi þaU eftir. Fjórði eiginmaðurinn fékk öll sín sendibréf upprifin og les- in af konunni. Hann tók til þess bragðs að skrifa sjálfum sér bréf. Hann skrifaði "einkamál" á umslagið og setti svo bréfið i póstkassa. Af skiljanlegum á- stæðum komst þetta bréf aldrei i hans vörslur, en i þvi stóð: „Nú stend eg þig að verki! En eg ætla að láta þig vita í eitt skifti fyrir öll, að það er ósið- ur að stelast í bréf eiginmanns sins og þú átt að skammast þin fyrir það." Hann fékk öll sín bréf óupp- rifin eftir þetta.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.