Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Side 6
6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
þrátt fyrir það virtist dagurinn
einn af þeim lengstu, sem eg
liefi lifað. Mér var órótt vegna
skjalanna og fór að lnigsa um
það, hvort það væri viturlegt
að liafa þau í vasa sínum. Eg
reyndi að láta mér detta hetri
stað í hug, en gat það ekki.
Houghtonfjolskyldan kvaddi
mig og fór úr lestinni eins og
ráð var fyrir gert, í Topeka.
Stúlkan brosti til min yndislegu
hrosi er hún fór út, og í eitt
skipti enn reyndi eg að fullvissa
mig um', að liún væri ekki í
samsærinu.
Þessa stundina var eg nógu
óstyrkur til þess að trúa því, að
stúdentinn væri einn af njósn-
urunum. Við vorum að ræða um
skáldsögu, sem nýlega liafði
verið birt, og þegar hann talaði,
virtist mér liann liorfa gegnum
jakkann og á skjölm, sem voru
falin þar fyrir innan.
Eg leit á Harwey, og liann
virtist einnig iiorfa á vasa
minn. Svipur hans var þannig,
að hann liefði getað verið að
hugsa um það, live mikið hann
myndi fá að launum frá hús-
hónda sínum fyrir það, að koma
mér til hans dauðum eða lifandi.
1 það minnsta leið mér ekki
vel og liálf sá eg eftir því, að
hafa tekið við umslaginu.
Skömmu eftir miðnætti tal-
aði eg aftur við hankastjórann,
í þetta skipti í reykingaklefa
vagns okkar. Við töluðum í
hálfum hljóðum, vegna þess að
við grunuðum hvern og einn af'
samferðamönnum oklcar um
njósnir; Að lokum kom okkur
saman um það, að eg skyldi
fara af lestinni með umslagið í
Kansas-City, vera þar um nótt-
ina og liitta Townsend á járn-
brautarstöðinni í Dearborn um
kvöldið; sjálfur ætlaði hann að
vera í Chicago klukkan tiu. Ef
eitthvað kæmi fyrir, áttum við
að tala saman í síma.
Áætlunin virtist góð — þar eð
eg vissi ekki til þess að eg væri
grunaður — og úr þvi að eg
hafði nægan tíma, var mér
sama þó eg væri einum degi
lengur á leiðinni.
I Kansas City hélt lestin kyrru *
fyrir í hálftíma. Townsend og eg
fylgdumst að út á brautarpall-
inn. Fáar mínútur liðu áð-
ur en við vorum komnir út fyrir
járnbrautarstöðina og í mann-
þröngina tókum við ekki eftir
því, að okkur var veitt eftirför.
Sá, sem elti okkur, var ekki einn
af samferðamönnum okkar;
það var töturlega klæddur
mannræfill sem trúandi var til
þess að gera hvað sem er fyrir
nokkura dollara.
Townsepd stanzaði og
liorfði litla stund inn um
glugga á tóbaksverzlun, áður en
hann fór inn til þess að kaupa
sér tóbak. Náunginn töturlegi
stanzaði samstundis hinumegin
á götunni. Þegar Townsend
kom aftur út úr búðinni og við
héldum áfram, hélt hann einnig
af stað. Enginn vafi var lengur
á því, að okkur var veitt eftir-
för.
„Einn enn af liðsmönnum
þeirra,“ sagði Townsend svip-
þungur. „Eg get ekki beðið jTður
um, að verða hér eftir. Það var
vanhugsað af mér að fara hér
úr lestinni með yður; ef til vill
hefðuð þér komizt óáreittur
ferða vðar einn. Yið verðum að
láta okkur detta eitthvað annað
í hug.
Þegar við komum í lestina
aftur, fórum við að athuga mál-
ið, og allt í einu datt Townsend
nokkuð í hug. Eftir um það hil
eina ldukkustund, sagði hann,
myndum við fara yfir Missouri-
ána; þar skyldi eg fara af lest-
inni skömmu eftir að hún væri
komin yfir hrúna, því þá liægði
hún á sér.
Á þessum stað fer lestin lötur-
hægt, nokkra stund, og sæmi-
lega liðugur maður liefði lítið
fyrir því að stökkva þar af
lienni. Á þvi myndu njósnararn-
ir ekki vara sig; og jafnvel þó
mér væri veitt eftirför, gæti eg
auðveldlega komizt undan í
myrkrinu. Þessari ráðagerð gazt
mér vel að og ætlaði að reyna.
Því miður var fullt tungl, og
ér við nálguðumst ána, hafði eg
nánar gætur á því. Mér létti
stórum er stormský tóku að
hyjja það. Eg liafði góðar vonir
um að talsvert drægi úr birtu
þess næsta hálftíma. Vissulega
skyggði talsvert þegar við nálg-
uðumst Missouri, og eg beið
fullur eftirvæntingar eftir tæki-
færi til að læðast bljóðlega úr
mannlausum útsýnisvagninum,
en þar hafði eg lialdið mig
nokkra stund.
Loksins, þegar lestin lötraði
að eins áfram, stöklc eg af og
lenti heilu og liöldnu. Staðurinn
þar sem eg lenti var þalcinn
aukasporum, og handan við þau
gat að líta byggingar og skýli;
um þetta leyti nætur voru þau
öll mannlaus. Eg flýtti mér bak
við vagnaröð, en þegar eg náði
þangað, leit eg við. Eg sá leslina,
sem nú var að eins nokkra
metra í burtu, fjarlægjast í
daufu tunglskininu.
Augnabliki síðar sá eg hávax-
inn mann á brautarteinunum,
milli min og lestarinnar, sem
stefndi í áttina til mín. Annan
mann sá eg stökkva vfir grindur
útsýnisvagnsins. Eg sá lionum
hregða fyrir í skini bakljósa
lestarinnar og fannst mér eg þar
þekkja manninn frá Chicago,
en hvorki hafði eg næði né næga
birtu til þess að verða viss í
minni sök.
Eg beygði mig niður fyrir
vagnaröðina og ætlaði að reyna
að komast bak við aðra vagna-
röð nokkru fjær, en datt um
brautarspor, sem voru á milli.
Eg gaf mér ekki tóm til þess að
gæta að því hvort eg hefði meitl
mig, heldur reis á fætur og hélt
áfram. Þessi töf var næg til þess
að þeir sem eltu mig sáu livar
eg var. Eg hljóp í áttina að
annari vagnaröð litlu fjær, á
næsta brautarspori. Þegar þang-
að kom, blöstu við mér nokkur
þriggja hæða vörugeymzluhús.
Á þvi húsi sem var næst mér,
voru dyrnar hálfopnar og' girni-
legar inngöngu. Eg stökk í flýti
inn, í þvi að ský dró frá tungl-
inu.
Inni í vöruhúsinu voru-grjóna-
seklcir í röðum, plankar, kaðlar
og ýmislegt fleira. Eg gekk var-
lega fram hjá þeim, kom að
stiga og flýtti mér upp. Hér
voru fleiri grjónasekkir og
grjón í byngjum. Tunglsljósið
barst inn í gegnum ótal göt á
gluggahlera bak við mig, en
framundan voru dyrnar fyrir
aðalganginum, læstar með slag-
brandi.
Eg var tæplega búinn að opna
hlerann er eg heyrði raddir nálg-
ast. Mér heyrðist þeir vera þrír
og einn þeirra eflaust Harwey,
en negrarödd var það sem sagði:
„Hann fór liérna inn“.
Hvaðan negrinn hafði komið
vissi eg ekki, en eftir orðalagi
hans var eg eldci í neinum vafa
um að tilgáta mín væri rétt. I
þessu lýsti fná vasaljósi upp í
gegnum gólfborðin, sem féllu
illa saman. Hægt og hljóðlega
opnaði eg hlerann og sá að bak
við húsin var stórt autt svæði,
sem nú var baðað i tunglsljósi.
Vonlaust var að reyna að kom-
ast yfir það, án þess að til mín
sæist; auk þess var útgönguhlið-
ið lokað.
Eg fór, án þess að setja lder-
ann fyrir gluggann, upp stigann
og ætlaði upp á næstu hæð, þó
það væri örþrifaráð. Til allrar
hamingju gat eg ekki opnað
hlerann við stigaendann, þó eg
reyndi af öllum rnætti; fór eg
því niður aftur og flýtti mér að
dyrunum með slagbrandinum.
Kornið sem var á gólfinu, gömlu
og slitnu, dró úr skóhljóði mínu.
Eg losaði slagbrandinn og
opnaði dyrnar. Það brakaði í
hjörunum á hurðargarminum,
eu nú þýddi ekkert að hika.
Uppi yfir dyrunum skagaði biti
fram, sem eg vóg mig upp á og
sveiflaði mér því næsl til hliðar
út í koi’nsekkjahlaða, tólf fetum
neðar.
Þegar eg lenti á sekkjunum,
steyptist eg kollhnís, en komst
samstundis á fætur aftur; ekki
liekl eg að mikill hávaði hafi
komið við þetta. Eg hljóp út, í
áttina að skugga næstu vagna-
raðar, en áður en eg náði þang-
að, kvað við hróp bak við mig.
Nú vissi eg, að eg hafði sézt og
tók á rás eins og fætur loguðu.
Eg stökk fyrir enda tveggja
vagnaraða og er eg var kominn
að sporinu næst aðalbrautinni,
birtist liraðlest í vesturleið. Eg
man vel eftir því, hve glæsileg
hún var ásýndum með langa röð
velupplýstra svefnvagna í eftir-
dragi. Úr reykháfi eimreiðar-
innar var neistaflug, og eldurinn
undir kötlunum lýsti upp reyk-
inn.
Ekki var hraði lestarinnar
mikill, en liræddur er eg um
það, að ef öðru vísi hefði staðið
á, þá hefði eg hikað við að
stökkva yfir brautina. Eg hent-
ist vfir brautarsporið í örvænt-
ingu minni, og naumast var eg
kominn vfir þegar lestin brunaði
fram lijá með skrölti og skell-
um.
Eg lagði leið mína yfir nokk-
ur hliðarspor og kom að lágu
skýli. I tunglskininu &á eg
greinilega opnar dyr, en langaði
litið að freista inngöngu. Það
væri að eins að ganga í gildruna.
Eg sneri því til hægri og' liljóp
í áttina að nokkrum kolabyngj-
um og hraðaði mér yfir þá, en
þeir skýldu mér nokkra stund.
Einu sinni hrasaði eg, en við
það hrundi allmikið af kolum
niður binginn. í þögninni sem á
eftir kom hélt eg niðri í mér
andanum, og lilustaði eftir
hvort eg lieyrði ekki í þeim sem
veittu mér eftirför. Járnbraut-
arlestin hafði ef til vill komið
leitarmönnunum af réttri leið.
Þegar kolabingjunum sleppli,
lenti eg á ósléttum vegi, en öðru
megin vegarins var há girðing.
Ennþá var sama birtan af tungl-
inu, en við kolabingina var
nokkur skuggi. Eg tók á rás
niður veginn og var sárfeginn að
komast i skugga milli tveggja
skúra. Þegar eg komst í skugg-
ann, dró eg andann léttara.
Fram að þessu hafði eg ekki
fundið til þreytu, en nú fann eg
hve uppgefinn eg var orðinn.
Handan við skúrinn lá vegur-
inn í áttina að uppfyllingu á ár-
bakkanum, sení sást greinilega