Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 27. apríl
17. blad
Jr\ jkj j. ..
BLAKE CLARK:
/ heimsókn til
drottningarinnar á Hawaii
febrúar 1825 lá rússneskt
skip undan Honolulu-
þorpí, Það var undir stjórn
Otto von Kotzebue, skipstjórá,
og var með nauðsynjar til rúss-
neskra landnema á Kamchatka.
En skipið var næstum vistalaus
og Kotzebue var á leið til strand-
ar til þess að tjá Nama-hana
drottningu virðingu sína. Hann
beið fundarins með nokkurri
eftirvæntingu, þvi að hann var
sonur frægs leikrítaskálds og
hafði gaman af að virða fyrir
sér ýmsar manntegundir, en
höfðingjastétt Hawaii var fyrir
ýmsra hluta sakir mjög skringi-
leg.
Þegar Kotzebue sté á land tók
þar á móti honum Spánverji að
nafni Marin, en hann hafði ein-
mitt ráðlagt Rússanum daginn
áður að leita á náðir Nama-
hana. Marin var nú þarna í
hlutverki sínu sem opinber
túlkur og tók ofan fjaður-
skrýddan hatt sinn með „bukki
og beygingum". Þegar þeir
gengu til húss drottningar — í
þorpinu voru um 400 straklædd
hús, sem flest líktust heysátum
— sagði Kotzebue: „Eg vona að
Nama-hana drottning sé hinn
rétti aðili í þessu máli. Eg minn-
ist þess ekki að hafa heyrt henn-
ar getið, er eg var hér fyrir
fimm árum."
„Á þessum eyjum er nauð-
synlegt, að.þekkja þá, sem titl-
ana bera og eru jafnframt vold-
ugir", svaraði Marin góðlátlega.
„Undir venjulegum kringum-
stæðum mynduð þér tala við
Liho-hho konung — hinn herða-
breiða, eins og hann er kallaður
— en hann er í London. Næst er
drottningin Ka-áhu-manu —
nafn hennar þýðir „falleg
fjaðra-skikkja" — en hún og
forsætisráðherra hennar eru á
annari eyju."
„Já, já," svaraði Katzebue ó-
þolinmóður.
„Landstjóri eyjunnar er
Kinau", hélt Spánverjinn áfram,
„og hann er bezti drengur. En
þér eigið samt að bera upp mál
yðar við Nama-hana drottningu.
Ef hún segir að yður vanti vist-
ir, munu allir eyjaskeggja fara
að afla þeirra fyrir yður."
„Hvernig lítur drottningin
út?" spurði Rússinn.
„Hún er lítil og smágerð,"
svaraði Main. „Þér sjáið það
brátt sjálfur. Hún býr hérna."
Þeir stóðu andspænis tveggja
liæða húsi í stórum garði, en
umhverfis hann var veggur úr.
hvítum kóralsteinum. Marin
opnaði hliðið og gekk á undan.
Efst á tröppunum tók Kinau,
landstjóri á Oahu, á móti þeim.
(Honolulu er á Oahu-eyju, en
ekki Hawaii, eins og margir
halda). Hann var mjög virðu-
legur, enda þótt hann gæti vart
gengið. Hann hafði nefnilega
þröngvað fótum sínum i skó.
Hann var ekki i sokkum eða
buxum, heldur aðeins í malo-
lendaklæði — og hárauðu vesti,
sem var alltof lítið á hann.
„Aloha! Aloha nui!" (Velkomn-
ir! Hjartanlega velkomnir!)
hrópaði Kinau hvað ef tir annað.
Fullt var af börnum og full-
orðnum á stigaþrepunum. Mar-
in skýrði það þannig, að það
væri venja að fólk kæmi til að
menntast undir umsjá sjálfrar
drottningarinnar. Sumir lásu,
en aðrir skrifuðu. Kotzebue tók
eftir því, að sumir hinna full-
orðnu, sem þóttust sérstaklega
iðnir, héldu bókunum á höfði.
Landstjórinn kynnti nú
komumenn: „Skipstjóri hinnar
nýkomnu rússnesku freigátu."
Marin og Kotzebue gengu inn
í stóran sal, sem fyllti alla efri
hæð hússins. Gólfið var lagt
fögrum ábreiðum, en meðfram
þeim stóðu fagrir mahogni-
stólar frá Kína, sem enginn not-
aði. En á miðju gólfinu Iiá
Nama-hana drottning. Hún lá
á maganum, studdi olnbogun-
um á stóran silkipúða og las í
sálmabók. Við hlið hennar sátu
tVær stúlkur í fagurlega litum
kjólum og vörnuðu þess með
blævængjum, að flugur settust
á drottninguna.
Skipstjórinn horfði með
undrun á þessa konu, sem Marin
hafði sagt að væri „smágerð".
Hinn látni eiginmaður hennar,
hernaðarkonungurinn Ka-
meha-meha, hafði dáð fegurð
hennar, en í augum hans, fór
hún eftir stærð makans. Hann
hafði átt 20 konur og enginn
vóg minna en 250—300 pund.
Nama-hana var 6 fet og 2 þuml-
ungar á hæð — að þessu sinni á
lengd — og hún var sannarlega
stórkostleg. Hún vóg drjúgum
meira en 300 pund og Um mittið
var hún 230 sm. Hún var mjög
öfunduð kona!
Þegar Nama-hana drottning
klæddist var hún vönust því, að
láta tvo þjóna taka stranga af
kínversku silki og breiða svo
sem sextíu til sjötiu metra af
því á gólfið. Síðan lagðist hún
niður og vellti sér eftir góifinu
og vafði klæðinu utan um sig,
með aðstoð tveggja manna. En
vegna áhrifa trúboða var hún
farin að nota evrópsk klæði og
þenna dag var hún í bláum kjól.
Kolsvart hárið var vafið utan
um höfuðið ofarlega og skip-
stjórinn sagði við sjálfan sig, er
hann hafði virt hana fyrir sér,
að hún væri frekar fríð, þótt
það væri á heldui' stórbrotinn
mælikvarða, en svipurinn var
ef tirteklarverður og viðkunnan-
legur.
Nama-hana lagði frá sér
sálmabókina, er skipstjórinn
hneigði sig og settist Uþp með
aðstoð tveggja þjóna. Hún rétti
gesti sínum höndina og mælti:
„ Aloha! Aloha Kukkini (Rúss'.;.
Aloha." Jafnframt benti hún
honum að setjast á stól við hlið
sér.
Þau töluðust við með aðstoð
Marins. Kotzebue vildi ekki
strax fara að minnast á vistirn-
ar og spurði hana þvi hvers-
vegna hún væri að lesa sálma.
„Eg er kristin!" svaraði hún
hreykin.
„Hversvegna tókuð þér þessa
nýju trú?"
„Binamu (þ. e. Bingham, for-
maður trúboðsins), sem kann
bæði að lesa og skrifa, fullviss-
aði okkur um að kristindömur-
inn væri beztur. En ef hann
verður ekki við okkar hæfi þá
köstum við honum og tökum
nýja trú. Af því að eg er nú orð-
in kristin," bætti drottningin
við, með ánægju, „get eg borð-
að eins mikið af svínakjöti og
mig lystir. Við konur þurfum
ekki að borða kindakjöt ein-
göngu eins og áður."
Nú barst talið að manni henn-
ar, Ka-meha-meha og viknaði
drottningin. Síðan sýndi hún
Kotzebue beran handlegg sinn,
en á hann var tattoverað á
hawaiisku „Hinn góði konungur
vor, Ka-meha-meha, lést 8. maí,
1819."
,ÍTunga Kinaus er líka tatto-
veruð", sagði hún og landstjór-
inn varð að reka út úr sér tung-
una, þar sem hið sama var letr-
að. Hann játaði að þetta hefði
verið mjög sárt, og tungan
hafði bólgnað svo, að hann gat
ekkert borðað i þrjá daga. En
Ka-meha-meha hafði heldur
ekki átt sinn líka! Þegar eitt ár
var liðið frá láti hans, hafði
hver einasti þegn sýnt sorg sína
með því að brjóta úr sér fram-
tönn.
Nama-hana f ór nú að tala um
skriftarkunnáttu sína og var
full áhuga fyrir þeirri list. „Áð-
ur gat eg aðeins talað við þá,
sem voru viðstaddir," sagði hún,
„en nú get eg hvislað orði i