Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ virðist súlan skamjnt frá séð eins og hún liafi hreið spangar- glerangu yfir hinum liafgráu augum. Nefið er einkennandi, hart, grátt, frammjótt, sett saman úr eða klætt nokkrum hörðum hornplötum. Nefbrod 1- urinn er hvass, demantsharður og nær gagnsær og virðist stundum sem þessi lensuoddur sé sultardropi, svo tært er horn- ið, þegar sólin skín á það. Fæturnir eru lágir, dökkir, sterkir. Notaðir lítið til göngu- ferða. En þegar súlan, sem veg- ur um og yfir 5 kg., þarf að setjast á bælin af hröðu svifi eða flugi, þá þarf sterka, breiða hlemma fil að taka af fallið og halda jafnvæginu. eða þegar súla þarf að ná sér til flugs af sjávarfletinum, þá er hlaupið á sprett, til að fá byr undir vængi, og þá koma „sjó“-þrúgurnar vel að gagni. En það er fleira við fæturna. Kynsystur vorar hafa tekið upp á þvi, að lita neglur sínar, og öll höfum vér handbær verk- færi til að laga hár vort. Súlan hefir þetta hvorutveggja. Eftir framanverðri ristinni liggja 3 ljósgrænar rákir, sem lialda á- fram 3 stærstu tærnar að klón- um. Hér er naglaskrautið. Svo er það greiðan. Allar fjórar tærnar enda á klóm. Á innri brún klóarinnar á stærstu tánni er hornbrydding með tann- skerðingum. Hér er greiðan. Hún sést lika, ásamt nefinu, í si- felldum snyrtingarnotkunum. Það var tekið að kólna undir lágnættið. Seinni liluti dagsins hafði verið heitur af sólu. Nærri þvi logn niðri í berginu og hver sólargeisli margfaldaður af end- urkasti þeirra frá hvitum drit- skánunum. Hreiðurlægjurnar höfðu þá ljdt sér af ungunúm, sem teygðu sig gapandi eins og lafmóðir hundar upp úr lireið- urhraukunum. í stað tungunnar i lafmóðum hundi hreyfðist neðri skolturinn, og liúðsepinn í kverkinni hagaði sér eins og lafmóð hundstunga. En nú var sólin sigin og næturkulið næddi um bergið. Ungarnir, sem teygt höfðu upp álkurnar eða legið á hliðinni á hrauksbörmunum, eins og sólarhitinn hefði sviðið liftóruna úr þeim, voru nú allir horfnir undir mæður sínar, sem þöndu út f jaðurhaminn og hófu einkennilega spaugsama en þó móðurlega starfsemi. Hver súla hefir hreiður sitt á háurn hrauk- um, súlum, gerðum úr sinu, rifalíum, þangi, spítum og' fjöðrum. Þetta losaralega bygg- ingarefni er límt saman með driti fuglsins. Flestir hraukarn- ir fyrir framan byrgi mitt eru gamlir, 30—40 cm. á hæð. í kollinn á hrauknum ber súlan, sem nú byggir hraukinn, ofan- greint byggingarefni, bæði til þess að hækka hraukinn úr for- inni og til þess að mynda hreið- urkörfuna. Hver byggður hraukur hefir því skjólgarð af þangi og rofalýjum. Þegar næðingurinn fór að gera vart við sig, fóru súlurnar að hækka skjólgarðana upp með hliðum og hringu. Þær notuðu til þess efni, sem hrunið hafði niður yfir daginn, og þeg- ar það þraut, var seilst í laumi í hreiðurbryddingu nágrann- ans, sem venjulega varð þjófn- aðarins var og sneri sér með hrugðnu nefi og viðeigandi tón- brigðum gegn þjófnum. Var nú togast á um efnið, og sú er sigr- aði, hrúgaði því með reigingí upp með bririgu sér, eða væri það mjúk rofalýja, ýtti liún henni með varúð inn undir sig. Þetta var móðurumhyggja og eg fékk að sjá hana frekar síð- ar. — Nú færðist nóttin yfir. — Nokkrar súlur, sem ekki áttu fyrir hreiðri að sjá, komu inn á bælið og kroppuðu sig og tóku sér smá blund með hreiðurlægj- unum. Fram undir miðnætti hafði verið mikið flug yfir hyggðinni. Súlur lentu og fóru. Smá skyndiheimsóknir. Þess- um gestum var stundum allt annað en vingjarnlega tekið. Það var lagt til þeirra með arri. Næðist tak í nef þeim eða inn um munnvik, voru þær hrisstar. Takinu upp í munnvikið var fikrað hærra, þangað til að nef- broddurinn nam við augað, og þá var rifið og hitið, orrað og orrað vargslega. En það, sem vakti undrun mína næst þess- ari gestrisni, var að augun voru óskemmd og enginn blóðdropi vætlaði úr sári. Stundum tók einn gesturinn upp á því, að rymja súlusöng- inn. Sá söngur er sunginn með tilfinningu og viðeigandi lát- bfagði, en eigi eru tónbrigðin fögúr. Vængirnir eru krosslagð- ir yfir hakið og höfuðið teygt upp og hrist ákaft. Allt í einu eru höfð endaskipti. Höfuðið beygt niður að tám, en vængir og stél eru þanin upp. Höfuð- hristurnar eru engu minni og arrið ákafara. Þessar hneyging- ar eru ávalt þrjár. Súlurnar í kring fylgjast með af áhuga. Yfir nóttina sést enginn ungi, aðeins dauft hljóð berst neðan úr hreiðurkoppunum, eins og hundgá í fjarska, gog, gog, gog! Nú er klukkan að verða þrjú. Aldrei liefir verið algert hljóð í bjarginu. í klukkutima eða svo heyrðist ekkert til svartfuglsins eða ritunnar. Hljpðlátt vængjatif -lundans í hringfluginu um Hánef hefir alla nóttina borizt að eyrum mér. Vindstaðan hefir breytzt til norðausturs og liringflugið hefir um leið skipt um stefnu. En það morkvika líf! Eins og stórgerður rykmökkur þyrlast fuglinn af sjónum og hverfur inn yfir hjargbrúnina. Máfur- inn hefir aldrei þagnað og fýls- ungarnir hér á syllunum fyrir ofan mig, er komu úr egginu í dag, kvabba ákaft um mat og við og við hefur rumið í göml- um fýl. Nú hefst flugið" yfir byggðinni að nýju. Lendingar-arr heyrist. Inn yfir bælið kemur súla með fram teygða fætur, afturbeygt höfuð og vængi þanda. Nú er um að gera, að lenda ferðlaust og rnjúklega og halda jafnvæg- inu. Þessi súla lendir utan í hreiðurhrauk Inibu. Hér er á- reiðanlega maki hennar kom- inn, því að þegar hefjast hin heitustu atlot. Þær teygja nefin upp í loftið og1 brýna þau. Mak- inn nuddar nefi sínu um bridgu hreiðurlægjunnap og höfuð- Nartar og kroppar og fitlar um plötusamskeytin á. 'nefinu- Hreiðurlægjim lyftid sór á hreiðrinu og makinn skoðar körfuna. Allt í einu liefir aðkomusúlan stjakað liinni af hásætinu og breiðir nú úr sér yfir ungann. Hin, sem vikið liefir úr sæti, vappar um, reitir og lieggur hreiðurefni úr gömlum eða ö- notuðum hreiðrum eða stelur frá nágrönnunum. Þetta hreið- urefni færir hún að rótum hreiðurhrauks maka sins. Stundum tekur hún upp á þvi af sýnilegri lifsgleði að hampa þangflyksu eða rofolíu. Hún hendir því i loft upp og grípur og allur söfnuðurinn horfir á„ og það rymur í einstaka súlum af undrun og hrifningu. En mitt i leik 'sínum er liún gripin ein- hverjum töfrum. Hún mæirir til himins, þenur vængina lá- rétt út frá hliðunum og vagg- ar um með fótaburði, sem minnir á hið fræga fótbragð fasistanna á liersýningargöngu. Þannig getur hún vappað að hrúninni og með nefið til him- Silas E. Johnson er nýkominn úr leiðangri um Afríku. Hann hafði með sér flóðhests-unga tveggja mánaða gamlan, sem vegur 7 pund. Það verður ekki alveg eins auðvelt að baða hann upp úr þessu fati, þegar hann er orðinn fullvaxinn og vegur 400 pund.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.