Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 7
VÍSffi SUNNUDAGSBLAÐ % KYMNI. Er það ekki skrítið, hvað hver þjóð hefir sina eigin fyndni .... hvernig Banda- ríkjamenn kæra sig ekki um fyndnina í ensku sönghöllun- um og Englendingar aldrei hafa getað lilegið að þunglamalegri fyndni Þjóðverja .... írum, finnst auðvitað bara varið í eina fyndni: írska fyndni o. s. frv. Það sem einni þjóð þykir skoplegt og skemmtilegt, finnst hinum lítið til koma .... Svi- ar, Norðmenn, Danir og íslend- ingar hlæja sannarlega ekki alltaf að fyndni hvers annars eða kæra sig um söm,u kýmni- sögurnar .... Þegar Dani seg- ir: „ef hún arnina væri gamall kassi með fjórum hj'ólum und- ir og tveimur hestum fyrir, þá væri hún omnibús“, þá hlægir það okkur ekki baun, en hon- um sjálfum finnst það feiknar- lega skringilegt .... Og hér er sænsk saga, sem Norðmönnum finnst lítið til um: Pétur Larson var sænskur og átti myndarbýli í Minnesota .. .. hann átti bæði hesta og kýr, en sérstaklega var hann mont- inn af svínunum sinum og svínastíunni sinni prýðilegu .. EinU sinni fór hann Pétur í kaupstaðinn .... hann hitti þar marga kunningja og þeir þurftu aUir að segja skál við hann .. það var þvi engin furða, að það dróst fyrir lionum að leggja af stað heimleiðis .... en þegar hann loksins komst af stað, þá var hann góðglaður .... Það ’ var kolamyrkur, þegar hann loksins kom heim á bæinn .... hann opnaði hliðið og staulað- ist inn, rakst á eitthvað og datt endilangur .... en hvernig, sem það nú atvikaðist, þá nenti hann ekki að standa upp og sofnaði þvi þarna út frá öllu saman .... Um miðja nótt vaknaði hann við, að einhver iifandi vera var að rumskast við hliðina á honum .... „hver er þetta,“ sagði Pétur, „ertu sænskur?“ .... en eina svarið, sem hann fékk var: „norsk, norsk“ .... Þetta er ein af sögunum hennar Guðrúnar Drewsen, og koin þetta atvik fyrir bróður hennar í æsku hans .... Sagan getur varla verið norskari: Þetta gerist að nóttu til í Nor- egi, í skógi, við tjörn, ekki langt frá Þrándheimsfirði .... það er ansi kalt .... Tveir drengir eru að fiska með stöng, en vinur þeirra og leiðtogi, hann ,Óli gamli, situr á tjarnarbakkan- um og er að bisast við að hengja kaffikönnu yfir bálköst úr við- arkvistum og greinum .... Á fjallhnúki einum litlum, beint uppi yfir honum Óla, liggur feitur maður og sefur úr sér vimuna .... Hrotur hans eru eina hljóðið, sem heyrist í kyrrð næturinnar .... Allt í einu snýr maðurinn sér við, reynir að hagræða sér, en veltir sér í meðvitundarleysinu á þá hlið- ina, sem brött er K.. . hann dettur fram yfir brúnina, ofan á hann Óla .... báðir steypast í tjörnina og rifa með sér kaffi- könnuna og brennandi kvistina og greinarnar .... þetta gerist með ótrúlegasta usla og vatna- gangi .... og þarna liggur það allt saman .... og í miðjum eldinum, reyknum, vatninu og ósköpunum, lieyrist röddin lians Óla gamla, þur og kald- ranaleg: „Jæja, þeir eru þá á leiðinni liingað, sé eg.“ .... Það, sem hlægir Islendinga, þarf eg ekki að útskýra fyrir ykkur, landar góðir, en get þó ekki stillt mig um að minnast á söguna lians Þórbergs Þórð- arsonar í „íslenzkur aðall“, um unga manninn, sem tók sér far með togara til Siglufjarðar á árunum, en þegar þangað kom og hann var krufinn um far- gjaldið, fannst engin ástæða til að borga .... „því skipið ætl- aði' norður hvort sem var“ .... Eg er samt ekki að lialda því fram, að Norðurlandaþjóðirnar geti ekki með nokkuru móti hlegið að kimni hinna.... Þessi danska saga hefir -skemmt mörgum Svíum, Norðmönnum og fslendingum .... og þið segið til, ef þið hafið heyrt hana áður! Maður er nefndur Storm- Petersen, og er hann frægur skopleikari í Danmörku .... Hann segir sögur, og á árunum var þetta ein af uppáhaldssög- unufii lians: Kvöld eitt, þegar eg var á leiðinni heim, sagði StornirPet- ersen, rakst eg á mann, sem lá útúr fullur á tröppunum í stóru íbúðarhúsi .... og þegar eg at- liugaði manninn nánar, upp- götvaði eg, að þetta var gamli vinurinn minn, hann Nickolaj- sen .... Ekki gat eg látið hann liggja þarna hjálparlausan fyrir hunda og manna fótum, svo eg lirissti hann til og spurði hann, hvar hann ætti lieima .... Hann umlaði eitthvað, sem mér heyrðist vera „á fjórðu hæð“ .... svo eg tók hann trausta- taki og draslaði honum með miklum érfiðismunum upp stigann og alla leið upp á fjórðu hæð .... Þar var þá niðamyrk- ur, en einar dyrnar voru opnar og inn um þær þeytti eg honum Nickolajsen .... En þegar eg kom niður í forstofuna aftm-, þá lá þar annar maður, dauða- drukkinn og gat ekki lireyft sig .... Þegar eg gætti betur að, sá eg að þessi maður var lifandi eftirmyndin hans Nickolajsen .... Þetta hlýtur að vera bróð- ir hans, sagði eg við sjálfan mig, þótt eg aldrei hafi heyrt hann minnast á, að hann ætti bróður .... Jæja, ekki gat eg látið mannræfilinn liggja þarna, svo eg tók í frakkakragann hans og paufaðist með hann upp á fjórðu liæð .... Eg ýtti honum inn um dyrnar og flýtti mér aft- ur niður stigann .... En hvað haldið þið, .... þegar eg kom niður, lá þarna þriðji náunginn drukkinn i forstofunni og þessi kauði leit lika út fyrir að vera bróðir lians Nickolajsen...... Nú var mér öllum loldð. Þarna var þá þriðji bróðirinn, hugs- aði eg .... Þeim sannarlega þykir gott í staupinu í Nicko- lajsen-fjölskyldunni..... En þessi durgur var með fullri rænu, og þegar eg tók i hann, grenjaði liann liástöfum: „Ef þú draslar mér upp á fjórðu liæð og kastar mér niður um lvftugatið í þriðja sinn, þá kalla eg á pólitíið!“ Rannveig Schmidt. Petain marskálkur átti nýlega til hamingju með afmælisdaginn ríkisins. 85 ára afmæli. Myndin sýnir nokkra menn óska marskálkinum , og um leið þakka honum vel unnið 66 ára starf i þágu franska

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.