Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Page 6

Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Page 6
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ é Þar greymist þér mitt svar. Eftlr Kristmann Gudmundsson. Það er viðlag úr gömlu kvæði sem var sungið í þorpinu mínu þegar eg var ungur. Nú er orðið langt síðan og kvæðið er sjálf- sagt löngu gleymt. Nörresen gamli skipstjóri lauk úr ölglasinu sinu og bað um í það aftur. Við sátum á knæpunni hans i Nýhöfn, þar sem við hittumst stundum, og hann var venju fremur mál- hreifur í þetta sinn. Á meðan hann heið eftir ölinu fór hann aftur að raula gamla kvæðið sitt, með viðlaginu sem allir voru húnir að gleyma, nema hann: Við lága krítarklettinn, þar sem kofarústin var endur fyrir löngu, og upp á sandinn hleika aldan skolar likum frá heljardjúpum mar; þar hef eg séð þig vinur um vorkvöld einann reika, um vanga þinn lék blærinn, á himni skýjafar. .j Þú kvaddir mig, og aldan burt þig bar. Bíðurðu mín? þú spurðir, en þögul ég var. Nú græt ég oft í leyni og geng um sandinn ldeika. Þar geymist þér mitt svar. Það var uppáhaldskvæðið hennar, sagðj hann allt í einu. Svo þagði hann um hríð og var öðru hvoru að súpa á glasinu. Eftir drykldanga stund hóf hann mál sitt á ný: Eg ætla ekki að fara að segja þér neina sögu, sagði hann. Sögur geturðu húið til sjálfur. En það var einu sinni stúlka, í litlu þorpi við sjó. Nörresen gamli saup á glasi sinu; augu hans voru fjarræn, eins og þau horfðu út yfir mik- ið haf. Þetta var skeggjaður maður með dapran svip og hrjúfa rödd; ég lield að liann liafi verið um sextugt. Hún hefir líklega ekki verið falleg, sagði hann; en mér fannst það nú samt þá. Yið sá- umst fyrst þarna í víkinni fyrir vestan þorpið okkar, við krítar- klettana; þar var einu sinni kofarúst sem einhverjar sagnir gengu um, ég er húinn að gleyma þeim. Og rústin var jöfn- uð við jÖrðu, því þar þótti reimt. Það var skemmtilegt að ganga þar um sandinn á kvöldin í góðu veðri. Eg gekk þar ofl vorið sem eg kom af stýri- mannaskólanum. Svo var það eilt sinn, að hún kom á móti mér. Eg heilsaði henni og spurði hvort hún vildi ganga með mér. Hún nam staðar, leit á mig með dimmu augunum sínum, — það var eins og þau væru full af rökkri, — og sagði í hálfum ldjóðum: Já, eg vil ganga með þér. Nú, svo gengum við saman þarna nokkruin sinnum, og það skeði ekkert annað, því ungling- arnir i þann tíð voru ekki eins frakkir hvorir við annan eins og núna. En við höfðum nú samt tilfinningar eins og þið, og mér varð mjög hlýtt lil jiess- arar stúlku. Hún var liá og grönn og sambrýnd, dökkhærð, með munn sem minnti á rósirn- ar í suðrinu. Og hún var ætíð fjarska alvarleg, eg held að eg hafi aldrei séð liana hrosa. En Inin hafði fallega, lága og mjúka söngrödd. Mér datt stundum í hug, að það myndi vera indælt að heyra liana syngja vögguljóð við harn. Rétt í þessu kom liópur af ungu fólki inn á knæpuna; það hafði liátt á meðan það var að fá sér sæti. Nörresen gamli horfði á það döprum augum. Þetta er glaðvært, sagði hann. Það eru allt aðrir tímar núna en þá. Ef stúlkurnar þeirra ganga með öðrum á morgun, þá hlæja þeir bara eins og gapar og fá sér nýja. Við gátum það ekki. Þegar við gengum með stúlku oftar en eitt kvöld, þá var okkur dauðans alvara. Og kvenfólkið var trúrra á þeim tímum; allt var einhvernveginn staðfastara. Það hafði sljákkað í unga fólkinu og gamli maðurinn liél t áfram að segja mér frá stúlk- unni sinni: Eg var búinn að fá skipsrúm upp úr Jónsmessunni, og siðasta kvöldið sem eg var heima, gekk eg vestur á sandinn. Hún var vöji að koma þangað líka, án þess að við töluðum um það fyrirfram; við mæltum okkur aldrei mót. En hún kom nú samt ekki þetta lcvöld. Eg beið fram á nótt, en hún kom alls ekki. Mér leið eklcert vel, því satt að segja, fann eg fyrst þá hversu hlýtt mér var orðið til hennar. Eg var allan tímann að raula fvrír munni mér uppá- haldskvæðið hennar. Það var allra bezta veður, logn og lá- deyða um allan sjó. Morguninn eftir fór eg heim til hennar. Mér hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina. Og eg átti að fara um borð eftir nokkr- ar mínútur. Hún var að gera morgunverkin; eg hafði aldrei séð hana eins fallega. Eg gat ekkert sagt, en í vandræðum minum fór eg að raula viðlagið lir kvæðinu: Bíðurðu min? þú spurðir, en l>ögul eg var. Þá tók hún undir við mig, ósköp lágt: Nú græt eg oft í leyni og geng um sandinn bleika. Þar geymist þér mitt svar. Eg lét mér það nægja, og fór himinlifandi um horð, því þannig var ástin unglinganna í gamla daga. Og eg sigldi í fjar- læg lönd, langt frá stúlkunni minni. Þegar maður er ungur, líður tíminn skjótt, einkum á ævin- týraleiðum um fjarlæg liöf og lönd. Eg sé það núna, að eg hefði víst átt að skrifa lienni, mig langaði líka til þess, en kom mér ekki að þvi. Og eg vissi að hún beið mín. Það liðu nokkur ár. Eg forframaðist talsvert, og hverjum eyri hélt eg saman. Stundum, þegar mig langaði í land með hinum pilt- unum, þá minntist eg l>ess livað hún hafði fallega söngrödd, og hversu indælt það myndi vera, að lieyra hana raula við barn. Eg ætlaði mér að eiga fyrir vöggunni þegar heim kæmi; mér liefir alltaf l>ótt vænt um krakka. Meðan foreldrar mínir lifðu, skrifaði eg þeim, en þau minnt- ust aldrei á hana. Og tveimur árum eftir hrottför mina úr þorpinu dóu þau bæði, með stuttu millibili. Þá hafði eg engan að skrifast á við. Árin liðu, en við vorum bæði mig. Það var öllu óhætt þess vegna. Eftir sex ár kom eg heim sem fyrsti stýrimaður á fallegri fjórmastraðri skonnortu. Það var nú, okkar á milli sagt, ekk- ert smáræði í þá daga, kunn- ingi. Mér var líka sómi sýndur af gömlu kunningjunum, þá vildu nú margir l>ekkja m'ann og ganga með manni á götun- um. Satt að segja fann eg líka dálítið til mm, og fór hvorki einförum, né lét lítið á mér bera! Þó var mér æ bið sama í hug, og var alltaf að skyggnast um hvort eg sæi hana ekki. En hún varð aldrei á vegi minumi það leit helzt út fyrir, að hún væri farin úr bænum, og eg kom mér lengi vel ekki til að spyrja eftir henni. Eg fór þang- að sem hún bjó áður; þá var eg búínn að vera í þorpinu á aðra viku. Foreldrar hennar voru dánir, eins og mínir, og maðurinn, sem bjó i liúsinu, sagði mér, að hún væri vinnu- kona hjá lækninum. Mér þótti hálfleitt að lievra, að hún væri þénandi, svo heimskur var eg þá, eða öllu heldur blindaður af minni eigin velgengni. Eg hefi oft blygðast mín fyrir það síðan. Aftur liðu nokkurir dag- ar. Eg hafði kynnst lækninum og konu Iians í samkvæmi, og eg var hálfhikandi við það, að fara lieim til þeirra og spyrja eftir vinnukonunni i húsinu. í stað þess fór eg út að krítar- klettunum fyrir vestan þorpið. Það var um kvöld, og bliðskap- arveður. Þegar eg kom fram á sandinn, þar sem kofarústin var einu sinni, þá sá eg hana. Hún stóð í flæðarmálinu og horfði út á sjóinn. Mér hitnaði lieldur en ekki um lijartaræt- urnar, og eg held að eg hafi hlaupið þennan spöl sem var á milli okkar, þvi mér var svo þungt um andardráttinn og eg var allur svo undarlegur þegar eg stóð fyrir framan hana. Guð minn góður, eg gleymi því aldrei hvernig hún leit á mig. Þá fann eg í fyrsta sinn livað það er að elska konu heit- ar en lífið í brjóstinu á sér. Það er meira en orðin tóm, skal eg segja þér, kunnmgi! Hefirðu séð ástina í augunum á stúlku, sem þú elskar? Eg tók í hendina á henni og bað hana að fyrir- gefa mér, sagði henni alveg eins og var. Hún svaraði engu, en horfði á mig með alvarlega augnaráðinu sínu og hélt fast i hendina á mér. Þá fannst mér hún vera fegursta konan sem ég liafði séð og mér finnst það enn. Skipið, sem eg var á, átti að fara af stað til Kaupmanna- liafnar daginn eftir. Eg sagði henni það, og að eg ætlaði að láta skrá mig af því þar og korna svo aftur til liennar. Það var fát á mér og eg stamaði, því eg var óumræðilega sæll. Svo fylgdi eg henni heim að læknis- liúsinu, og við þögðum bæði á leiðinni. Eg var eins og í ein- hverri leiðslu. Þegar við skild- um, kyssti eg á hendina á henni, mér var það nóg, eg elskaði hana svo mikið. En á leiðinni til Kaupmanna- hafnar fór eg að hugsa um, að eg hafði ekki einu sinni beðið hennar! Ekki að þess þyrfti við, en það var þó sjálfsagt kurteis- isskylda við konuna mina til- vonandi. Til þess að bæta úr þessu skrifaði eg lienni hátið- legt biðilsbréf, strax og eg kom

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.