Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUEfcAGSBLAÐ greina landslag og staðhættir o. fl. Frárennslislaus stöðuvötn. Eg skal geta þess, til að koma i veg fyrir misskilning, að 'eg nota frárennsli aðeins um ofanjarð- arfrárennsli, en neðanjarðar- frárennsli kalla eg niðurrennsli. Ef yfirborð stöðuvatns á að haldast jafnt, þarf úrkoman í vatnið sjálft -þ aðrennsli að vera jafnt og uppgufun + frárennsli + niðurrennsli. I stað þess að tala um, úrkomu + aðrennsli, má sleppa aðrennslinu, en miða úrkomuna við allt úrkomusvæði vatnsins. Gerir það áætlanir og röksemdafærzlu einfaldari, að sumu leyti a. m. k. I því, sem á eftir fer, verður því úrkoma og uppgufun miðuð við úrkomu- svæðið allt. Virðum nú fyrir oss nokkra möguleika: 1. Vatnið hefir ekkert niður- rennsli. Vér getum sett upp eftirfarandi líkingu: Úrkoma -f- uppgufun = frárennsli + aukn- ing vatnsins. Síðasti liðux-inn kemur auðvitað til frádráttar, ef lækkar í vatninu, en verður núll, ef vatnið stendur í stað. Uppgufun er að meslu óháð úr • komunni. Bi-eytingar á úrkomu koma því allar fram á tveimur siðustu liðunum í líkingunni, frárennslinu og vatninu sjálfu, og liggur i augum uppi, að þess- ar breytingar fara allar í sömu átt: Ef úrkoman eykst fram yf- ir eitthvert visst mark, eykst frárennslið, og vatnið hækkar, og líkt er að segja um minnk- andi úrkomu. Eg segi „fram yf- ir eitthvert visst mark“, því að það er ekki nóg, að úrkoman aukist; ef h.ún er mjög lítil, minni en sem nemur frárennsl- inu, heldur áfram að Iækka i vatninu. „Mai'kið“ er m. ö. o. frárennslið sjálft. Meðan úr- koman (eg á hér alltaf við úr- komuna á öllu úrkomusvæðinu, svo að auðvitað vei’ður þessi röksemdafærsla æði ónákvæm, þegar um stórt úi’komusvæði er að ræða, þar sem langur timi getur liðið fi’á því úrkoman fell- ur, þangað til hún rennur i vatn- ið) er minni en frárennslið, heldur áfram að lækka í vatn- inu, en allan þann tíma, sem úrkoman er meiri en frárennsl- ið, hækkar í því. Mismunurinn á vatnsboi’ðinu sjálfu fer eftir því, hvort frárennslið er þröngt eða vítt, verður auðvitað þeim mun meii’i, sem fai’vegurinn er þrengri. Nú eru þrír kostir fyrir hendi; a. Uppgufun er minni en úr- koman (miðað við ársmeðaltal). Vatnið hefir frárennsli, og gilda um það hugleiðingarnar hér að ofan. Frárennslið verður þeim mun meira (áin eða lækurinn), sem munurinn á uppgufun og úrkomu er meiri. Annars fer magn frárennslisins auðvitað eftir stærð úi’komusvæðisins. I langvarandi þurrkum getur frá- rennslið þoi’nað upp, og er vatn- ið þá orðið að frárennslislausu vatni (sjá b.). b. Uppgufun = úrkoman. Vatnið er að öllum jafnaði frá- rennslislaust. I líkingunni liér að ofan fellur frárennslið nið- ur, og koma því úrkomubreyt- inganiar fx’am á siðasta liðnum einum. Verða þvi yfii’borðs- breytingar vatnsins miklu meiri en í vötnum með frárennslí. Þá tíma af árinu, og þau árin, sem uppgufun er meiri en úrkoman, lækkar yfirborð vatnsins, en þau tímabil, þegar úrkoman er meiri en uppgufunin, hækkar það. Getur svo farið, að hækkunin verði það mikil, að vatnið fái frárennsli um stundarsakir. c. Uppgufun er meir en úr- koman. Þessi möguleiki er tek- inn með fyrir foi’msins sakir að- allega, því að í þessu tilfelli get- ur ekkert vatn myndast, nema þá pollar eða tjarnir um stund- arsakir, eins og drepið verður á hér á eftir. 2. Vatnið hefir takmarkað nið- urrennsli. (Ef niðui’rennslíð væri ótakmarkað, gæti auðvitað ekkert vatn safnazt fyrir). Vér getum í-itað líkinguna þannig: Úrkoma = (uppgufun + niður- rennsli) = frárennsli + aukn- ing vatnsins. Og með því að laka uppgufun og niðurrennsli saman i eitt, má viðhafa sömu röksemdafærslu og hér að ofan. Af fi'amansögðu er ljóst, að skilyrðið fyrir því„ að vatn sé frárennslislaust, er þetta: Upp- gufun + niðurrennsli = úr- koma, miðað við meðaltal nfargra ára og allt úrkomu- svæði vatnsins. Allir kannast við tjarnir eða polla, sem þorna upp á viss- um timum árs, én geta þess á milli orðið allstór. I þeiin er upp- gufun + niðurrensli yfir árið meiri en úrkoman. Hinsvegar hafa menn ekki daglega fyrir augum frárennslislaus vötn, sem aldrei þorna upp, eða sjald- an, en þó eru þau víða til, bæði hér á landi og annarsstaðar. Hef- ir Geir Gigja nýlega skrifað rit- gerð, þar sem hann gerir tvö þeirra að umtalsefni, og þó að- allega annað, Iíleifarvatn. Nefn- ir hann ritgerðina „Leyndardóm Kleifarvatns“, og birtist hun i Sunnudagsblaði Vísis 26."okt. s.l. og síðan sérprentuð. Kemur hann þar fram með einfalda skýringu á þeim breytigum, sem yfirborð Kleifarvatns er undir- oi-pið og hafa orðið mörgum umhugsunarefni og ásteytingar - steinn, og má þó undarlegt heila, a.m.k. þegar lausn ráðgátunnar er fengin. Geir Gígja hefir að vísu ekki kafað til botns i leynd- ardómnum, en hann á heiður- inn af því að hafa fyrstur manna svitt blæjunni til hliðar, svo að öðrum er nú greiður gangur inn í lielgidóminn. Geir Gígja heldur því fram, að aðalorsök yfirborðsbreyt- inganna a Kleifarvatni séu breytingar á úrkomunni. Tilgálu sína rökstyður hann meðal ann- ars með samanburði á yfirborðs- breytingum Kleifarvatns og breytingum ársúx’komunnar á Eyrarbakka. Með þvi að hér er komið eigi alllítið inn á svið veðurfræðinnai’, leyfi eg mér að leggja liér orð i belg, ef verða mætti, að málið stæði Ijósara fyrir mönnum eftir en áður. „Leyndardómur Kleifarvatns.“ Þess var getið hér að ofan, að skilyrðið fyrir því, að frárennsl- islaust vatn myndist, væri þetta: Uppgufun + niðurrennsli = úr- koma. Þótt engar mælingar lxafi verið gerðar á uppgufun hér á landi, má þó slá því föstu, eins og þegar hefir vei’ið vikið að, að hún er miklu minni en úr- koman. Af því leiðir óhjá- kvæmilega, að öll frárennslis- laus Vötn hljóta að hafa niður- rennsli. Vötn, sem ekkert niður- rennsli hafa, eða minna en sem neniur mismuninum á úrkomu og uppgufun, hljóta að hafa frá- rennsli. Um Kleifarvatn hefir því jafnan verið haldið fram, að það hefði niðurrennsli, en hitt hygg eg, að mönnum hafi ekki verið ljóst, að svo hlaut að vera, annars væri úr því frárennsli. „Leyndardómur Kleifai’vatns“, þ.e.a.s. hækkanir þess og lækk- anir, er því enginn leyndardóm- ur, heldur sjálfsagður hlutur, sem flestum ef ekki öllum vötn- um er sameiginlegur. Þá fyrst mætti tala um leyndardóm, ef Kleifarvatn liækkaði og lækk- aði ekki, það mundi þurfa al- veg sérstakrar rannsóknar við. Og það má heita kynlegt, að öll- um þeim, sem um þettamálliafa hugsað, skuli ekki hafa hug- kvæmzt hið rétta og eðlilega or- sakasamband á milli úrkomu- breytinga og yfirborðsbreytinga þessa vatns, sem og allra ann- arra vatna. Það hefir enginn sýnt fram á, að breytingar Iíleif- arvalns séu ekki í samræmi við úrkomuna. Og ef einhver skyldi vilja véfengja, að úrkoman væri aðalgerandinn í breytingum Kleifarvatns, þá yrði sá hinn sami að sýna fram á ósamræmi í breytingum vatnsins og úr- komunni við Iíleifaravatn. Línu- ritin, sem hér fylgja og Geir Gígja hefir góðfúslega leyft mér að birta með þessári grein, sýna, að gott samræmi er á milli úr- komunnar á Eyrarbakka og yf- irborðsbreytinga Kleifarvatns. Þótt sýna mætti fram á, að það gæli verið betra, þá afsannar það ekki tilgátu Geirs, m. a. vegna þess, að úrkoman á Eyrarbakka er vitanlega ekki hin sama og úrkoman við Kleifarvatn. Þessi samanburður virðist þvi leiða góð rök að þvi, að ekki þurfi að leita annarra skýringa á yfir- borðsbreyting'um vatnsins en þeirra, sem Geir Gígja setur fram. Niðurrennsli Kleifarvatns. Ef um nokkurn leyndardóm er eftir þetta að ræða i sam- bandi við Kleifarvatn, þá er liann fólginn í því, hvernig nið- Efri hlutinn j(I.) sýnir ársúrkomu á Eyrarbakka 1924'—40. — NetSri hlutinn (Il.) sýnir mælingar þær. sem geröar hafa veriö á vatnshæö Kleifarvatns á sama tímabili.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.