Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ sitt. Kvennaskólanum veitir for- stöðu stofnandi hans og eigandi, Árný Filipusdóttir, sem mörg- um er að góðu kunn, fyrir gest- risni, listfengi og fádæma dugnað í starfi sínu. Þá er í Hveragerði stærsta sundlaug landsins. Stjórnandi liennar er þjóðkunnur ágætis- maður, Lárus Pdst sundkennari. Uppi í hliðinni, undir Reykja- fjalli á Jónas Jónsson frá Hriflu sumarhústað, ásamt fleiri góð- um mönnum. Annar alþingis- maður er nýbúinn að byggja sér liús í Hveragerði: Jóhannes úr Kötlum, sem er þjóðinni reynd- ar kunnari fyrir skáldskap sinn en þingmensku,. að hvoru- tveggja ólöstuðu. Fleiri lista- menn eru hér húseltir, og í ráði að enn nokkrir flytjist hingað, og er það vel. Einn dýrmætasti auður íslenzku þjóðarinnar eru listamenn hennar, og hefir aldr- ei verið meiri nauðsyn til að hlúa vel að þeim en nú. Og liér i Hveragerði myndi þeim líða vel, ef þeim væri gert kleift að pignast hér heimili, og lifa sæmilegu líí'i. Vonandi þekkir nú þjóðin sinn vitjunartíma, og sér sóma sinn i því að reisa nú ]jegar þetla listamannahús, sem lengi hefir verið um lalað! Því væri hvergi betur í sveit komið en i Hveragerði, og nú eru til nógir peningar að byggja það fyrir, svo hvað dvælur orminn langa? Er ekki sífellt verið að jirédika í blöðum og útvarpi, að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn, að styðja og styrkja íslenzka menningu af fremsta megni, vernda málið, og út- breiða þekkinguna á landinu? Hverjir haldið þér að séu líkleg- astir til alls þessa? Hverjum eiga íslendingar að þakka tungu sína og þjóðerni, og þar með líf sitl og tilveru? Hverjir liafa .verið *hin- og útverðir is- lenzkrar menningar gegnum aldirnar? Hverjum er það að þakka að íslendingar njóta þó nokkurrar virðingar jneðal þjóðanna? Sérhver dómhær vér yfirgáfum, i samstarfinu við hið skapandi líf, í hollu erf- iði daganna og draumlausri hvíld næturinnar? Ef til vill er hún i því fólgin að sjá hörn vor vaxa upp í félagsskap við jurtir og dýr, og sjá á andlitum þeirra hinn hreina svip heilhrigðinnar? Mér hefir þótt það sérstaklega eftirtektarvert hvað fólkið hérna í Hveragerði er ánægt að sjá. Það á sér efalaust sínar sorgir, hjá því verður ekki kom- izt í henni veröld, en almennt séð, virðist vera meiri vellíðan hér en annarsstaðar, þar sem eg þekki til. Skyldi það ekki koma lil af því, að meiui eru hér í starfi sínu sífellt i nánu sam- handi við móður Náttúru? Hveragerði er ekki staður fyrir svokallaða „snobba“. Hér þrífsl engin „buxnavasamenn- ing“, eins og einn Hveragerðing- ur liefir komizt að orði. Hér er unnið, og unnið vel! Aðra eins blómgun í einu þorpi 'hefi eg aldrei séð. Þetta er góður stað- ur fyrir skáld, sem vilja vera i stöðugu samhandi við hið lif- andi lif! Enda eru nú skáld og aðrir listamenn sem óðast að ílytja hingað búferlum, og vel sé þeim! Hér ríkir andi sam- starfs Qg hjálpsemi; vér erum allir verkamenn í víngarði Droltins, og skiljum nauðsyn livors annars. Þeir, sem ætla sér að okra á náunganum, eru hér illa séðir og munu aldrei þríf- ast. Enda höfum við ekki liaft marga þesskyns fugla hérna. Sá eini, sem mér vitanlega hefir reynt það, komsl skjótlega að þvi, að almenningsálitið var honum ekki hliðhollt! Það eru ekki nema tólf ár síðan fyrsta býlið var reist i Hveragerði. Þá hyggði Sigurð- ur heitinn Sigurðsson Iiúnaðar- málastjóri Fagrahvamm. Þar situr nú sonur hans, Ingimar, og er garðyrlcjustöð lians hin stærsta innan þorpsins: fimmt- án hundruð fermetrar undir gleri. Enn stærri garðyrkju- stöðvar eru þó á Reykjabúinu, lvvennaskólinn i Hveragerði. og í Gufudal. Pálmi Hannesson rektor liefir og snotra garð- vrkjustöð í Revkjakoti, þar sem Menntaskólaseiið er. í Gufudal býr Guðjón Sigurðsson, mikill dugnaðarmaður; eru þar um álján hundruð fernietrar undir gleri, og hefir hann hyggl það allt upp á fimm árum. í Fagra- hvammi er trjáræktarstöð blómleg, hjá Ingimar Sigurðs- þeirra er Grýla, sem gýs 20—30 metra í loft upp, en henni miklu meiri er Svaði, er á það til að gjósa all stórkostlega. Hann er uppi í hlíðinni fyrir ofan og austan Varmá. Jarðhitinn er mjög mikill, og skorpan ofan á honum sumstaðar noklcuð þunn, að því er bezt séð verður. Hefir víða verið borað eftir gufu með jarðborum, og tekisl vel. Jarð- skjálftar eru tíðir en sjaldan verulegir, hverakippir svokall-. aðir. S. 1. sumar voru þeir þó all snarpir og komu með stuttu millibili í nolvkra daga. Náttúrufegurð er mikil í Hveragerði. Úr þorpinu blasir við Ölfusið allt, og ósar Ölfusár, sést þar á sjó fram. Húsiri standa skammt frá lilíðum Reykja- fjalls, en fagur klettahjalli vest- an við þorpið, og fyrir innan Iiann dalur grösugur og Ijúfur. Fram úr honum rennur Varmá, en við liana hefir verið byggð rafstöð sem lýsir upp þorpið. Foss er í ánni, fagur mjög, i Fagrihvannmir sjuii, og er mikil prýði að henni í þorpinu. Auk þess, sem eg þegar hefi nefnt, eru 14 garðyrkjustöðvar i Hveragex-ði, og útlit fyrir að annað eins vei-ði byggt á næst- unni, eða meii-a. Þorpsbúar eru nú þegar á þriðja hundrað, en þeim mun fjölga talsvert á næst- unni, því margir eru i þann veg- inn að flytja hingað. Kaupfélag Árnesinga á grunn- inn sem þorpið stendur á, en það er almennur vilji HVei’gerðinga að ríkið eignist staðinn, og heyrst hefir, að ekkert sé þvi til fyrirstöðu frá kaupfélagsins hendi. Væri það líka eðlilegast að svo yrði, og að lóðirnar fengj- ust á erfðafestu. Þá þyrfti einn- ig seni fyrst áð leggja götur og ræsi, því að enn er frumbýlings- háttur á slíku. Hverir og laugar eru nær ó- teljaxuli í Hveragerði. Mestir eru Bláhver, Bakkahver og Sand- hólahver, en i kringum þá er allstórl svæði óbyggilegt, og hefir það verið afgirt. Goshver- ir eru nokkurir; þekktastur sjálfu Hvei'agei’ði, og er mikil bæjarprýði að honum. Undir kletlahjallanum, sem að ofan er nefndur, er falleg hiíð, vaxin víði og blágresi, og mun þar verða lystigarður þorpsins inn- an tíðar. í Hveragerði er barnaskóli, garðyrkjuskóli og kvennaskóli. Garðyrkjuskólinn er rekinn fyr- ir í’ikisfé, í sambandi við Reykjabúið, og læra unglingarn- ir þar að vrkja og græða land Skrautgarður í Hveragerði.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.