Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hann opnaði hurðina hljóð- lega og lét skóna sina fram fyr- ir, lokaði og sneri lyklinum. Þvínæst lauk hann við að taka upp dót sitt — og koma því fyrir. Það var fljótgert, því að hann hafði lítið meðferðis, enda enginn staður í herberginu til að leggja föt sin á nema legu- bekkurinn, engin kista, og skáp- urinn, sem var stór og traustur var harðlæstur. Fatnaði og mun- um ensku konunnar hafði að sjálfsögðu verið komið fyrir í honum. Hið eina, sem benti til að hún fyrir skömmu hef ði ver- ið þar, voru fölnaðar Alparósir i leirkrukku út í glugga. Rós- irnar og ilmvatnsþefur var hið eina eftirskilda. Þrátt fyrir þessi óverulegu vegsummerki var því líkast, sem andrúmsloft herbergisins laðaði fram tilfinn- ingu fyrir nálægð einhverrar ósýnilegrar veru; tilfinningu, sem var Minturu í meira lagi ó- geðfeld. Það var ýmist að hon- um fannst konan hafa fyrir skömmu yfirgefið herbergið og muni þess, eða þá að honum virtist hún enn vera í því. Og þetta varð til þess að hann skin> aði í kringum sig alltaf öðru hvoru. Hann fylltist megnri óbeit á herberginu og með henni einni verður afsakað það tiltælci hans að varpa visnu blómunum út um gluggann og hengja regn- kápuna sína utan á skápinn, svo að hún huldi hann að mestu. Skápur þessi innihélt að lik- indum fatnað konu, sem eigi þurfti framar á fatnaði að halda. Hugsunin um þetta ein saman vakti lijá lionum liinn mesta ó- hugnað. Þvi næst slökkti hann raf- ljósið og lagðist fyrir. En hann fann brátt, að myrkrið var hon- um óþolandi. Einkennilegur kuldasúgur læddist að honum. Þegar hann kveikti á kertinu, er við rúmið stóð, titraði á hon- um hendin. Nú var lionum nóg boðið. ímyndanir voru að hlaupa í gönur með liann. Við þvi varð að sporna. En liafi hræðslan á annað borð gripið mann, verður henni ekki umsvifalaust vísað á bug. Hann hvíldi á olnbogun- um i rúminu og athugaði gaum- gæfilega hvern hlut í stofunni. Og að því búnu sagði hann við sjálfan sig: „Allt er upptalið, allt athugað, sem hér er inni, nú get eg sofið rólegur.“ En meðan á þessari athugun stóð, seig á hann einkennilegur, þungur þreytuhöfgi, fyrst liægt og hægt, svo með vaxandi þunga. Fvrstu álirifin voru þau, að ótt- inn hvarf. Hann var svo lam- aður, að liann hafði ekki, ef svo mætti segja, kraft í sér til þess að vera hræddur. Hann, sem var líkamlega og andlega hraustur, fann sér til mikillar undrunar, magnleysi streyma út í hvern vöðva og taug og and- legan sljóleika og deyfð grípa sig nístingstökum. Og í fyrsta skipti á ævinni varð hann altek- inn hugsuninni um fánýti og til- gangsleysi lifsins og alls þess, sem fwir er barizt og eftir sózt. ömurleg svartsýni hneppti hann þrælatökum. Myndum brá fyi’ir í huga hans; yfir þeim öllum hvíldi grákaldur skuggi ömurleikans. Hann sá i anda vagnheslana lata og slettingslega, málgefna veitingakonuna og uppskrúfað- an dyravörð, er allt miðuðu við stundarhagnað. Til hvers voru þau eiginlega hér? Og hvað við- kom sjálfum honum, liver var tilgangurinn með komu hans hingað á þennan afskekkta stað, hver tilgangurinn með lát- lausu kennslustarfi hans og striti? Allt var hégómi, aumasti hégómi! Hið endanlega tak- mark væri raun réttu öllum hulið. Einnig lífsins duldustu rök. Starf, viðleitni, agi væri fá- nýtt, gleðin hégómi, já og jafn- vel hið göfgasta líf! ...... Þegar hér var komið, spratt Minturu á fætur og reyndi að Iirissla af sér þessa hræðilegu martröð. En það var ekki nema andartak, sem sú löngun gerði vart við sig. Draugaleg, lamandi magnleysiskennd skall yfir hann á ný eins og flóðbylgja; kennd, sem liann, fullur bjart- sýni og þróttar, hafði aldrei orðið áður var. Var eklci starf hans jafn tilgangslaust og leyfi- ferð hans hingað upp í Alpana? Lífið var blekking, Trúin lié- gómi! Dauðinn einn var liinn mikli frelsari frá þjáningum og tilgangsleysi lífsins. Hamingju- samir voru þeir. sem hann líkri- aði. En hvers vegna þá að bíða eftir því að hann kæmi? Hann hentist upp úr rúminu, alvar- lega hræddur, þvi að þetta var hræðilegt. Óhugsandi var að líkamleg þrevta engöngu gæti orsakað slika svartsýni, slíkt vonleysi og ragmennsku gagn- vart hinum ýmsu fyrirbærum lífsins. Ekkert var honum fjær — undir venjulegum kringum- stæðum. Var hér ekki um að ræða tvískipting persónuleik- ans? Hafði hann sjálfur ekki lifað upp andlega reynzlu ein- hvers annars. Það var óviðfeld- ið, en um leið undursamlegt. Áhugi lians fyrir rannsókn og athugun þessa furðulega fyrir- bæris, var einmitt fyrsti vottur þess, að hans eigið sjálf væri að ná yfirtökum. Hann kvQÍkti á rafljósinu og liið fyrsta, sem hann rak augu í, var skápurinn. „Já, þarna er bannsettur skápurinn!“ sagði hann óafvit- andi hálfhátt við sjálfan sig. Og i honum kjólar, pils og sumar- blússur af dauðu konunni. Þvi að nú var liann — hvernig svo sem á því stóð — sannfærður um að hún var dauð. í gegnum opinn gluggann barst úr fjai-ska þungur vatna- niður og minnti kennarann á snæviþaktar auðnir háfjall- anna. Og lionum fannst hann sjá hana liggja þar sem hún hafði hrapað, með freðna vanga, brostin augu og sundurtætta limi. Hér hafði mannveran ó- fullkomin og smá, beðið ósigur í viðui-eign sinni við lifvana náttúruna — og við þessa hugs- un var sem fjötrar brystu og hann gjörðist andlega heil- brigður á ný. — En svo kom tilfinningin fyrir kidda, til- gangsleysi og auðn ....... Hann rankaði við sér er hann stóð gegnt skápnum stóra, þar sem föt hennar voru. Hann fékk allt í einu ákafa löngun til að sjá þessi föt — sem hún hafði notað. Hann snart skápinn — á næsta augnabliki barði hann á hann með hnúunum. Ekki er unnt að segja, hvers vegna ' - í Orustuskipið Arizona varð fyrir japanskri sprengju i úi’ásinni á Peai'l Harbor 7. desember. Fór hún niður um revkháf skipsins, kveikti í þvi og sökkti þvi. Arizona er eina orustuskipið ampriska, sem hefir verið gereyðilagt i styrjöldinni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.