Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 7
VlSIR StJNNUDÁGSBLAt) ? --i—-'-—.. ■- --■ : fangsteininum. Við sjöundu at- rennu hreyfðist liann. — Eina klukkustund og tíu mínútur var hún að ná liandfangsfleininum aftur inn úr hurðinni. Með titr- andi hendi greip hún um hann! Loksins! Með vinstri hendi hélt hún honum föstum — og kom handfanginu fyrir með þeirri hægri. Svo snéri hún því hægt og gætilega. Dyrnar lukust upp! — Hún hafði mesta löngun til þess að þjóta fram á ganginn og æpa upp yfir sig áf fögnuði — en liélt sér í skefjum. Hún gægðist út. Þar var enginn sjáanlegur. Hún gekk fram fyrir, og með hjartslætti lokaði liún liljóðlega á eftir sér og læddist að næstu dyrum —■ opnaði og fleygði sér upp í rúmið. Á sama augnabliki mundi hún eftir því, að hún hafðt gleymt svampi sinum og þurrku í herbergi dauða manns- ins! — Þegar liún siðar meir rifjaði þetta upp fyrir sér, fannst henni alltaf að seinni leiðangur- inn hefði verið örðugastur. Hún hefði látið svampinn og þurrk- una liggja, ef ekki hefði svo til viljað að fangamark hennar — M. B. — var snoturlega saumað í horn hinnar siðarnefndu. Með fyllstu varfærni fór hún sömu leið til baka, inn i stofu hins framliðna og aftur til síns eigin herbergis. En þegar þessari þungu göngu var lokið voru kraftar hennar næstum að ])rot- um komnir. Hún lét fallast nið- ur ú rúmið og andvarpaði — magnleysi færðist yfir hana — síðan sofnaði hún. Ivlukkan var orðin ellefu þeg- ar hún vaknaði, og hafði eng- inn ónáðað hana. Glatt sólskin var, og í fljótu bragði virtust henni hræðilegú' atburðir næt- urinnar sem martröð ein. Var þetta ekki allt saman draumurí Ótti brann henni enn í æðum, er hún hringdi bjöllunni. Eftir örskamma stund kom þernan. Framkoma hennar öll og vfir- hragð báru vott um mikla æs- iiígu. Nei, ekki hafði þetta verið draumur. Stúlkan. Þessi liafði heyrt eitthvað mikilvægt. — Viljið þér gjöra svo vel og færa mér te? — Já, sjálfsagt, ung- frú. — Slúlkan dró glugga- tjöldin lil hliðar og gerði liark nokkurt í stofunni. Hún liafði unnið þagnarheit, en gat ekki á sér setið lengur. Svo nálgaðisl hún allt í eiriu rúmið og hvíslaði æst: —• Ö, góða ungfrú, eg liefi lofað að segja ekki frá, en hræðilegur alburður hefir kom- ið líér fyrir. Það fannst dauður maður í herbergi nr. 117 — gestur. Segið ekki frá þvi að eg hafi ljóstað þessu upp. En þeir hafa allil’ komið hingað, lög- reglan, læknar og - umsjónar- menn. Ó, það er hræðilegt! — Smávaxna konan i rúminu sagði ekki neitt — hafði ekki neitt að segja. En Marie Louise Laueret var í þeim hugaræsingi, sem ekki hlífir. — Þó er hið liræðilegasta ó- sagt enn. — Vitið þér livaða maður þetta er? Það er sagt að það sé Boldhu, maðurinn, sem sakaður er um að hafa anyrt Jeanne Carreton i hlöðunni í Vincennes. Sagt er að hann hafi kyrkt hana, skorið líkið i stykki, sem hann síðan kom fyr- ir i tveim tunnum og varpaði út í á. Ó, liann var ógurlega vond- ur maður — og haim dó hérna í næstu stofu. Sjálfsmorð, segja þeir — eða hjartaslag? Iðrun, kannske einhverskonar áfall. Báðuð þér um café complet, kæra ungfrú? — Nei, þökk fyrir góða, lieldur te, sterkt te. — Eins og þér viljið, ungfrú. — Stúlkan fór og skömmu siðar kom inn þjónn með te á bakka. Þelta þótli henni undrunarefni. Það virtist næsta ótilhlýðilegt fyrir karlmann að koma inn í svefnstofu konu á meðan hún enn var í livílu sinni. Án efa ltafði blessaður prófasturinn rétt fyrir sér. Þessir Frakkar voru vissulega að ýmsu levti skringilegir i liáttum sínum. Svona myndi enginn fara að í Easingstoke. Hún færði sig lengra undir ábreiðuna, en þjónninn lét sem ekkert væri. Hann lagði frá sér bakkann og hvarf á brott. — Þegar hann var farinn settist hún upp og drakk teið, sem liitaði henni og styrkti. Hún var glöð yfir því að blessuð sólin skein. Bezt mundi nú fyrir hana að fara sem fyrst á fætur, því búizt var við skipinu, sem mágkona liennar var með, kl. eitt, Með því móti mundi hún hafa nægan tíma til að klæða sig vandlega, rita bróður sínum bréf, og fara að því búnu niður að skipakvinni. Veslings maðurinn! Svo að hann liafði verið morðingi, meira að segja brytjað niður fórnarlömb sín — og í herbergi hans hafði hún dvalið heila nólt! En hún var sannarlega glöð yf;r þvi að hún skyldi hafa kropið ó kné við dánarbeð hans og beðið fyrir lionum. Ef lil vill liafði enginn gert það fyr. Og það var svo erfitt að dæma fólk. Ekki var lieldur óhugsandi að þessu væri einlivern veginn öðru vísi farið. Hvaða sönnun var fyrir því að hann hefði myrt konuna. Sannfæring fólks i þeim efnum var ekki alltaf á rökum liyggð. Hvað hefði um hana orðið ef lögreglan hefði fundið hana i herberginu kl. þrjú-um nóttina. Hið eina, sem máli skiptir er það sem í lijart- anu býr. Og maðurinn er alltaf að læra. Nú hafði hún sjálf lærl það, að móttur bænarinnar fer ekki eftir því hvar hún er flutt — heldur þeim liug og hjarta sem á bak við liana stendur. Veslings maðurinn — blessaður maðurinn! Hún þvoði sér og klæddi, og gekk siðan rólega niður á skrif- stofuna. Þar var ekki að sjá æs- ingu á neinum — enginn gest- anna virtizt bafa komizt úr jafn- vægi nýlega. Ef til vill vissi eng- inn þeirra um harmsögu nætur- innar, nema hún ein. Hún seltist við skrifborð og ritaði eftirfar- andi, eftir nákvæma umhugsun: „Eg kom liingað í gærkveldi eftir mjög ónægjulegt ferðalag. Allir voru góðir og kurteisir og forstöðumaðurinn beið eftir mer. Eg var næstum því búin að týna gleraugunum minum í hó- telvagninum, en gamall hefðar- maður fann þau og fékk mér. Með lestinni var mjög skemmti- legt amerískt barn, frá því segi eg þér er eg kem lieim. Fólkið er yfirleitt ágætt, en maturinn er einkennilegur, virðist á skorta um heilnæmi og einfaldleik. Kl. eitt fer eg og tek á móti Annie. -— Hvernig hefir þér liðið, góði? Vonandi hefir ekkcrt orðið úr kvefinu. Viltu segja Lizzie, að eg hafi rnunað eftir því er eg var á leið hingað með lestinni, að ald- insafakerið, sem frú Ilunt hjó til, er á bak við tinskálar í efstu hillu matarskápsins. Það verður gaman að vita, hvort frú Buller hefir mætt við kvöldsönginn. —- Hótelið hérna er ágætt, en eg býst við að við Annie gistum í Grand næstu nótt, því að rúm- in hér eru elcki sem bezt. Bíð með frekari fréttir þar lil við hittumst. Farðu nú vel með þig. Þin elskandi systir, Millicent.“ Nei, hún gat ekki skýrt Peter frá þessu, hvorki bréflega né þegar lieim kæmi. Það var skylda hennar að láta allt liggja í þagnargildi. Hún var sannfærð um að það mundi aðeins hry§gja liann. Það var liægt að hugsa sér atburð sem þennan gerasl í útlendu, annarlegu um- hverfi, en Easingstoke var hann svo fjarlægur, að það var blátt áfram meiðandi að skýra þar frá honum. Fram hjá þeirri hlá- köldu staðreynd varð ekki geng- ið, að hún hafði næturlangt hafzt við í svefnstofu ó]>ekkts manns. Það var særandi fyrir liennar kvenlega eðli og hárfinu tilfinningar og skipti ekki veru- legu máli, hvort hér var um að ræða glæpamann eða hefðar- mann, dauðan eða lifandi. Og skerandi ósamræmi mundi það valda í því viðkvæma og andlega sambandi, sem var milli þeirra systkinanna. Gangur málsins — hvernig hvað rak annað þessa ó- heillanótt — var auðskilinn og dagsannur. Peter mundi trúa henni — en i Easingstoke-pró- fastsdæmi gat fólk vart hugsað sér ástand sem það, er hún hafði lent i. Ef liún segði frá öllu gat ]iað máske orðið til þess að fjar- lægja systkinin hvort frá öðru.. Það var skylda hennar að þegja.. — Hún setti upp hattinn og fór út til að leggja bréfið í póst. Tili bréfahólfsins á hótelinu bar liún ekki traust. Ekki var hægt að segja, hver kynni að fjalla um þau bréf. Hún héll í óttina til að- alpóstafgreiðslunnar í Bord- eaux. Það var glaðasólskin og mjög ánægjulegt að ganga á meðal ]>essa ókunnuga fólks, sem virt- ist fullt af ákafa og óróleik, út- lendingslegt í yfirbragði. Ivaffi- húsin voru þéttskipuð skrafandi körlum og konum. Þarna voru blómabúðir og einkennilegur ilmur — bún vissi varla bvaðan hann kom. Flokkur hermanna lék fjörug lög á torginu. Alll var fullt af sólskini og iðandi lifi og fjöri. „í nótt dvaldi eg í svefnher- bergi ókunnugs manns“. — Ungfrú Bracegirdle litla beygði sig i herðum, raulaði með sjólfri sér og gekk hraðar. Hún kom til pósthússins og ]ét bréfið í kassann, rjóð í kinnura og ákveðin á svip. Hún athugaði, hvort bréfið hefði komizt á ör- uggan stað. Byrði var af henni létt — skuggar næturinnar lágu að baki. — Ánægð og endur- nærð af dagsins lífi og sól, hélt ungfrú Bracegirdle niður að skipakvínni til þess að taka á móti mágkonu sinni frá Para- guay. Húsbóndinn: Næsta skipti, sem þú ræður hingað vinnu- stúlku, skaltu taka stúlku með snoðklippt hár. Frúin (afbrýðissöm): Má þér ekki standa á sama hvernig hár- ið er á vinnustúlkunum? Húsbóndirin: Nei, þvi ef hún er snoðklippt, verða þó styttri hár i matnum. • Björn: Ef eg ætla að bora gat í gegnum jörðina, hvar heldurðu að eg lendi þá ? Siggi: Á Kleppi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.