Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 19. jiili 22. blad Buðvar frá Ifuífstlal: Hið sumarfagra Norðurland. i. Og eg sá, að þekking mín var harla lítil. Það var komið fram í júlí. Dís vorsins haf ði nú slitið barns- skónum, vaxið upp úr duttlung- um og gönuhlaupum, lagt niður hávaða og ærsl, og samræmt lit- ina i kjólnum sínum. Hún var orðin svo tíguleg, ráðsett og fullorðinsleg i allri framkomu, hún var ekki lengur dís vorsins, nú var hún orðin sumargyðja. Og fólk, sem mestan hluta ársins, vinnur innan fjögurra veggja, í skólum, skrifstofum, veitingastofum eða verksmiðj- um, var ýmist farið af stað í sumarleyfi sín eða farið að hugsa um, hvernig ætti að eyða þeim. Sjálfur höfuðstaðurinn bar hlæ af sumarleyfUnum. Að vísu var komið nýtt „ástand" í bæ- inn, ameriskir soldátar i hvít- um og svörtum lit og öllum litbrigðum þar á milli. En fólk var orðið svo vant „ástandinu", undanfarið ár hafði bókstaflega . verið eitt „ástand", það skipti svo sem ekki miklu, hvort þá var einu „ástandinu" fleira eða færra. Stúlkurnar renndu rétt svona augum til negranna og sögðu: „Guð, hvað hann er sæt- ur," þegar sá dökki draumur ranghvolfdi augunum og lét skina i skjallahvitar tennur milli þykkra og blóðríkra vara, en svo hröðuðu þær sér áfram, þvi að þær voru önnum kafnar við að undirbúa sig í sumarleyf- ið. Matvöruverzlanir auglýstu nesti, Geysir og Magni auglýstu tjöld og hvílupoka, bókaforlög ráðlögðu fólki vissar bækur til að viðhalda sálinni, nafnlausir smábraskarar auglýstu notaða bíla, tilvalda í ferðalög, og bíl- stöðvarnar básúnuðu hinar ó- dýru, hentugu og skemmtilegu ferðir sínar. Skipaútgerð rikis- ins rómaði mjög hina róman- tizku siglingu með ströndum landsins, um firði og flóa, and- nes og eyjar. Og blöðin fluttu lyriskar auglýsingar um fegurð náttúrunnar i nánd við Hreða- vatnsskála og Hreðavatn. En sjálfur Steindór, bílakóngur Reykjavikur og bílajarlinn á Akureyri, gerðu með sér tvi- veldasáttmála og skipulögðu samgöngurnar á svo hávisinda- legan hátt, að hernaðarstórveldi hefðu verið fullsæmd af. 1 Reykjavík hafði Steindór komið upp sinni afgreiðslumiðstöðinni fyrir hverja tegund ferðalanga, svo að þar var á visan að róa. Og í langferðabílunum var allt flutt, telpukrakkar og afgamlar kerlingar, strákhnokkar og átt- ræðir öldungar, trúleysingjar og ofsatrúarmenn, allt, nema koff- ort og hjólhestar, þeim er alger- lega útskúfað og afneitað, af einhverjum vísindalegum, en um leið torskiljanlegum ástæð- um. Eg og félagar mínir tveir, sem ætluðum i ferðalag norður í land, minntumst þess, að í striðsfréttunum voru flestir stórsigrar þakkaðir góðu skipu- lagi. Þess vegna ákváðum við að ferðast á vegum þeirra tveggja stórvelda í samgöngumálunum, sem við lálitum bezta í því efni. Við ætluðum norður í land, en nánara tiltekið norður i Þingeyjarsýslur. Nú hagaði svo til, að annar félaga minna var Suður-Þingeyingur að ætt og uppeldi, hinn hafði farið þar um áður, en eg aldrei. Eggjuðu þeir mig lögeggjan og kváðu mig varla getað lifað lengur við þá skömm að hafa ekki seð þessa Iandshluti. Eg varð að játa, að eg vissi það eitt um Þingeyjar- sýslur, að þar var snjóþungt á velrum, en sauðland gott á sumrin, þaðan var Jónas okkar allra, þar var Mývatnssilungur Akranes og Akrafjall. og þar var mikið af skáldum og hagyrðingum, og að til sumra þeirra leit Menntamálaráð með velþóknun, en sumra ekki. Og eg sá, að þekking mín var harla lítil, samanborið við þekk- ingu félaga minna. Þeir létu líka kúlnahríð röksemdanna dyhja yíir mig úr vélbyssu mælskunn- ar. „Þér verður bara ýtt hægt og rólega út úr þessari lélegu kenn- arastöðu, sem þú hefir þarna í Flóanum," sögðu þeir, „bara fyrir það að vita hreint ekkert um átthaga og æskustöðvar samvinnustefnunnar og alþýðu- menningarinnar, sem allt upp- eldi þjóðarinnar byggist á". Hvérju gat eg vankunnandi vesalingur svarað? Engu. Eg beygði mig fyrir rökum þeirra, alveg eins og eg beygði mig fyr- ir erindreka barna- kvenna- brottflutningsins i vor, þegar hann með mikilli vinsemd, meiri kurteisi, en þó mestum dugnaði, ýtti mér hægt og rólega út úr þessari íbúðarnefnu í skólanum, sem eg, að vísu lögum sam- kvæmt, á að hafa sem þak yfir mitt fávisa höfuð. En erindrek- inn sagði, að nú þyrfti að nota þetta fyrir mæðraheimili, og úr því að eg væri ekki móðir, þá gæti eg alls ekki átt þarna lengur heimili. Rétt sagði hann hinn frómi. Aðeins einn karl- maður á íslandi, einn kunnasti rithöfundur þjóðarinnar, hefir, að eigin sögn, komizt svo langt i því að verða móðir, að hann taldi sig áreiðanlega vera ólétt- an, en aldrei ól hann þó barnið. Er eg sá, að það var mér með öllu vonlaust að feta í fótspor hans, lét eg sannfærast og fór. Nú, og úr því að eg var hús- næðislaus um Árnessýslu og þekkingarlaus um Þingeyjar- sýslur, hugsaði eg sem svo: x „Sama, hvar frómur flækist". „Við förum á laugardaginn," sagði Þingeyingurinn, sem var fararstjóri. „Ekki skal standa á mér," svaraði eg og f ór út til að kaupa mér reyktóbak og landabréf. II. 1 Norðurveg. Anno Domini 1941. Laugar- dagurinn 12. júlí. Klukkan var 6 að morgni. Eg reis upp með andfælum og reyndi að gera mér grein fyrir því, hvaða bölv- aður hávaði þetta væri. Eg minntist þess, að hafa heyrt það haft eftir orðlögðum gáfu- manni, að músik væri „mis- munandi þægilegur hávaði", — og þessi músilc var óþægilegur háVaði. Nú, jú, hann kom frá vekjaraklukkunni. Félagar mín- ir vöknuðu nú líka og i samein- ingu þögguðum við niður í klukkunni, klæddum okkur í

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.