Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 hreinasta ráðgáta, hvernig jafn kurteis og falleg stúlka hefði getað gifzt öðru eins úrhraki og Chandler. Eg vissi, að hún var að segja sannleikann, þegar hún sagðist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri glæpamaður, fyrr en hann drap Hartzell. Eina á- stæðan til þess, að hún yfirgaf hann ekki eftir það var sú, að hún vildi gæta þess að ekkert yrði að syni þeirra, Jimmy. Það var auðskilið, þegar maður leit á Jimmy, því að hann var eins laglegur og efnilegur og dreng- ir gátu frekast verið. Hún var rnjög undrandi, þeg- ar eg kom með peningana til liennar. Svo sagði hún: „Eg er yður mjög þakklát, liðþjálfi, en eg get ekki tekið við þessu fé. Cochran var svo vingjarnleg- ur að lána mér það, sem við Jfimmy þurftum á að halda, þangað til hann gat hjálpað mér til að finna stöðu. Eg byrja að vinna í næslu viku.“ „Þér skuluð nú taka við þess- um peningum samt,“ sagði eg. „Látið þá á vöxtu. Þeir ge,ta komið sér vei, þegar Jimmy fer að byrja námsferil sinn. Mér lízt vel á drenginn.“ Eg hefi víst getið þess fyrr, að frú Chandler þótti ekki vænna um neitt annað en þenna dreng, og þegar eg sagði þetta, gat hún ekki tára bundizt. „Eg get ekki þagað lengur,“ kjökraði hún. „Eg verð að segja/ yður allt af létta. Það var ekki Cochran leynilögreglumaður, sem skaut manninn minn, held- ur eg.“ Cochran hafði sagt frá því, að liún og Jimmy hefði verið i kvikmyndahúsi þetta kveld. Nú sagði frú Chandler mér, að þau liefði verið heima — i sama her- bergi og þeir Cochran og Red höfðu fundizt i. Hún sagði mér, að Red hefði þrifið Jimmy upp og lialdið lion- um fyrir framan sig eins og skildi. Cochran hefði þá elcki viljað skjóta, af ótta við að hæfa drenginn, og þegar Red skipaði honum að kasta frá sér skamm- byssunni, hafði hann gert það. „Jæja, lagsmaður, nú ætla eg að gefa þér skammt af því sama, sem eg gaf Hartzell!“ hvæsti Red. Kona hans ætlaði þá að þrífa í handlegginn á honum, til þess að koma í veg fyrir að hann hleypti af hyssu sinni, en hann sló til hennar, svo að hún þeyttist að hinum veggnum. Hún var orðin utan við sig af skelfingu og í örvæntingu sinni tók hún byssu, sem hún vissi að var geymd í dragkistu í her- herginu. „Cochran hefði látið Red drepa sig, fremur en að hætta á að hæfa Jimmy,“ sagði fi'ú Chandler kjökrandi. „Eg gat ekki staðið aðgerðarlaus, meðan lif hans var í yfirvofandi hættu.“ Og hyssan, sem hún hafði notað, var einmitt sú sama, sem Chandler hafði tekið af líki Hartzells. Eg fór aftur til lögreglustöðv- arinnar og kallaði Cochran fyrir mig. „Cochran,“ sagði eg, „sýnið mér byssuna yðar.“ Eg skoðaði hana vandlega og fann fangamark Hartzells á skeftinu: J. H, — John Hart- zell. „Eg er nýkominn frá frú Chandler, Cochran,“ tók eg síð- an til máls. „Hún leysti frá skjóðunni.“ Cochran leit aðeins á mig, ypti öxlum og þagði. „Hversvegna reynduð þér að leyna sannleikanum um þetta mál ?“ „Mér fannst hún eiga það skil- ið af mér, að eg reyndi að þakka lienni lifgjöfina. Hún skaut Chandler til að bjarga lífi minu, og livert hefði hlutskipti hennar orðið, ef málið hefði komið fyrir dómstólana? Hún hefði kannske sloppið, en hún hefði þá verið búin að lenda í miklum raunum og drengurinn hefði verið sendur i uppeldis- stofnun. Að minu áliti er Chand- ler búinn að baka þeim næga óhamingju, þótt þetta bættist ekki ofan á, svo að eg sagði henni að hafa sig á brott og segja að hún hefði verið í kvik- myndahúsi, ef liún yrði spurð að þessu síðar. Hvað kom það svo sem málinu við, hver lileypti af byssunni? Eg mundi ekki hafa verið lengi að því, ef ekki hefði staðið svona á með drenginn 66 „Jæja, Cochran,“ sagði eg, „þér þekkið reglugerð lögregl- unnar/‘ „Já, og eg braut hana. Þér get- ið auðvitað rekið mig eða veitt mér einhverja refsingu, en þér getið ekki fengið mig til þess að skipta um skoðun á þvi, hvort eg hefi breytt rétt eða ekki.“ „Leyfið mér að tala út, Co- chran,“ sagði eg. „Þér vitið, að það er ekki leyfilegt samkvæmt reglugerðinni, að bera vopn, sem eru að einhverju leyti auð- kennd. Hér er byssan yðar aft- ur, en eg segi yður það eitt, að ef eg kemst að því við skoðun- ina á föstudaginn, að liún er enn merkt, þá verðið þér sekt- aður eins og reglugerðin segir fyrir um. Skiljið þér það?“ „Já.“ Eg lcallaði á eftir Cochran, er hann gekk áleiðis til dyranna: „Það er enn eitt, sem eg þarf að minnast á við yður, Goch- ran,“ sagði eg, „reynið þér ekki að látast vera neinn liarðjaxl. Eg held að þér séuð efni í góð- an lögregluþjón — eg held meira að segja, að mér kunni að falla vel við yður, þegar tím- ar líða fram.“ „Þakka yður fyrir, liðþjálfi,“ svaraði Cochran og brosti. — „Það er einkennilegt, að mér var að detta þetta sama í hug — um yður!“ „Synir himinsins“ hafa unnið marga sigra undanfarna átta mánuði, en þeir hafa líka orðið aö gjalda mikið afhroð fyrir þá. Hér sjást tveir þeirra, sem ekki geta hrósað fleiri sigrum — hérna megin. Þeir féllu i Burma.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.