Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ i l^ndirnar §kýra sjálfar! ; lii mm GALS AND GLAMOUR DOWN BY THE “SEE” SHORE belja um vilund lians eins og jökulár. Utan úr biksvörtum, upprunalausum fjarska fossaöi myrkur annarlegra þrenginga yfir lijarta hans. Þannig leið vika eftir viku í langan tíma. Þá fór hann að dreyma kon- una, sem hann ólst upp hjá. Og einhver rödd innan af víð- átlu sálarinnar fór að telja i liann kjark: Nú finnst þér illa komið, brauðfótur minn. En viltu samt ekki reyna að hugsa málið á ný, en Játtu máttarvöldin samt eiga sig. Þú færð enga skýr- ingu á þessu í bráðina. En lmgsaðu málið fyrir þá, sem annt er um þig. Bættu ekki á áhyggjur þeirra. Þú ert beiskur yfir heilsumissinum og fram- tíðinni. En fleiri eru grátl leikn- ir en þú. Syrgðu ekki preíit- verkið, nógir fásl í það. En ekki víst, að neinn sé hæfur í þetta nýja embætti þilt, annar en þú. Spjaraðu þig, kallinn minn, og hættu umfram allt að hata. Á- sakanirnar eyðá þróttinum, sem, þú átt að nota til annars, og falla auk þess máttlausar til jarðar. Þess utan er engan að ásaka. Tilveran er réttlát, svo stórt fyrirtæki er ekki hægt að reka án fyllsta réttlætis, mundu það. Þú hefir verið reiknaður út, áætlun gerð um þig. Þú átl um tvo kosti að velja, svíkjast undan áætluninni og lapa öllu, öllu, eða reyila að uppfylla hana og vaxa. Veldu. Þetta sagði röddin. Nú hefir hann verið hér á Kletti í mörg ár. Einhver góður maður tók hann til umönnunn- ar, éins lengi og hann þarf með. Hann er orðinn sáttur við alla aðila, sem kunna að hafa átt þátt í slysinu. Hann hefir lært að Iúta einhverju, sem hann veit ekki hvað er. Hann undrast æ meir þessa stórfenglegu verð- andi, sem er kallað líf. Hann fyrirverður sig lakmarkalausl fyrir það, að um skeið þótti honum gengið á rétt sinn, og var óánægður með hlulskipli sitt. Nú er hann fyrst og fremst glaður yfir því, að fá að taka þátt í lífinu á sinn hátt, og eftir sinni getu. Hann veit vel, hvað hann hefir misst. Og stundum langar hann til* að hrópa til heilbrigða fólksins: Ef þið vissuð, hvað þið eigið! — Hann liggur hér í rúmi sínu í suðurenda liússins á Kletti. *

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.