Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Rannveig Schmidt: Vorfð er ko Það er löng leiðin frá Great, Falls, Montana, til New York og heim aftur.... Ef við berum milufjöldann saman við vega- lengdir í Danmörku t. d., þá er öll ferðin álika löng og 75 sinn- um frá Vejle til Árósa fram og aftur... . Seinnihluti aprílmán- aðar er inndæll timi að ferðast í. .. . Vorið er að koma .... jörðin að grænka og trén að laufgast .... allt er að lifna úr vetrardvalanum.... En fyrst og fremst ferðumst við gegnum Norður-Dakóta og Minnesota og þar gerir vorið lítið vart við sig enn.... Sá liluti ferðarinnar er leiðinlegur.... En þegar til Minneapolis er komið, kemur skrið á og þaðan af fer að vora.... Einu sinni flutti kunningja- fólk okkar búferlum frá San Klettur var nýbýli, þegar liann kom hér. Nú er allt þakið kjarn- gresi og nytjajurtum, sem þá voru móar og melar, svo að nú er þetta orðið stórbýli. Ann- irnar kalla á hvert augnablik fólksins. Samt mega hjónin vera að því, að bera hann út þegar gott er veður; þau virð- ast líta á hann sem einhvern að- almann heimilisins, sem ekki megi gleymast að þjóna. Hann er orðlaus yfir slikum kærleika. Hann vissi ekki fyrr en eftir næstum þvi tug ára, að bónd- inn á Kletti er maðurinn, sem átti bilinn. Hann er oftast hamingjusam- ur. Víðerni lífsiris lykja um hann, farlama manninn, eins og ástríkur móðurfaðmur. Þá finnst honum að hann sé heill og hraustur og þátttakandi i einhverri eilífri sigurför. Og hann blessar lífið af allri ástríðu sjúklingsins. Stundum syrtir að i bili. Löngun hans til þess að rísa á fætur og ganga að starfi, breyt- ist skyndilega í þungan, níst- andi harm. Þá hvíslar hann í eftirvæntingu: Herra sköpunar- innar! Viltu gera svo vel og snerta mig með litla fingri þín- um, svo að eg verði heill. En hann kemst ekki á fætur. Þá er eins og straumur lifsins renni framhjá honum, skilji hann eftir í hræðilegri einvist; en einnig þá er hann þakldátur. Einnig þá lýtur hann höfði og segir i ítrustu auðmýkt: „Líð þú, blessaði tími!" Francisco til Minneapolis, og mikið vorkenndum við þessu fólki, að flytja til þessa „smá- bæjar“ .... en San Francisco- búum finnst allir bæir einskis- virði, nema borgin við Gullna Hliðið.... En Minneapolis er stórborg, fagur staður með ótal blóma- og ti’jágörðum og indæl- um stöðuvötnum. . . . Við dáð- umst að borginni. ... I Minnea- polis eiga heima dönsk hjón, vinafólk okkar, sem við heim- \ sækjum á leiðinni.... Maður- inn heitiri Jakob Jakobsen, er efnafræðingur og vel metinn hér í landi sem sérfræðingur í jurtaolíum. .. . Jakob þessi er smáskrítinn náungi.... Einu sinni á árunum var hann að tala við danskan kunningja sinn.. . . Kunninginn var að minna liann á eitthvað, sem gerzt hafði fyrir löngu síðan og notaði danska orðaliltækið: „Það var þegar þú varst ungur, fagur og magur“ .... Þá svaraði Jakob: „Fagur hefi eg aldrei verið, magur bara í meðallagi, en, fjandinn hafi það, ungur hefi eg þó verið“.... Það er gistihús eitt í Minnea- polis, sem Curtis heitir og borð- uðum við þar hádegisverð einn dag.... Það bar fyrir okkur nýlunda, að „Smörgásbord“-ið var framreitt af 12 þjónum — fyrst komu sex Filippine-dreng- ir, svo seé svertingjar; — kornu þeir í halarófu og hver um sig hafði einn rétt á boðstólum.... Eg bjóst hálfpartinn við, að sá þrettándi mundi koma og bjóð- ast til að mata okkur .... en hann sýndi sig þó ekki.... ótrúlega margir Minneasota- búar tala ensku með sænskum hreim, jafnvel fjöldi þeirra,*sem fæddir eru hér í landi, enda er ríkið fullt af Svíum.... Fallegt er umhverfi Minneapolis-borgar og inndæl ferðin austur að fljót- inu mikla. ... Það er hrífandi, að aka yfir Missisippi, „föður fljótanna“ .... en af brúnni sá- um við mörg hús, umkringd af vatni á alla vegu og trétopparn- ir stóðu rétt upp úr fljótinu... . Það hafði verið flóð þarna,' en það var víst bara vanalegt, lít- ilsháttar flóð, og þótti ekki í frá- sögur færandi, því elíkert stóð um það i blöðunuíri..., Hinu- megin við brúna er Wisconsin .... brosandi land og minnir á Danmörku .... kannske var það.þess vegna, að allir Dan- irnir, sem búa til Wisconsin-ost- jnn fræga, settust þar að,.. . Og nú erum við í Illinois .... Lpót er hún Chicago, borin sam- an við Minneapolis, já, borin saman við flestar borgir í heim- inum.... Fátt sá eg, sem mér fannst aðdáunarvert, og fanst þó lil um. Stevens gistihúsið, enda þótt eg sæi ekki nema bara eitl af 3000 herbergjunum þar, en gistihúsið er stærst í heimi .... þetta er eins og heljarmikið bí- flugnabú.... Meðan við stóðum þar við, áttu mörg hundruð (eða voru það þúsundir?) liffræðinga fund.með sér og þar gat maður ekki þverfótað fyrir þessum, blessuðum „fræðingum“. . . Það lcvað svo ramt að þessu, að ef maður snéri sér við i fordyrinu í mesta grandaleysi, þá gat mað- ur átt á hættu að detta um einn eða tvo líffræðinga eða konur þeirra, sem flestar virtust hafa útstandandi tennur .... Væri annars ekki þetta með tennurn- ar blátt áfram rannsóknarefni fyrir líffræðingana? .... (en sannasl að segja, j>ót mig ætti að drepa, þá veit eg ekki hvað líffræðingar aðhafast) .... En eg liefi alltaf vorkennt fólki með úlstandandi tennur og eins fólki sem er liökulaust... . En slepp- um þessum útúrdúrum.... Við erum á þessu ferðalagi og komin til Chicago.... Og hvers vegna segir sumt fólk Chicogo .... og hvesr vegna segir fólk Missoura, þegar ríkið heitir Missouri .... eða Iowy og North Dakoty, þeg- ar þesi ríki heita Iowa og North Dakota? .... Ó, jæja þá.... Gjarna hefði eg viljað vera degi lengur i Chicago, til þess að sjá sýningu, sem þar var um þær mundir, af málverkum frá Louvre.... Eiþs langaði mig til að vera á fyrirlcstrinum, hans Lindberghs ofursta, en hann var þar í borginni þá daga, að halda þennan fyrirlestur sinn, sem hann hefir verið að dandalast með ura öll Bandaríkin .... Þar hefði eg viljað vera, bara til þess að segja „boo“, en það segja Bandaríkjamenn í sömu merk- iijgu sem við gefum, langt nef upp á gamlan íslenzkan máta. .... Annars held eg að þessi aumingja maður sé „einangrun- > armaður" í mestu einlægni. En nú yfirgefum við borgina hans A1 Capone og hans kump- ána.... Enga Dani hittum við í borginni, en Chicako er sögð vera þriðja danska borg, að stærðinni. tjl, í heiminum.... Seint gengur að komast út úr bænum .... umferðin er gífur- leg .. gegnum, svertingjabæinn, sem er fjarska stór .. þvílíkur aragrúi af negrum .... þeir eru ekki eins broshýrir og negrarnir t vesturríkjunum .... þarua situr óskaplega feitur svertingi á húströppum; hann er á að 'gizka 300 pund .... ekk er það fögur sjón .... og þarna er litil piccanny (stelpa), ósköp sæt og sköp skitug, litla skinn- ið. .. . Það er léttir að komast út úr bænum... . Og svo lcemur Indiana .... hér ríkir friður og ró .... allt er grænt og gróandi .... falleg bændaltýli hvarvelna. . . í þessu ríki heita borgir og bæir nöfn- um, sem benda til margra landa . . . Waterloo, Warshaw, Brem- en, Antwerpen, North Manchest- er .... það er liægðarleikur að reikan út hvaðan mennirnir kornu, sem grundvölluðu þessa staði .... en hvaðan komu mennirnir, sem byggðu borgina Ivokomo ? Hér er Ohio .... grænar engj- ar og fögur tún .... ávaxtatrén í blóma meðfram þjóðveginum, gul, bleik og hvít blómadýrð.... Er þetta sama veröldin, sem geymir aumingja Yougoslaviu, sem nú er í dauðateygjunum .. x heimurinn, sem Frakkar, Ilollendingar, Norðmenn og Danir byggja og allar hinar þjóðirnar, sem nú er verið að lcvelja og undiroka.... í Ohio eru margar verksmiðj- ur, sem búa til allskonar gler- varning, mikið af þessum marg- lita borðbúnaði, sem nú er svo mikið í tízku, kemur þaðan.... Fólkið hlýtur að vera betur meg- andi hér i austurríkjunum en í norðvestur-ríkjúnum, eða þá, að ]>að kann að búa betur um sig .... hvergi sjáum við hrör- leg bændabýli, eins og i Montana og Norður Dakota .... búsin eru oft hvítmáluð og stæðileg .... blómgarðar í kringum flest þeirra.... En á öllu ]>essu ferða- lagi söknum við djúpbláa hnn- insins i Montana .... jafnvel þegar sólin skín, þá er himin- inn hér evstra grár og drunga- legur .... og okkur leiðist flat- lendið .... við, sem komum frá Klettafjöllunum föggru.... Og nú ökum við inn i Pennsyl- vaniu .... bylgjandi hæðaland, grænir skógar, blómstrandi tré .... þýzk og hollenzk nöfn á flestum bæjum og borgum. .. . Hér er stóri verksmiðjubærinn Pittsburgh .... þar er nú sót og drungi .... og þetta gæti verið fallegur bær, þvi hann stendur á ótál hæðum.....en við flýtum okkur að komast út úr honum, svo er hann ógeðslegur.... Og þarna er hin fræga nýja „Penn- sylvania Turnpike“ .... breið- asti þjóðvegur í heimi .... 165 enskar milur á lengd.... Veg- urinn ei’ deildur í miðju og get tveir bílar ekið samliliða

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.