Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Flóttinn Eftip Mary Heneman. Regaið buldi á þakinu á verk- færaskúrnum, sem er fyrir aft- an húsið hans Marteins frænda. Og íveruhúsið hans var mjög ömurlegt á að líta á þessum þokugráa úrkomudegi, enda var því illa viðhaldið, málningin far- in af, girðingin um það hrotin, og þar fram eftir götunum. Eg stóð við gluggann á gisti- húsinu og mér varð tíðlitið á húsið, því að þarna átti eg lieima rnörg bernskuár. Nú var það hrörlegt, næstum að falli lcom- ið, en þó eitthvað liátíðlegt við það, hátíðlegt og auðnarlegt að sama skapi. Eg man það eins og það liefði gerzt í gær, er eg lagði á flótta frá Carterville. Veðrið var þá svipað og nú, grátt, ömurlegt um að litast, úrhellisrigning. Eg var þá 14 ára, en eg gleymi þvi aldrei, sem þá gerðist. Og í hvert skipti, á úrkonxu og súld- ardögum, vakna minningarnar um þennan dag. Marteinn Blaine frændi minn var ekkjumaður. Hann var hár vexti og þrekinn, súr á svipinn, og geðstirður mjög, síðan er hann missti konu sína. Það var óréttmætt með öllu, en hann kenndi mér um, að hann missti hana, þótt ég hefði ekki getað átt neina sök á hinu hörmulega slysi, sem varð henni að bana. Mér fannst líka alltaf, að hann hefði ekki misst meira en eg, siður en svo, því að eg missti háða foreldra mína í saina siysi. Það var tilviljun ein, að eg liélt lífinu, en það varð mér til hjarg- ar, að eg hafði sofnað i aftur- sæti bifreiðarinnar, er hún raksl á járnhrautarlestina. Eg var þá sjö ára. Eftir slysið átti eg engan að, nema liann. Eins og eðlilegt var spurði hann mig ekki hvort eg vildi konia til hans og húa hjá honum. Hann sagði mér bara að tína saman pjönkur mínar. Og svo fór hann með mig til húss síns. í fyrstu skipti hann sér lítið af mér. Hann fékk sér ráðs- konu, nokkuð við aldur, til þess að sjá um heimilið. Þegar eg kom á fætur á morgnana var hann farinn. Á kvöldin mataðist hann einn, fór svo inn í lesstofu sína og sat þar fram cftir kveldi. Eg var ákaflega einmana framan af. Ráðskonunni, frú Leeds, fannst eg alltaf vera að þvælast fyrir sér. Hún gerði sér gldrei Ijóst. að eg þráði hlýjp og kærleika, en hún notaði hvert tækifæri til þess að losna við mig. Eg hygg að þetta hafi haft mikil áhrif á skapgerð mína. Eg var uppburðarlítil, feimin að upplagi, en mótlætið herti mig, og eg varð sjálfstæð í lund, fór mínar götur. Og það hafði mjög ill áhrif á skapsmuni Mar- teins frænda, er hann sá hversu eg breVttist. Brátt gat hann ekki leynt því. Þegar sumarleyfið byrjaði þetta ár veiktist frú Leeds og Marteinn leyfði lienni að fara til systur sinnar sér til hvíldar. Hann sagði, að eg liefði gott af því, að fá eitthvað um að sýsla, i stað þess að ærslast á götunni. Hann sagði þetta við frú Leeds. Mér fannst, að fyrir honum vekti það eitt, að gera mér gramt í geði. Fyrsta kvöldið, er hann kom heim, var maturinn ekki til. Hann kom út i eldhúsið og lét gremju sína í ljós. „Maturinn er hráðum til“, sagði eg. „Eg er ekki æfð mat- reiðslukona.“ Hann starði á mig í svip, eins og liann gæti ekki trúað sínum eigin eyrum, óð svo að mér, greip í öxl mér og sveiflaði mér í kringum sig, og rak mér' svo rokna löðrung. Eg rak upp vein, frekar af reiði en sársauka, og hljóp út úr lierberginu. Eg fleygði mér á rúm mitt og hugleiddi liversu eg skyldi liefna mín. Sluttu síðar heyrði eg, að Marteinn fór og skellti hurðinni á eftir sér. Mér var það nokkur fróun, að eg liafði komið honum úr jafnvægi. Eg veit ekki hvert liann .fór eða við hvaða fólk liann ræddi þelta kvöld, en þegar hann kom aftur, öskraði hann upp til mín: „Komdu niður, undir eins.“ Eg skalf og nötraði, en þeg- ar liann æpti á ný, þorði eg ekki annað en hlýða. „Farðu út i verkfæraskúr- inn“, sagði hann. Eg hélt hann væri genginn af göflunum. Hví skyldi eg fara þangað ? „Mér er sagt, að eg fari illa með þig,“ sagði hann. „Gott og vel, það er bezt, að næst þegar menn segja það, hafi það við rök að styðjast.“ Þegar út í verkfæraskýlið kom tók hann leðuról og hýddi mig, — gaf mér sex högg með ólinni. Mig kenndi ekki mikið til, en eg æpti af lífs og sálar kröftum, en hann hló beizklega. Þegar hann var farinn lá eg Iengi á gólfinu, frá mér af reiði, og grét beizklega. Og þá heit- strengdi eg að flýja og koma aldrei aftur til liúss Marteins frænda. Ýmsir nágrannanna lieyrðu í mér hljóðin og gátu vottað, að hann hafði farið illa með mig. í gær kom eg aftur, til þess að létta á samvizku lians, ef ske kynni, að hann hefði iðrað breytni sinnar. Eg ætlaði að segja honum, að eg liefði verið á valdi kenja og draumóra, er eg lagði á flótta. Eg 'ætlaði að fýrirgefa lionum, sættast við hann. En Marteinn frændi var dáinn. — Hann liafði látizt af völdum lijartabilunar, nóttina, sem eg strauk frá honum. Til skáldsins. Ó, skáld, hve feginn las eg ljóðið þitt, mín löngun fann þar jafnan athvarf sitt og þó — við sérhvern tiginn stef jatón stóð tregans sverð í gegn um h jarta mitt. Eg hóf 'mig ei til flugs um framans storð og fyrirgefðu þessi vísnaorð. Eg veit þau lík jast bara hálfum hleif og höllu keri við þitt nægtaborð. 1 dölum óðs mín sál að hálfu b jó, minn söngvastrengur drúpti hljóður þó. Með þankablóm án þroska, ilms og lits eg þögull gekk um frónskan kvæðaskóg. Frá horfnum öldum hjartans loginn skín úr heimi l jóðs og snilldar inn til mín; af kærleiksgnótt þú kvaðst í þúsund ár því kem eg eins og lítið barn til þín. G. H. E. 1 litla rammanum er mynd af John A. Leppla, sem ásamt Jolin Liska (við byssuna) skaut niður sjö japanskar or- pstuflugvélar á Coralhafinu iiú fyrir nokkuru.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.