Vísir Sunnudagsblað - 27.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 27.09.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSÖLAl) . TjaklstæSi á skriðjöklinum. i'ð niður i hann og gengið um hann þveran þrem dögum síðar, að stærð hans varð raunveru- leiki fyrir okkur. Hér hafði eg flogið yfir fyrir fjórum árum. Virtust mér breytingar liafa orðið mjög miklar síðan þá, en erfitt er að gera samanburð á því, sem séð er úr lofti og því, sem séð er af landi. Breyting- arnar munu ekki vera eins mildar og eg hélt í fyrstu. Það er aukaatriði í lýsingu þessari, að ó vikurtindi þessum fundum við matarbirgðir, sem leiðangur dr. Nielsen Iiafði skilið þar eftir ásamt bréfi til leiðangurs prófessor Ahlmanns og Jóns Eyþórssonar, að hitinn í vikurhaugnum var um 40°* í hálfs metra dýpt, og að næsta dag lágum við um kyrrt i tjald- inu vegna dimmviðris og að við mældum dalinn í aðaldráttum daginn þar á eftir. Á þriðja degi gerði loks bjart og stillt veður aftur, og var nú ætlunin að halda niður í dal- inn. Gengum við á skíðum með streng á milli okkar. Þoka skall á í þá mund er við héldum af stað. Var fyrst stefnt til aust- urs, að aústurenda liamrabrún- arinnar, þar sem hún er hæst. Þangað voru rúmlega 3 kíló— metrar frá tjaldstað olckar. Þrátt fyrir þokuna var þar margt að sjá. Tveir móbergs- lcollar standa upp úr hjarninu, að nokkru huldir vikri. 1 vestri kollinum er töluverður jarðhiti. Leggur þar sjóðandi gufu upp um sprungur í berginu. Hverir eru þarna ekki stórfenglegir, en umhverfis gufuaugun hefir þró- ast nokkur mosagróður og skóf- * Jóhannes .Áskelsson hefir síðan upplýst, að á þessum stað hafi ekki verið jarðhiti 1936, og þá hafi aðeins blákollurinn á vikurtindinum náð upp úr snjónum. ir. Var þarna eini gróðurinn, sem við urðum varir við hjá Grímsvötnum, ef undan er skil- in myglan, sem komin var i matvæli Dr. Nielsens. Vestur af hnúkum þessum voru vikur- hrannir að stinga kollunum upp úr snjónum. og var þar alstaðar nokkur hiti. Höfðu þar myndast hinir einkennilegustu ishellar og hvelfingar og tók okkur langan tíma að skoða öll þau furðusmíð. Enn var haldið í austur og síð- an sveigt til norðurs niður af rananum niður í dalsmynnið. Birti nú til og gerði sólskin og logn og hélzt það veður það sem eftir var dagsins. Á leiðinni* nið- ur fórum við hjá miklu „jarð- falli“ undir hamrabxúninni, Hafði þar myndast nær því hringmynduð djúp skál í jökul- inn og grænleit tjörn var i botni hennar. Líkur eru á þvi, að jarðhiti sé þárna undir, þvi skál þessi sést á myndum, sem tekn- ar voru 1938 og 1941. Þar sem gera rná ráð fyrir hreyfingu á jöklinum á þessum stað og all- mikilli snjókomu, ætti skál þessi að vera löngu horfin, ef ekkert væri það, sem héldi henni við. Frá skál þessari héldum við vestur á bóginn niður síðustu brekkurnar niður í dalbotninn. Þar sem við komum niður, var önnur tjörn og jökullinn all- mjög sprunginn umhverfis hana, en stór ísbjörg, sem hrun- ið höfðu ofan af hamrabrúninni voru hálf í kafi í ísnum um- hverfis. Nú fyrst varð oklcur ljóst hve marflatur dalbotninn er. Er hann yfir að sjá eins og ísilagt stöðuvatn. Mælingar sýna einn- ig að hæðamismunur í sjálfum dalnum er enginn, sem máli, skiptir á mjög stóru svæði. Að vísu eru smáhryggir á stöku stað nálægt löndunum, en þeir virðast aðallega stafa af því, að skriðjöklar ganga þarna út i vatnið. Getur þessi slétta tæp- lega verið annað en ísi hulið vatn, enda hendir og vatns- borðið í sprungunum til þess. Svæði það, sem teljast verður marflatt er tæpir 40 km- eða á stærð við Mývatn. Líklegt verð- ur að teljast, að ísinn sé á floti á þessu svæði, en vatnið getur verið allmiklu stærra til norð- urs og austurs, en jökullinn þar botnfastur. Ekkert skal um það sagt með vissu, hve þykkt ís- lagið- er, en líklegt er, að það sé upp undir 100 metrar á þykkt, ef miðað er við dýptina niður að vatnsborðinu. Hins- vegar er mjög erfitt að reikna þetta út, bæði af því, að ná- kvæmar mælingar eru ekki fyr- ir hendi, og svo því, að eðlis- þyngd issins er ekki þekkt. Is sá, sem í dalbotninum er, er ekki lagís, heldur að miklu leyti ummyndaður snjór blandaður klakastykkjum úr skriðjöklin- um. Haldið var nú þvert vestur yfir dalinn til gosstöðvanna 1934. Grófkornóttur sumar- 1 snjór þakti allan dalbotninn og stórir bollar og lautir höfðu myndast hér og þar vegna leys- ingavatns eða rigninga. Vatnið hafði þó stigið úr flestum þess- ara lægða. Öðru hvoru kvað við hár brestur úr skriðjöklunum, eða vatn, sem sigið hafði undir jökulinn, sprengdi sér farveg undan honum fram af hamra- brúninni og fossaði niður í dal- inn blandað krapi og ismolum, með ógurlegum gauragangi. Syðst og vestast i dalnum gengur allmikill skriðjökull niður í dalbotninn, en norðan við hann eru tvö fell, sem ekki eru hulin jökli. Stefndum við þangað, enda mun vesturgigur- inn 1934 hafa verið á þeim slóð- um. Er við nálguðumst fellin tók umhverfið að gerast ævin- týralegt. Stórir jakar, sem klofnað höfðu úr skriðjöklin- um, gnæfðu eins og turnar upp úr dalbotninum, en þar voru þeir að nokkru leyti sokknir í ís. Milli jakanna var rennslétt- ur dalbotninn og var svipaðast þvi, sem gengið væri um, krók- óttar götur í stórbæ milli hinna einkennilegu turna. Þegar nær kom fellinu, sáum við, að 50 í Grímsvötnum. Austurhornið á hamraveggnum. Grímsvötn séð úr lofti 1938. Suðvestur kriki dalsins er næst. Fjær sést rásin; norður í nyrðri dalnum og nyrðri dalurinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.