Vísir Sunnudagsblað - 27.09.1942, Blaðsíða 4
4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
í VÍKING VIÐ STRENDUR
AMERÍKU,
EFTIR LOWELL THOMAS.
Það, sem menn frétta nú um kafbátaliernað Þjóðverja við Ame-
ríku, er yfirleitt af mjög skornum skammti, en í síðustu heims-
styrjöld voru kafbátar Þjóðverja einnig sendir í víking vestur um
haf. Ameríski blaðamaðurinn Lowell Thomas hefir ritað bók um
þátttöku þýzku kafbátanna í þeirri styrjöld og eru hér teknir upp
nokkrir kaflar, sem fjalla um hernað þeirra við strendur Ameríku.
í byrjun júnímánaðar árið
1918 fluttu blöð um öll Banda-
ríkin miklar og ískyggilegar
fregnir af styrjöldinni í Evrópu.
Þjóðverjar ruddust suður
Frakkland og virtust óstöðv-
andi, en Bandarikjaherinn var
á leið til vígstöðvanna til að
taka þátt í bardögum. Spurning-
in, sem var á allra vörum, var
sú, hvort bandamenn hefði
nœgilegt þol til að standast hina
ægilegu sókn Þjóðverja, þangað
til þeir yrði örmagna. Þá
kom allt í einu fyrir atvik, sem
yfírgnæfði allt annað. Blöðin
notuðu stærstu fyrirsagnaletur
sín við frásagnir af þessu:
ÞÝZKUR KAFBÁTUR
HERJAR VH) STRENDUR
BANDARÍKJANNA.
Skipum var sökkt rétt við
hafnarmynni helztu hafnar-
borganna á Atlantshafsströnd-
inui. Styrjöldin var komin heim
að bæjardyrum Bandaríkja-
manna. Þjóðverjar höfðu greitt
högg þvert yfir Atlantshafið.
Það högg var þungt og olli
miklu tjóni.
Vegna þess, að þessi hluti
kafbátahernaðarins hlaut að
vera Bandaríkjamönnum minn-
isstæður, lék mér mikill áhugi
á að kynnast honum meira og
þeim mönnum, sem höfðu af-
rekað það, er hafði verið talið
ómögulegt. Eg leitaði því á náð-
ir flotamálaráðuneytisins þýzka.
Þar fékk eg þær upplýsingar,
að sjö af stærstu kafbátum
Þjóðverja hefði fengið skipun
um að fara vestur um haf og
leggja tundurduflum og herja á
skip milli Cod-höfða og Kay
West. Þessir sjÖ voru:
U-151 undir stjórn von Nost-
itz und Janckendorf, skipherra,
sem fór frá Þýzkalandi 18? ap-
ríl 1918, kom heim aftur seint
í júlí og var i viking við Ame-
AMERÍSK SKONNORTA BRENNUR EFTIR SPRENGINGU.
KÖRNER, STÝRIMAÐUR.
ríkustrendur frá 15. maí til 1.
júlí.
U-156 undir stjórn Richard
Feldt, skipherra, sem fór að
heiman um 15. júni, herjaði við
Ameríku frá 5. júlí til 1. sept-
ember, en rakst á tundurdufl í
varnabeltinu mikla milli Skot-
land og Noregs á heimleiðinni
og fórst með allri áhöfn.
U-140 undir stjórn Kopham-
els, skipherra. Þessi kafbátur
fór frá Þýzkalandi 22. júní
1918, var við Ameríku frá 14.
júlí til 1. september og kom.
heim aftur í októbermánuði.
U-117 undir stjórn Drösch-
Qrs, skipherra, sem fór frá
Þýzkalandi í júlí 1918 og varð
U-140 samferða heim.
U-155, sem áður hafði verið
flutningakafbáturinn „Deutsch-
Iand“. Skipherrann hét Eckel-
mann og fór hann að heiman í
ágústmánuði, herjaði frá 7.
september til 20. október og
kom heim skpmmu eftir að
vopnahléð hafði verið samið.
U-152, er var undir Franz,
skipherra. Hann var við strend-
ur Ameríku frá 20. september
til 20. október oig kom heim
eftir að hætt var að berjast
U-139, undir stjórn Lothar
von Araauld de la Periéxe, skip-
herrfti Hann var frægasti kaf-
bátsforingi Þjóðverja í síðustu
heimsstyrjöld, því að hann kom
alltaf upp á yfirborðið til þess
að sökkva skipum, nema mörg
herskip væri á næstu grösum.
Von Arnauld lét úr höfn i sept-
ember, en var kallaður heim
rétt á eftir, þegar byrjað var að
semja um vopnahléð.
I Berlín var mér sagt, að skip-
herrann á U-151 mundi hafa
skemmtilegustu söguna að
segja. Hans bátur var sá fyrsti,
sem sendur var vestur um haf
og kom þvi Bandaríkjamönn-
um alveg á óvart. En mér tókst
ekki að finna skipherrann, von
Nostitz und Janckendorf, svo
að eg snéri mér til þess foringja
hans, sem hafði gengið honum
næstur að völdum, dr. Fredrick
Körners, og hann sagði mér frá
ævintýrum þeirra. Eg hafði upp
á honum í Slesíu, þar sem hann
sat umgefinn af fjölskyldu sinni
og blómabeðunum sínum. Það
er rétt að geta þess, að einn af
hinum amerisku föngum. á
U-151, W. H. Davis, skipstjóri
á kaupskipinu Jacob M. Hask-
ell, sagði um Körner, að hann
talaði góða ensku og væri svo
kurteis, að það tæki á taugarnar.
Iíörner fann dagbækur sínar
og fyllti upp í eyður þeirra með
skemmtilegum smáatriðum,
svo að úr þessu varð eiginlega
gamansaga um víkingaför til
Ameríku;
i
Kafbátur okkar var systur-
skip „Deutschland“, sem fóx*
tvær friðsamlegar ferðír 'með
vörufarm vestur um haf, áður
en Bandarikin gerðust styrjald-
araðíli. Þegar þið sðgðuð okk-
ur stríð ^ þendur, var þessfim
flutningakafbátum breytt þann-
ig, að þeir gæti lagt tundurdufl-
um og bitið frá sér. U-151 hét
i fyrstu Oldenburg og haustið
áður hafði hann farið í lengstu
för, sem nokkur kafbátur hafði
verið sendur í. Þá var hann lát-
inn fara til Vestur-Afríku undir
stjórn Kophamels, skipherra.
Von Nostitz und Janckendorf
fékk skipun um að safna skips-
höfn, þar sem hver maður værí
þekktur fyrir dirfsku og hug-
rekki, og útbúa þenna risakaf-
bát okkar til fimm mánaða far-
ar. Við fengum ekkert að vita,
hvert.við ættum að fara, en eft-
ir öllum sólarmerkjum að
dæma máttum við búast við
ferð, er líktist helzt ævintýri
eftir Jules Verne. Ágætt! Við
vorum til í allt slíkt. Hin mikla
sókn í Fralddandi neyddi fjand-
mennina til undanhalds og við
bjuggumst alls ekki við því, að
Bandarikjamenn yrðu nokkuru
sinni tilbúnir að taka þátt í
stríðinu. Þar skjátlaðist okkur
þó, en um þetta leyti vorum
við þó allir vissir ’um sigur.
Loks komu þó skipanir flota
málaráðuneytisins. Þær fóru
fram úr öllu, sem við liöfðum
búizt við. Okkur var ætlað að
gera árásir á skip við strendur
Bandarikjanna. Deutschland
hafði að vísu farið þessa leið,
en það var meðan við lifðum
enn í friði við Bandaríkin, og
hafið'imdan ströndum þess var
friðsælt og rólegt. Bremen, enn
pitt systurskip, hafði líka verið
sent i slilca ferð, en hafði farizt,
Ferð okkar hlaut að verða all-
frábrugfSin ferð þeirra, því að,
við gátum hvergi fengið elds-
peytisbirgðir á leiðinni eða tel^