Vísir Sunnudagsblað - 27.09.1942, Síða 5

Vísir Sunnudagsblað - 27.09.1942, Síða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ið okkur hvíld, en ofan á það bættust svo allar hætturnar, sem, voru því samfara, að við vorum í hernaði en ekki frið- samlegri verzlunarferð. Við lét- um úr höfn fimmtudaginn 18. anríl 1918 og stýrðum í norður- átt, þvert yfir Eystrasaltið. Þetta var síðla dags og nóttin skall skjólt á. Við sáum Kaup- mannahöfn á bakborða, upp- ljómaða af óteljandi skærum rafmagnsljósum. Þegar við fór- um fram bjá Helsingborg á sænsku ströndinni, gátum við séð í nætursjónaukunum okkar nokkrar fyllibyttur slæpast undir götuljóskeri við höfnina. Eitt af síðustu húsunum í borg- inni, sem við sáum, var uþp- Ijómað. Við fórum svo nærri, að við gátum greinilega séð inn í borðstofuna. Þar var veizla mikil í fullum, gangi og sat skartklæddur hópur karla og kvenna undir borðum. Þau hlóu og mösuðu og klingdu glösum. Við fengum sting í hjartað, er við sáum þessa sjón. Þetta var það síðasta, sem við sáum, af lifi fólks i Evrópu, þangað til við komum heim aftur. Við vorum svo heppnir, að það var þoka, þegar við kom- um að tundurduflagirðingunni miklu, svo að eklcert af eftir- litsskipunum varð vart við okk- ur. Aðeins máfar og hnísur vissu um ferðir olckar þarna. Þegar við vorum komnir út á sjálft Atlantshafið rökuðum við á okkur krúnurnar til þess að okkur skyldi ekki verða of heitt, en létum í þess stað skeggið vaxa, til þess að þurfa ekki að eyða tíma í að raka það. Þ. 2. mai heyrðist ópið al- þekkta: „Skip framundan.“ Þetta reyndist vera stórt vopn- að skip, en við höfðum fengið ströng fyrirmæli um það, að ráðast ekki á neitt skip, fyrr en við værum komnir undir strendur Bandaríkjanna, svo að engan gæti grunað, hvert ferð okkar væri heitið, áður en við værurn komnir á þann leikvang, sem okkur var ætlaður. En þetta skip var allt of freistandi og það geta komið fyi'ir kringum- stæður, er hafa það í för með sér, að menn geta ekki farið of nákvæmlega eítir skipunum yf- irmanna sinna. En jafnvel þó að skipið gæti sent frá sér skeyti um stöðu okkar, þá átti það ekki að þurfa að koma að sök. Við • vorum ekki komnir svo langt áleiðis yfir hafið, að menn. gæti ráðið af hnattstöðu okkar, hvert ferðinni væri heitið. Við sendum skipinu txmdur- skeyti. Það missti marks. Þá komum við úr kafi og reyn& um með fallbyssunum. En skip- ið komst undan og við gátum lieyrt það senda svohljóðandi skeyti um árásina: „E.s. Port Said tilkynnir: Við höfum hitt fjandmanna-kaf- bát.“ Siðan gaf skipið upp hnatt- stöðu sína. Við vorum heldur en ekki lúpulegir. Það er sök sér að ó- hlýðnast yfirboðurum sínum, þegar það er gert til þess að vinna glæsilegan sigur, en hér var ekki því að heilsa. Það fór að hlýna verulega, þegar við komum á móts við Azoreyjar. Allskonar rekavið og sæþörunga rak framhjá okkur, en þilfar bátsins var svo lágt, að við gátum næstum rétt höndina ofan í sjóinn. Hnísur fóru fram hjá okkur í stórum skörum og flugfiskar léku sér að því að svifa þvert yfir bát- inn. Sverðfiskar gerðu líka margar tilraunir til að reka okkur i gegn, en þegar þeir fundu, hversu sterkar’ síður bátsins voru, þá gáfust þeir upp og köfuðu á brott. Einu sinni fórum við framhjá griðarmik- illi breiðu af allskonar rekaldi, sem sýndi, að þar hafði hnífur einhvers komizt í feitt. Á kveld- in söfnuðumst við umhverfis turninn og stofnuðum til sam- söngva. Við sungum gamlar þjóðvísur með undirleik gítara og mandolína. Himininn var stjörnubjartur og hitabeltis- máninn hellti geislaflóði sínu yfir okkur. Það var eins og sjór- inn væri lifandi, því að hann glitraði allur af maurildum. Það var engu líkara en að við værum á ferð um haf af bráðn- um, glóandi málmi. Hafið var silfurlitt og silfurdropar þeytt- ust við og við yfir stafn kaf- bátsins. Hver dagurinn leið af öðr- um, án þess að skip kæmi í augsýn. Við forðuðumst þau svæði á hafinu, þar sem skipa- ferðir voru algengastar. Við vorum komnir meira en hálfa leið yfir hafið og ef einhver yrði okkar var úr þessu, þá væri ekki mikill vandi að gera sér í hugarlund, að við værum á leið til Ameríku. Einn dag eftir hádegi, sáum við reykjarstýók að baki okkur. Fjögurra þúsunda smálesta skip kom brunandi beint til okkar. Það hafði fallbyssur í stafni og skut og það var eins og þær ögruðu okkur að reyna til við sig. Við skeyttum þvi ekkert um skiimnir flotamála- ráðuneytisins og 6endum skip- inu tundurskeyti. Allt var kyrrL Við höfðum misst marks í ann- að smn. Skipið brunaðj sina leið og fór i krákustigum. Skipverj- ar höfðu þá séð tundurskeytið. Er við komum úr kafi nokkru síðar heyrðum við það tilkynna stöðinni í Bermuda um okkur. Það hét „Huntress“ og var eign brezk-indverska félagsins. Við gerðum okkur nú enga von um að geta komið Bandarikjamönn- um á óvart, úr þvi að búið var að tilkynna uin árásina. Menn geta gert sér i hugarlund, hvað við bÖlvuðum sjálfum. okkur fyrir heimskuna. Litlu síðar náðum- við loft- skeytum frá Ameríku. Það hýrn- aði heldur yfir okkur, er send- ingin endaði með þessum orð- um: „Enginn kafbátur. Allt kyrrt og rólegt.“ Svo var helzt að sjá, sem Bandaríkjamenn hefði ekki fengið neina tilkynn- ingu frá Bermuda. Það kom oltkur á óvart. Það var auðséð, að einhversstaðar var samvinn- an ekki í sem beztu lagi, og heppnin var með okkur. Dag eftir dag heyrðum við þessa sömu tilkvnningu endurtekna: „Enginn kafbátur. Allt kyrrt og rólegt.“ Við liöfðum verið heppnari, en við höfðum átt skilið. Siðar sáum við annan reykjarstrók og segl út við sjón- deildarhringinn. Við fórum í stóran krók framhjá báðum, því að við vorum staðráðnir í að falla ekki fyrir freistingunni, * fyrr en við værum komnir upp að landi. Við tókum, stefnu norður á við, áleiðis til Hatteras- höfða. Umferðin fór jafnt og þétt vaxandi og í hvert sinn, sem við sáum skip fórum við langt úr vegi þess. Að morgni þess 21. maí, einum mánuði og þrem dögum eftir brottförina frá Kiel, fór litur sjávarins að verða gráleitur og gruggugur. Við mældum dýpið og það reyndist vera 35 metrar. Við vorum komnir að landi, þótt við værum ekki ennþá í landsýn. Þarna var Vesturheim- ur, þar sem, við áttum að taka til starfa og láta hendur standa fram úr ermum. Við höfðum innanborðs um hundrað tundurdufl og þeim var komið fyrir þar sem liægast var að. komast að þeim. Eitt af að- alverkefnum okkar var að sá þeim vandlega þar sem her- gagnaskipin, er sigldu til Ev- rópu, fóru helzt um. Fyrsti hóp- urinn átti að lenda í Chesapeake- flóa, til ,,ágóða“ fyriy Baltimore er var stærsta styrjaldarhafn- arborg Bandarikjanna. Næsta skammt áttum við að leggja í mynni Delaware-flóa, handa þeim skipum, er kæmi frá Fila- delfiu og öðrum höfnum þar í grennd. Við stefndum, norður með landi. Síðla þenna dag komum við auga á rennilega fimmsiglda ameríska skonnortu, en þvi miður var hún svo fjarri, að við gátum, ekki náð henni. Hún var svo falleg, að mér þótti eigin- lega gott, að hún skyldi sleppa. Hver einasti sjómaður elskar hin gömlu og glæsilegu seglskip, og mér fannst það alltaf þung- bært, er eg þurfti að senda eitt- hvert þeirra niður á botn undir- djúpanna. En seglskipið var vart úr augsýn, er annað skip nálg- aðist — beitiskip af Charleston- flokki. „Ó, bara að við gætum sent því skeyti!“ hugsaði eg. Skipið sigldi hið rólegasta leiðar sinnar og engan á þvi grunaði nærveru oltkar. Við vorum tilbúnir með tundur- skeyti, en til allrar óhamingju vorum við svo langt frá því, að ekki var viðlit að skjóta á það. Þá kom fjórsigld skonnorta allt í einu brunandi fyrir fullum seglum á bakborða. Við vorum of nærri landi til þess að hætta á að koma upp á yfirborðið, svo að við læddumst á brott. Um- ferðin var svo mikil, að við hefð- um getað lent í allskonar óþæg- indum, ef við hefðum farið úr kafi. Við fórum, þess í stað enn dýpra og bjuggumst til að liggja á botninum i nokkrar klukkustundir. Við gægðumst upp aftur klukkan sjö um kveld- ið og þá var hellirigning, þrum- ur og eldingar. í austur- og suð- urátt var liimininn þungbúinn og ógnandi, beint yfir okkur voru regnþrungnir skýjabólstr- ar, en í vesturátt gat að lita dá- fagurt sólarlagið. Veðrinu slot- aði fljótlega og bráðlega gægð- ist tunglið fram á milli skýja. Um klukkan tíu um kveldið voi'- um við komnir að Henry- og Charleshöfðum. Bétt eftir miðnætti voru gefin merki urn að hætta væri nærri og við fórum strax í kaf. Hvítt Ijós stefndi beint á okkur. Það var hafnsögumannsskip með leitarljós. Höfðu skipverjar þess séð okkur? Að því er bezt vai’ð séð, höfðu þeir ekki gert það, því að skömmu siðar heyrðum við sama skey tið og áður: „Eng- inn kafbátur. Allt kyrrt og ró- legt.“ Við héldum áfram ferð okkar norður á bóginn. Þegar dagaði lögðumst við aftur á botninn. Við vorum nú að nálg- ast Baltimore, svo að við hegð- uðum okkur eins og kafbáta var venja, er þeir voru að verki, þar sem miklar skipaferðir voru. A daginn lágúm við á hafsbotm

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.