Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 3
: VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ S Ravenala-tréð. Ef menn reka járn með beittum oddi inn í tréS — jafn- vel á mesta þurka- tíma ársins, eiga menn víst, að um þaS bil hálfpottur af fersku vatni gusist út úr trénu. Á Madagascar er ’tréS kallað „ferða- mannatréð". Það er m. a. notað til húsgagnagerðar. Gróður. 80 af hverjum hundrað plönt- um, sem fundizt hafa á Mada- gascar, fundust upprunalega aðeins þar. Margar hafa siðan verið fluttar til annara landa. Dýralíf. Af hinum fjölmörgu rándýra- tegundum Afríku fyrirfinnast engar á Madagascar. Eina hættulega skepnan á eynni eru griðarstórir krókódílar. — Le- múrurnar, sem mynd er birt af hér að framan, eru um alla eyna, og eru sérkennandi fyrir hana. Dýr þessi draga nafn sitt af hinu sokkna meginlandi, Le- muria. í hafnarborgunum. Þar — til dæmis i Majunga — ægir saman fólki af ótal kyn- kvislum. Smákaupmenn eru flestir af arabiskum stofni eða Kinverjar. Arabar gegna ýms- um embættisstörfum undir yfir- stjórn Frakka. i Paradís hinna kjötgráðugu. Á Madagascar eru fleiri naut- gi-ipir en menn — eða um 5 milljónir að því er talið er, enda er hvarvetna hægt að fá ódýrt kjöt, en grænmeti og kartöflur er tiltölulega miklu dýrara, og þegar matur er fram reiddur á Madagascar eru hlutföllin milli kjöts og kartaflna alveg þveröf- ugt við það, sem tíðkast lijá hvítum þjóðum. (Með fjórum risasneiðum af steiktu kjöti eru fram reiddar tvær smákartöfl- ur. t Uxar draga vagnana, Þegar ferðast er um þjóðveg- ina kemur brátt í ljós, að hinir innfæddu nota aðallega uxa til þess að draga vagna sína. Ög.al- uxarnir koma öllu i áfangastað heilu og höldnu. — íbúarnir eru næmir, en eitt geta þeir aldrei lært, að flýta sér. í hálöndunum. Þegar ekið er um hálöndin í 4500 neskra feta hæð getur að líta hrísgrjónaekrur í hlíðunum. Húsin eru byggð af steini og smá — minna helzt á hús, sem börn byggja, er þau eru að leika sér. íbúarnir, karlar og konur, sveipa um sig hvitum dúk (lama). Það er undantekning, ef konur sveipa um sig silkidúk, en þó gera konur af Hovakyn- kvíslinni það, er þær hafa mest við. Einkennilegt er, að þessi dúkur er sniðinn eins og borinn á sama hátt og tiðkast í Abess- iníu. f Antananriv^. (Tananarive). Seinasta áfangann til höfuð- borgarinnar er ekið um land, sem er þakið hrísgrjónaekrum. I höfuðborginni er líf og fjör og feikna umferð, göturnar brattar, og Evrópumanni, sem þangað kemur, liggur við að láta hugfallast í fyrstu. En fólk- ið er vingjarnlegt og hvarvetna eru hurðarmenn, reiðubúnir til þess að taka farangur manns. Allstaðar, á hverjum gatna- mótum, hverju götuhorni, standa menn i hópum, allir livít- klæddir, konur sem karlar. En öll hús i borginni eru rauðmál- uð. Það er vissulega óvanaleg sjón, sem við blasir, er maður kemur lil Antananarivo í glaða sólskini. Upp að sumum húsun- um liggja kannske 50—300 þrep. Og alIsStaðar sítja eða standa hinir dökkbrúnu eyjar- skeaaiax*, klæddir hvitum serkium. Og þvi hærra sem kamið er bví fegurfa um að lit- þvi að hinar hvitu ekrur allt um kring minna á sjó, þegar upp er komið. En i miðhluta borgar- innar, þar sem Frakkar búa, blasa við auglýsingar, og þar eru hattar og kjólar eftir nýj- ustu Parísartízku á boðstólum. \ Verkafólksekla. Þótt furðulegt kunni að þykja er verkafólksekla á Madagascar. Landið er víðast mjög frjósamt, og talið er, að unnt væri að auka framleiðslu landbúnaðarafurða 10—12 sinnum, ef unnið væri af kappi að framleiðslunni eftir nútimaaðferðum, en eyjar- skeggjar hafa enga tilhneigingu til að hamast. Og þar finnst gull í jörðu, 50 tegundir verðmætra steina, járn, nikkel, blý, mangan o. fl., en skilyrði ágæt til fram- leiðslu á kaffi, tóbaki, hrís- grjónum, sykri, pipar o. m. fl. og eru þessi skilyrði notuð að nokkuru, en hvergi nærri sem unnt væri. Talið er að auka mætti námuframleiðsluna Um 15—20 af hundraði. Er það furða, þótt hinir á- gengu Japanir hafi haft auga- stað á þessu mikla landi? Nú hefir væntanlega verið komið í veg fyrir, að þeir geti arðrænt landið, þar sem banda- menn hafa hernumið það. En bandamenn munu nú fá þaðan feikna birgðir ,því að viðskipti hafa ekki blómgast þar i styrj- öldinni, en vafalaust verður nú breyting i þeim efnum. Það var þann 23., september, sem hersveitir Breta og her- sveitir frá Austur- og Suður- Afrílcu tóku höfðuborgina. En bandamenn hafa lofað því, að franski fáninn skuli blakta á- fram yfir Madagascar. — Mada- gascar á að verða franskt land einnig í framtiðinni. Hér er niynd af fjöldamorð- mgjanum Weidmann, sem á sinum tímá var umræðuefni um allan heim. Hann var sak- aður um áð hafa drýgt 6 morð, en játaði ekki á sig nema fimm þeirra, gengt er, að ökumaðurinn spfi með taumana í höndum sér, en ast. Höfuðborgin virðist þ standa á klettaey } þyitu haf Slillí Tefld í Noordwijk 1938. Franskt tafl. Hvítt: R. SpieJmann. Svart: P. Keres. 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Rf6; 4. e5, Rfd7; 5. f4, c5; 6. dxc, Rc6; 7. a3, Bxc5; 8. Dg4, g6! 9. Rf3, a6 (undirbýr í>5 til þess að hindra að hvítur hróki langt) Bd3, b5; 11. b4 (hvítur er neyddur til að leika þessu til að hindra .... b4, en um Ieið er 0-0-0 auðvitað útilolcað) Ba7; 12. h4, h5; 13. Dg3, De7 (Nú hefir svartur hinsvegar .... Bb7 og siðan 0-0-0 í pokahorn- inu, ef á þarf að halda) 14. f5 ?! (Nú býst Spielmann við 14. .. gxf og ætlar þá að svara með 15. Bxf5, exB og 16. Rxd5, Df8; 17. Rc7+ o. s. frv.) 14....... Bb8!! (dr. Kmech kallar þetta „sterkasta, óvænt- asta og álirifamesta leikinn á öllu skákmótinu“ og er þá ekki lítið sagt, enda liefir engum tek- ist að finna við honum fullnægj- andi svar) 15. fxg, Rdxe5; gxf+, Dxf7; 17. Rg5 (Ef Df2 þá Dg7 og hótar bæði RxB+ og síðan Bg3 eða DxR+) Df6; 18. Hfl? Rg4!; 19. Df3, DxR+; 20. Kdl, Dg7!; 21. De2, Hf8! (Ef nú Rxp? þá HxH+ og hvítur er búinn að vera); 22. I4xH+, IvxH; 23. Rxe6+, BxR; 24. DxB, Rf2+; 25. Kel, RxB+; 26. cxR og livitur gaf án þess að biða eftir 26.....DxH. Sumstaðar i Bandaríkjunum er jarðvegurinn svo eitraður, að rikisstjórnin hefir orðið að banna að i'æktun farí þar íram, í Suður-Dakota er t. d. 100.000 ekru svæði, þar sem allur gróð- ur er svo eitraður, að hann er banvænn bæði mönnum og skepnum, (

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.