Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍIH\ Fyrstu fjóra dagana eftir að Þjóðverjar tóku París í júní 1940 var Paul Simon eins og i móki. Þannig voru margir borg- arbúar, sem gátu varla trúað því, að fjandmennirnir væri í raun og veru búnir að taka borg- ina þeirra. En Paul Simon hafði barizt í heimsstyrjöldinni fvrri, svo að hann var vanur ýmsu og á fimmta degi hristi hann slenið af sér. Með aðstoð nokkUrra vina sinna prentaði hann ýms hvatningarorð til þjóðarinnar og að næturlagi voru blöðin, sem Iiann prentaði, límd upp þar sem helzt miátti búast við því, að eftir þeim væri tekið. Þau voru jafnvel límd aftan á herbíla -Þjóðverja. Næst hóf Simon litgáfu blaðs, er hann nefndi Valmy og barð- ist það gegn samvinnu við Þjóð- verja í hverri mynd, sem hún Mnrtist. Ileiti blaðsins var eftir þorpi einu, þar sem lýðveldis- herinn sigraði Prússa 20. sept- ember 1792. Fyrsta eintakið kom út í júnímánuði 1941, en vegna þess að það var prentað með prenttækjum, eigs og börn- um eru gefin fyrir leikföng, þar sem stafirnir eru úr gúmmí, var ekki hægt að hafa upplagið nieira en 300. Þeir, sem fengu þessi eintök í hendur tóku svo oft afrit af þeim og létu þau ganga meðal vina sinna. En í október varð Simon að brenna upplagið af blaði þess mánaðar, þvi að hann frétti að lögreglan hefði náð einum af aðstoðar- mönnum hans og hefði skotið hann. Litlu síðar komst lögregl- an á snoðir um starfsemi Sim- ons sjálfs og þá varð hann að flýja land. Komst hann til Lon- don í janúarmánuði síðastliðn- um. * En Valmy var ekki eina blað- ið, sem gefið var út í Frakk- landi, þegar Simon varð að forða sér. Blöðin eru afarmörg og það, sem er stærst, er gefið út í 35.000 eintökum. Er það gefið út af hægri mönnum og nefnist Combat (bardagi). Jafnaðarmenn gefa út blað, er nefnist Libération, og tvö eru gefin út að undirlagi kirkjunn- ar — Les Petites Ailes (litlu vængirnir) og Vérités (sann- leikur). Blöðin hvetja fyrst og fremst Bið Bið er allvíð" tækt hugtak, en í flestum ef ekki öllum tilfellum hefir bið ein- •hver leiðindi för með sér, — sama hvort maður bíður eftirvæntingar- fullur eftir ást- vini sínum á götuhorni, ör- væntingdrfullur við sjúkrabeð, kviðinn i bið- stofu læknis eða skjálfandi af kulda og sitj- andi á sorpbala í bið eftir sorp- hreinsunarbíl bæjarins. En það er sagt að þolinmæðin þrautir vinni allar, og ef mað- ur gerir sér ekki mikla rellu út af atvikum og tilviljunum í lifinu, er ekki óhugsandi, þrátt fyrir leiðinlega bið, að maður geti verið jafn glaðlegur á svipinn og náunginn þessi þarna. lesendur sína til að sýna Þjóð- verjum mótþróa, en auk þess birta þau fregnir frá banda- mönnum og fletta ofan af því, bve Laval er áfjáður í að gera allt, sem Þjóðverjar skipa. • Enda þótt saxofónninn sé af flestum talinn ómerkilegasta bljóðfærið, sem til er, er hann mjög vandaður að smíði. í saxofóni eru livorki meira né minna en 548 mismunandi lilut- ar. • Elzta píanó i heimi, sem enn er til, er gevmt í listasafni New York borgar. Það var smíðað árið 1720 af Bartolomeo Chris- tofori i Florens á Ítalíu. Það * næstelzta, sem menn vita ujn, smiðað af sama manni árið 1726, er geymt í Kraus-safninu í Florens. • Það er nú komið á daginn, að Mussolini er af þýzku bergi brotinn. Hafa þýzkir kynþátta- fræðingar komizt að þessu eftir mikla og erfiða leit, en þeim var falið að finna sannanir fyrir því, að möndulfélagi Hitlers væri Aríi, enda þótt bann væri fæddur suður á Ítalíu. Einn þessarra rannsóknar- manna, sagnfræðinguidnn Scháffer, liefir skýrt frá því, að á 14. öld hafi þúsundir þýzkra málaliðsmanna farið suður á Ítalíu til þess að berjast í liði Albornoz kardínála fyrir málstað páfa gegn ofurveldi að- alsins, e^r vildi einn öllu ráða. Meðal þessara málaliðsmanna voru þeir Hermann Musselin, Egulf Musselin og Egenulf Musselin. Þessir riddarar tóku þátt i bardögum umhverfis Forli og margir þeirra settust þar að, þegar styrjöldin var á enda. Nú er Forli fæðingarstað- nr Mussolinis, svo að það er „líklegt“ að hinn ítalski einræð- isherra sé afkomandi einhvers þeirra. Presturinn var að áminna einn af bændunum í sókn sinni, sem þótti nokkuð harður í horn að taka og hefnigjarn. „Þú mátt aldrei sýna bræðr- um þínum fjandskap og hefni- girni, Jón minn. Ef einhver ger- ir þér rangt til eða gerir þér tjón, þá áttu að gleyma því.“ „Já, eg gleymi þvi, séra Elías, en eg er svo anzi gleyminn, að eg gleymi því alltaf að eg hefi gleymt þvi.“ Ungfrú ein, sem var á ferða- lagi með strætisvagni, hafði meðferðis lítinn hund. Alla leiðina var'hún að ergja bílstjórann með spurningum um það, hvar eitthvert ákveðið hús væri. Þegar strætisvagninn kom að lokum á þennan marg- umtalaða stað, hélt bifreiðar- stjórinn auðvitað, að ungfrúin ætlaði út úr bílnum, en það fór á annan veg. í stað þess gekk ungfrúin að strætisvagnsdyrun- um, lyfti hundinum upp og sagði: „Sjáðu Fido, það er þarna, sem móðir þin fæddist.“ • A: Það eru til þeir hundar, sem eru vitrari en búsbændur þeirra. B: Já, þannig er hann Snati minn. Ríki maðurinn við fátæka ætt- ingjann: „Á þessum krepputím- um ert þú í rauninni betur sett- ur en eg. Eg tapa meira á einni mínútu en þú vinnur þér inn á heilum degi.“ • „Þér eruð kærður fyrir að • hafa barið félaga yðar í höfuðið með flösku. Hvað hafið þér fram að færa til varnar yður?“ „Já, þetta var hálf-flaska, sem unuvar að ræða.“ Kennari: „Ef pabbi þinn get- ur unnið verk á klukkustund og móðir þín getur unnið það á hálfri annari klukkustund, hvað mundu þau þá vera lengi að því að vinna það í sameiningu?“ Siggi: „Um þrjá tíma, ef sá tími er talinn með, sem fer í það hjá þeim að rífast um það, hvernig muni bezt að vinna verkið.“ • Presturinn: „Það gladdi mig óumræðilega að sjá þig við messu hjá mér i gær, Jón. Eg vona að þú komir sem oftas.t.“ Jón fyllibytta: „Jæja, var eg þar? Eg gat ómögulega komið því fyrir mig i morgun, hvar eg var þegar eg fékk .þessa voða- legu martröð.“ • í kaffigromsinu geta menn séð margt um framtíð sína. Ef „groms“ er í bollanum, sem þér drekkið úr, lesandi góður, skuluð þér hrista hann upp (þ. e. a. s. bollann) og athuga eft- irfarandi: Ef beinar linur myndast í „gromsinu“, eigið þér eftir að ferðast mikið um heiminn. Ef margir „punktar“ mynd- ast, fáið þér bráðlega bréf um það, að þér eignist mikla pen- ingafjárhæð. Myndist hjarta í „groinsinu“ giftist þér bráðlega, eða yður verður vel tekið í einliverri veizlu, sem þér farið bráðlega í. Myndist nokkrar bognar lín- ur -í „gromsinu“ skuluð þér vera varkár, því þá bíður yðar mikil hætta. Ef kassi myndast í „groms- inu“ vofir dauði yfir einhverj- um í fjölskyldu yðar. Ef lcrans myndast í „groms- inu“ verðið þér bráðlega boðinn í brúðkaup. Myndist turnar 1 „kaffi- grom,sinu“ munuð þér verða ríkur maður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.