Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Síða 5

Vísir Sunnudagsblað - 11.10.1942, Síða 5
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 5 Ingpólfar Davíds^on: Baráttan við jurtasjúkdómana. Vísir hefir farið þess á leit við Ingólf Daviðsson garðyrkjuráðunaut, að hánn skýrði lesendum blaðsins frá helztu sjúkdómum, sem ásækja garðávexti og nvtjajurtir hér á landi, og helztu ráðstafanir sem unnt væri að gera, ýmist til að verjast þeim eða lækna þá. Hefir Ingólfur orðið vinsamlega við þeim tilmælum og birtist hér grein sú, er hann hefir ritað fvrir Vísi. — (Grein þessi hefir beöiö lengur rúms i blaöinu en æskilegt hefði verið. Engu aö siöur telur ritstjórn blaðsins greinina skipta svo miklu máli fyrir islenzka garðeigendur, aö hún muni koma aö gagni, þótt síðar veröi.) Jurtakvillar hafa verið til frá alda öðli. I biblíunni er t. d. kvartað um kornsjúkdóma og talað um þá sem refsingu æðri máttarvalda. Mörg hundruð ár- um fyrir Krists burð, liéldu Rómverjar hátíðir og fórnuðu til guðanna svo að þeir léttu af þeim jurtasjúkdómunum. Nú vita menn, að eðlilegar or- sakir — sveppar, bakteríur, ýms skordýr o. s. frv. — valda sjúkdómunum og er unnið að rannsóknum á þessu sviði í öll- um menningarlöndum. — Hér á landi hafa jurtakvillar gert talsverðan usla, einkum samt hin síðari ár. Þess vegna tala sumir um liina gömlu og góðu daga, þegar lítið þurfti að óttast kvillana. Nú sé varla hægt að sá fræi eða setja niður kartöflu, sjúkdómarnir hirði bróðurhlut- ann af Uppskerunni! „Sjaldan lýgur almannarómur‘“, meira er um kvilla en áður var — satt er það — en hvernig stendur á þessu? Stóraukin ræktun og bættar samgöngur valda vax- andi kvillahættu, i þvi felst skýr- ingin. Meðan hver bjó að sinu, og álíka langt var á milli garð- anna og sveitabýlanna — var lítil hætta á því að kvillar breiddust út, þótt þeirra yrði vart í einhverjum garðinum. Nú eru viða risin upp stór garða- hverfi, einkurp við kaupstaðina. Bæði útsæði, garð- og gróður- húsajurtir eru fluttar um land- ið þvert og endilangt, eða jafn- vel frá útlöndum í miklu ríkara mæli en fyrrum. Fylgir þessu auðvitað aukin kvillahætta. Ræktunin heldm- áfram að auk- ast og samgöngurnar batna stöðugt — ef allt er með felldu. Einangrmi, eins og hún Varj fyxrum, er úr sögunni i þétt-" býlinu. En engin ástæða cr til örvæntíngar, þótt skörð séu nú brotin í varnir þær, sem ein-1 angrunin veitir, Nágrannar okkar á Norðurlöndum mundu gera hið mesta gjrs að íslending- um þeim, sem gæfust upp við garðrækl vegna jurtasjúkdóma. Margir álíta, að t. d. í Danmörku sé jarðrækt leikur einn vegna hagstæðs veðurfars. Veðráttan er ldýrri þar en hér, rétt er það, en fleira kemur til greina. Jurta- sjúkdómarnir í Danmörku eru miklu fleiri og skæðari en hér á íslandi. Einkum eru þar langt- um fleiri skaðsemdar-skordýr. Bjöllur naga berjarunna og ávaxtatré o. s. frv. Uppskeran yrði áreiðanlega liarla rýr í Dan- mörku, ef ekki væri þar hugsað miklu meira um allar sjúk- dómavarnir en hér á landi tíðk- ast. Úðun, duftdreifing o. fl. varúðarráð eru talin alveg sjálf- sagður liður i garðræktinni, og undrast enginn þótt uppskeru- brestur verði, ef varnirnar eru látnar undir höfuð leggjast. Einnig er vöruvöndun stórum ineiri á sviði garðyrkjunnar, víðast á Norðurlöndum, lieldur en á íslandi. Ekki dygði þar að bjóða til matar eða jafnvel út- sæðis — marglitan hrærigraut kartöfluafbrigða. En slíkt er ennþá algengt hjá okkur. Svona mætti lengi telja. Jarðræktar- menn þurfa að kunna skil á helztu jurtakvillum og varnar- ráðum, alveg eins og l>eir verða að þekkja vel til ræktunarað- ferða og áburðar — ef vel á að fara. — Rannsóknir á „íslenzk- um“ jurtasjúkdómum eru að visu ennþá á byrjunarstigi, en marg'skonar hagnýta reynslu hafa þær samt þegar fram að færa. Athugað hefir verið hvaða kvilla helzt er um að ræða — ýms varnarráð reynd við íslenzk skilyrði, leiðbeiningar látnar í té í útvarpi og ritum o. s. frv. — Reykvíkingar eru vel settir i þessum efnum, þar sem þeir hafa nú á að skipa tveimur ræktunarráðunautum í þjón- ustu bæjarins. Kartöflurækt er lorðin mikil i Reykjavik og er sþað vel. Varnarráð eru að verða ifastur liður i ræktuninni, enda :r það sjálísagt við sjóinn sunn- anlands og suðvesta.n. Kartöflu- tmyglan er engin pý bóla; hún hefir öðru hvoru gert skaða á Suður- og Suðvesturlandi siðan fyrir aldamót — einkum í sjó- þorpunum. Þekkja flestir grá- grænu og síðar svörtu blettina á blöðum kartöflugrasanna. Á kartöflurnar koma blettir með blýgráum gljáa. Eyðileggst oft mikið af uppskerunni í myglu- árum. 1 votviðrunum undanfar- ið hafa verið góð skilyrði fyrir myglusveppi, enda er nú mygl- an byrjuð að bæra á sér sum- staðar i görðum. Tvær úðanir á sumri — í júlílok og aftur um eða úr miðjum ágúst gera stór- mikið gagn — tryggja uppsker- una gegn myglu í flestum til- fellum. Oft er ein úðun nægileg. ^Kartöfluafbrigðin eru mjög r misnæm. Þola Alpha og Akur- tblessun bezt myglu af þeim ^kartöflum, sem hér hafa verið fireyndar — og mega standa í'Jangt fram eftir haustinu i görðunum. Bráðþroska kart- Mygla í kartöflugrasi og mygla í sundurskorinni kartöflu. öflur skal jafnan taka timanlega upp, vegna sýkingarhættu. Smitunarhættan er sérstaklega mikil ef tekið er upp úr görðun- um í bleytu, eða kartöflum t. d. lirúgað saman blautum í poka. Góð, svöl vetrargeymsla er bráðnauðsynleg og vantar til- finnanlega hér í Reykjavik. Auk myglunnar er stöngulveik- Stöngulveiki i kartföflugrasi og stöngulveik kartafla (skor- in sundur). <

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.