Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Side 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÍ) SII»A\ VITIÐ ÞÉR — að ljósið er ekki nema 'rúma sekúndu til tungsins? — að ef maður ferðast nótt og dag í hraðlest myndi það taka 6 mánuði að komast milli tungls og jarðar? — að ef maður ætlaði í hrað- lest frá jörðinni til Úraníusar, tæki það hvorki meira né minna en 3500 ár? — að hjartað í sextugum manni hefir slegið samtals 2 milljörð 629 milljón og 800 þúsund sinnum? — að Þjóðverjar hafa smiðað nýja flugvélagerð, svokallaða „Fieseler-Storch“, sem hefir möguleika á að halda sér svíf- andi í loftinu á mjög hægri ferð? — að það var Kolumbus sem fyrstur Evrópumanna sá menn neyta tóbaks? — að það var Frakklending- urinn Jean Nicot, sem árið 1560 ræktaði fyrstur manna tóbak i Evrópu ? — að í flestum löndum álf- unnai- var bannað að reykja á götum úti framundir miðja 19. öld? -i— að árið 1636 gaf Urban III. páfi út bannfæringarbréf gegn neftóbaksmönnum, en á sama tima var lögskipað að skera nefið af sérhverjum tóbaks- neytenda í Rússlandi? • ' Agnes Bernauer var fátæk bóndadóttir, en hún var svo for- kunnar fögur, að hún dáleiddi með fegurð sinni þá karlmenn sem sáu hana. Meðal þeirra var Albrecht III. hertogi af Bayern. Þau unnust hugástum, en Al- brecht þorði ekki að segja föð- ur sinum, Ernst hertoga, frá því, enda var karlinn harðjaxl mikill. Vildi hann láta Albrecht son sinn kvænast önnu dóttur Eiríks hertoga af Brúnsvík — en Albrecht færðist undan. Loks kom að því að Albrecht kvæntist Agnesi vinkonu sinni á laun, árið 1432. Hélt hann konu sína á laun í kastalanum Voh- burg, sem hann hafði til eigin umráða. Er Ernst hertogi komst að þessu, svipti hann son sinn eignum og æru, tældi .hann með svikum á brott, en á meðan lét hann handtaka Agnesi konu hans og drekkja henni í Doná. — Þegar bitrasti harmurinn var um garð genginn lét Albrecht að vilja föður síns og kvæntist Önnu frá Brúnsvík. Þetta er einn af hinum gömlu ástarharmleikjum, en vel að merkja einn af þeim sönnu. • Frú Jóhanna var nýflutt í þorþið. Vegna [icss að hún var prestsekkja, töldu lieldri menn þorpsins sjálfsagt að heimsækja hana og bjóða hana velkomna. Fvrstur kom oddvitr þorpsins og hann fékk í staupinu hjá henni. Daginn eftir kom annar prúð- búinn þorpsbúi og hún bauð honum lika eitt glas af víni. En allt í einu fékk hún eftirþanka af þvi að hún hafði einliverja ó- ljósa hugmynd . um, að þetta væri formaður bindindisfélags- ins í þorpinu. „Afsakið þér“ bað hún, „en það var ekki ætlun mín að móðga yður með því að bjóða yður í staupinu. Eg mundi bara ekki í svipinn að þér væruð for- maður bindindísfélagsins.“ „Eg hefi ekkert á móti á- fengi“, svaraði þorpsbúinn, því eg er ekki formaður bindindis- félagsins, heldur formaður sið- ferðisfélagsins.“ Jóhanna andvarpaði léttara. „Já, eg mundi það,“ sagði hún, „að það var eitthvað sem eg mátti ekki bjóða yður“. • Dómarinn horfði stranglega á hinn ákærða, sem var allþéttur og mælti: „Sandi MacDonald, sagði eg ékki við þig, seinast þegar þú varst béraa, að koma aldrei fyr- ir min augu aftur?“ „Al-alveg rétt, herra dó-dóm- ari. Og það sagði eg lögreglu- þjóninum, en hann vildi — ekki — trú — trúa mér.“ Skoti nokkur var að leggja af stað í ferðalag: „Vertu blessuð, elskan mín,“ sagði hann við konu sína, „og gleymdu nú ekki að taka af þér gleraugun, þegar þú ert ekki að horfa á neitt.“ Þann 9. júlí árið 1813, skrif- aði Napóleon mikli Lemarios gi’eifa, þar sem hann segir að „ómögulegt“, sé ekki franslct orð. Fimmtíu árum áður skrif- aði Munnich marskálkur Kat- rínu D. drottningu eftirfarandi setningu: „Eftir að hafa- kynnt mér áætlanir yðar og fram- kvæmdir, finn eg að orðið „ó- Oeri aðrir belnr! Árn-cnningar hafa um mörg undangengin ár verið eitt bezta félag þessa lands á svitSi fimleika og átt afburöa góöa flokka, bæöi í karla- og kvennaleikfimi. Hér á myndinni sjást sex Ármenningar í handstöðu á kistu, og er mynd þessi tekin úr íþróttakvikmynd Armanns, sem Kjartan Ó. Bjarnason tók fyrir félagiö. mögulegt“ er rangt orð, og þess vegna liefi eg ákveðið að strika það út úr orðabókunum mín- um.“ Dr. Hu Shih heitir sendiherra Kínverja í Bandaríkjunum. Skömmu eftir að liann tók við embætti sínu sendi utanríkis- málaráðuneytið kínv. honum ávísun að uphæð 60.000 doll- ara, er liann skyldi verja í áróð- ursskyni fyrir hinn kínverska málstað. Hann sendi ávísunina til baka með þeim ummælum, að það sem hann gerði fyrir ætt- jörð sína, gerði hann sem sjálf- sögð skyldustörf, og kvaðst ekki ætlast til annara launa en þeirra, sem sér væru greidd í kaup. Dr. Hu Shih var um eitt skeið svarinn f jandmaður Shiang Kai- sliek. En þegar Japanir réðust á Kína, varð ættjarðarást beggja, öllum einkamálum og persónulegum illdeilum yfir- sterkari, þannig að í stað þess að deila um persónuleg hags- munamál og um flokksleg sjón- armið, bundust þeir samtökum um að gera allt sem. í þeirra valdi stæði til að hrinda hinum erlendu fjandmönnum af hönd- um sér. Nú orðið eru þeir per- sónulegir vinir og Shiang Kai- shek hefir veitt honum eitt virðulegasta og ábyrgðarmesta embætti í utanríkisþjónustunni, þar sem sendiherrastaða í Was- hington er. — Á ýngri árum sínum var Hu Shih trúlofaður ungri skóla- systur sinni. En hann mátti það ekki fyrir móður sinni, þvi þeg- ar hann var 11 ára að aldri hafði lmn ákveðið honum kvonfang og þvi varð hann að hlýta. — Dags daglega klæðist hann kín- verskum fötum, hans yndi er það að safna tómum eldspítna- stokkum og — doktortitlum. Hann er heiðursdoktor við 17 háskóla, en 18. doktorstiti’inn varði liann í heimspelci við Col- umbia háskólann. Eru þess eng- in dæmi önnur, að nokkur sendi- herra hafi jafnmarga doktors- titla sem Hu Shih. „í dag eru 25 ár síðan þér gerðust starfsmaður minn,“ sagði skozkur kaupsýslumaður við einn starfsmann sinn. „Þér hafið reynst dyggur starfsmað- ur.“ „Það hefi eg reynt að vera.“ „Verzlunin hefir þrifizt þessi ár, og nú ætla eg — í þakklæt- isskyni, að gefa yður gjöf nokk- ura, sem eg veit, að muni gleðja yður, konu og börn.“ Og er kaupsýslumaðurinn hafði svo mælt rétti hann starfs- manni sínum smápakka. Starfsmaðurinn skundaði heim og bjóst við, að seðlar nokkurir væru í pakkanum, en mikil voru vonbrigði hans, er í ljós lcom mynd af húsbóndan- um. „Hvernig féll yður gjöfin?“ sagði kaupsýslumáðm-inn dag- inn eftir. „Hún ef yður Iík,“ svaraði starfsmaðurinn stuttlega. )

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.