Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 11.04.1943, Blaðsíða 1
1943 Sunnudaginn 11. april 14. blad Tilraunir mínar með hughrif. Haustið 1937 bjó eg mig und- ir leiðangur í norðurveg, til að leita að hinum hugdjörfu rúss- nesku flugmönnum, sem urðu að nauðlenda þar nyrðra, er þeir voru að gera tilraun til að fljúga frá Moskva til Bandaríkjanna, um Norðurpólinn og Alaska, Meðan á undirbúningnum stóð, kom til mín maður, Harold Sherman að nafni, er ég liafði verið málkunnugur í nokkur ár. Hann kom með þá uppástungu, að við gerðum nokkrar tilraun- ir með hughrif (telepathy), meðan eg væri þar nyrðra. Hugmynd Shermans var sú, að eg átti að reyna að senda hon- um hugsanir mínar, hvar svo sem eg væri staddur, en hann átti að sitja á skrifstofu sinni i New York og skrifa jafnharð- an niður þau hughrif, semi hann yrði fjTÍr. Sherman hafði lagt mikla stund á að rannsaka hugs- anaflutning og allskonar hug- ræn fjarhrif og áleit að sú vega- lengd, sem yrði á milli okkar, — um 4500 km., — væri mjög ákjósanleg fyrir shkar tilraunir. í þessu tilfelli kom einnig fram sá möguleild að eg neydd- ist til að nauðlenda með ónothæf löflskeytatæki og talstöð. Ef það kæmi fyrir, gat aðstoð Sher- mans orðið ómetanleg, það er að segja ef tilraunir okkar bæru nokkurn jákvæðan árangur. Hann hélt því fram að með að- stoð tilrauna okkar gæti hann gefið þeim, sem að okkur leit- uðu, nákvæmar upplýsingar um hnattstöðu þess staðar sem við liöfðum lent á. Eg veit að mörgum virðist þetta hreinasta fjarstæða, en mér fannst það ekki. Eg hafði lengi brotið heilann um þann möguleika, sem hugur hins siðmenntaða manns hefði, eftir stranga þjálfun og þroska, til að taka á móti hughrifum frá öðrum, eftir vild. Hér kom tækifærið, upp í hendurnar á mér, til að varpa nýju Ijósi á þessa litt skildu eiginleika mannsandans, Því var það, að eg jótaði fús- lega að taka þátt í þessum til- raunum. Okkur kom, saman um, að strax og eg legði af stað norður, skyldi Sherman byrja að „sitja fyrir“ þrjú kvöld í viku, á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 11.30 til 12 á miðnætti og reyna að halda huga sínum auðum og vegna mikilla segultruflana og áhrifa frá sólblettum, sem stóðu yfir alla þá fimm mánuði, sem eg var í leitinni þar nyrðra, náði Iversen aðeins 13 sinnum loftskeytasambandi við mig. En þegar tilraununum var lokið, þá vottaði Iversen það, að Sherman hefði alltaf haft nánari vitneskju um það sem Eftlr Slr Habert Hllkiiis. opnum fyrir utanaðkomandi áhrifum. En eg átti á sama tima að reyna að senda honum hug- skeyti um það, sem fyrir mig hefði komið þann daginn Við sömdum strax við doktor Gardner Murphy, yfirkennara i dulvisindum (parapsychology) við Columbia-háskólann, að Sherman skyldi senda honum strax afrit af þvi, sem hann skrifaði niður í hverjum til- raunatíma. Skýrslurnar yrðu þannig komnar í hendur þriðja aðila, löngu áður en við Sher- man gætum með nokkru venju- legu móti, svo sem flugpósti eða loftskeytum, borið saman bæk- ur okkar, varðandi það sem, hann hafði skrifað niður. Til enn frekara öi’yggis voru fleiri kunnir vísindamenn fengnir til að fylgjast með til- raununum frá byrjun, svo sem dr. Henry S. W. Hardwicke, dr. H. E. Strath-Gordon og Samuel Emery. Áður en eg lagði af stað, kom eg Sherman í kynni við Reginold Iversen, stöðvarstjóra við stuttbylgjustöð stórblaðsins New York Times, með það fyrir augum að hægt væri að flýta fyrir tilraunum okkar með þvi að senda mér skýrslur Sher- mans til staðfestingar eða leið- réttingar, en Iversen átti að liafa samband við mig á hverju kvéldi til að ræða um ýms mál- efrii leiðangursins. Eri það fór riú öðruvísi en ætlað var, því fyrir mig bar þar norður frá í gegnum tilraunir okkar, en hann sjálfur gat aflað sér með hinum árangurslitlu tilraunum sinum að ná sambandi við mig með stuttbylgju loftskeytum. Það voru mörg kvöld sem eg gat ekki staðið við samning minn við Sherman, en við tók- um báðir bráðlega eftir þvi, okkur til mikillar undrunar, að hughrif þau sem hann varð fyr- ir viðvikjandi því sem fyrir mig bar, reyndust rétt ótrúlega oft. Það kom einnig bráðlega í Ijós, að á einhvern leyndardómsfull- an liátt, sem við ekki gátum ráð- ið i, tók Sherman á móti ýms- um hughrifum — sterkum hugsunum, sem -sköpuðust á ýmsum tímum dagsins vegna ýmissa atburða — sem eg reyndi eldíi til að senda honum á hinum fastákveðnu tilrauna- tímuin og þá .oft vegna þess að mér vannst ekki tími til þess. Vegna þess live oft eg varð að láta hina reglulegu tilrauna- tíma niður falla, þá ákvað eg í staðinn að reyna að beina hugsunum minum til Shermans, hvenær sem væri og mér dytti það í hug. Þetta byggði eg á þeirri kenningu, að hin mótaða hugsuri deyi ekki út um leið og hún dreifist fyrst, heldur haldi áfram að sveiflast í Ijós- vakanum, svo hvaða hrifnæm- ur hugur sem er, getur lilerað hana, mörgum klukkustundum, já, jafnvel mörgum árum eftir að hún var hugsuð. Tilraunir oklcar til að finna liina rússnesku flugmenn — Levanevsky og 5 félaga hans — var auðvitað aðalstarf okkar. Þótt margir álitu það hlægilega bjartsýni og bentu okkur á hina miklu og margvíslegu örðug- leilca og hættur, sem við væri að stríða, þá áieit eg samt að það væri ennþá ekki vonlaust um að bjarga þeim. Tími sá, fjórir mánuðir, sem var liðinn frá þvi siðast heyrð- ist frá Levanevsky og félögum hans, var tiltölulega stuttur og engin ástæða til að efast um, að þeir væru enn á lífi ef þeim hefði tekizt að lenda, heilir á húfi. Þeir höfðu Iagt af stað með tveggja mánaða matar- forða, sem átti að geta dugað þeim í þrjá mánuði með ýtrustu skömmtun. En ef þeim tækist að drýgja forðann með selveiði, sem engin ástæða var til að efast um, þá áttu þeir að geta lifað svo árum skipti á ísnum og rekið á honum mörg hundruð kiló- metra áður en þeir kæmu í landsýn. Sagan um hina 70.000 kíló- metra, sem við flugum í árang- urslausri leit að Levanevslcy, undantekningarlítið við hörmu- deg veðurskilyrði, hefir þegar verið skráð. En sagan um til- raunir okkar Shermans hefir ekki enn verið sögð. Sherman rækti skyldur sínar með einstakri samvizkusemi. Viku eftir viku, er eg var al- gerlega einangraður og án nokkurs sambands við umheim- inn, skrifaði liann niður öll þau hughrif sem liann varð fyrir, þó að hann liefði enga vissu fyrir því, hvort eg reyndi nokkuð til að senda honum. Eg hélt auðvitað nákvæma dagbók, bæði fyrir mig persónulega og fyrir leiðangurinn. Sherman sendi afrit af öllu, sem hann skrifaði niður, með flugpósti til þess staðar, þar sem síðast hafði frétzt til mín, svo sem Point Barrow eða Aklavík. En oft

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.